Útilokar ekki rétt til reykinga á hjúkrunarheimilum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2024 09:00 Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis. Arnar/Getty Réttur starfsmanna til reyklauss vinnuumhverfis útilokar ekki að íbúa hjúkrunarheimilis sé veitt undanþága til að reykja inni á eigin herbergi ef aðstæður leyfa. Umboðsmaður Alþingis telur þó ekki forsendur til að gera athugasemdir við ákvörðun sveitarfélags sem meinaði íbúa að reykja inn á herbergi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Umboðsmanns Alþingis en málið á rætur sínar að rekja til þess að íbúi á hjúkrunarheimili kvartaði yfir því að fá ekki að reykja inni í eigin herbergi. Hjúkrunarheimili hafði tekið þá ákvörðun að banna reykingar vegna rétts starfsfólks til reyklauss umhverfis. Vinnustaðurinn einnig heimili Sveitarfélagið sem rak heimilið vísaði til þessa í svari sínu við kvörtun íbúans og tók fram að það þyrfti að sinna daglegri þjónustu inn á herbergjum íbúa. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi ríka áherslu sveitarfélagsins á að hjúkrunarheimilið væri vinnustaður en ekki var ráðið úr svörum þess til íbúans að tekið hafi verið tillit til þess að einnig væri um heimili að ræða fyrir þá sem þar dveljast. Umboðsmaður áréttaði að í lögum væri sérstaklega gert ráð fyrir að heimilt væri að veita undanþágu frá reykingabanni á íbúðarherbergjum. Gerði ekki athugasemd við ákvörðunina „Gæti réttur starfsmanna til reyklauss vinnuumhverfis ekki fortakslaust girt fyrir að sú heimild væri nýtt. Leggja þyrfti heildstætt mat á aðstæður, þ. á m. hagsmuni annarra heimilismanna og rétt starfsfólks til reyklauss umhverfis,“ segir í tilkynningu. Reykingabannið grundvallaðist þó einnig á mati á loftræsingu og loftgæðum í einstökum rýmum og að tóbaksreykingar á herbergjum væru ekki mögulegar án þess að þær spilltu loftgæðum annarra sem þar dveldust eða störfuðu á þessu tiltekna hjúkrunarheimili. Þá hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að íbúar gætu reykt í sérstakri aðstöðu utan herbergja sinna. Umboðsmaður taldi því ekki forsendur til að gera athugasemdir við efnislega ákvörðun sveitarfélagsins í máli íbúans um undanþágu til reykinga inni á eigin herbergi. Umboðsmaður Alþingis Hjúkrunarheimili Loftgæði Áfengi og tóbak Eldri borgarar Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Umboðsmanns Alþingis en málið á rætur sínar að rekja til þess að íbúi á hjúkrunarheimili kvartaði yfir því að fá ekki að reykja inni í eigin herbergi. Hjúkrunarheimili hafði tekið þá ákvörðun að banna reykingar vegna rétts starfsfólks til reyklauss umhverfis. Vinnustaðurinn einnig heimili Sveitarfélagið sem rak heimilið vísaði til þessa í svari sínu við kvörtun íbúans og tók fram að það þyrfti að sinna daglegri þjónustu inn á herbergjum íbúa. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi ríka áherslu sveitarfélagsins á að hjúkrunarheimilið væri vinnustaður en ekki var ráðið úr svörum þess til íbúans að tekið hafi verið tillit til þess að einnig væri um heimili að ræða fyrir þá sem þar dveljast. Umboðsmaður áréttaði að í lögum væri sérstaklega gert ráð fyrir að heimilt væri að veita undanþágu frá reykingabanni á íbúðarherbergjum. Gerði ekki athugasemd við ákvörðunina „Gæti réttur starfsmanna til reyklauss vinnuumhverfis ekki fortakslaust girt fyrir að sú heimild væri nýtt. Leggja þyrfti heildstætt mat á aðstæður, þ. á m. hagsmuni annarra heimilismanna og rétt starfsfólks til reyklauss umhverfis,“ segir í tilkynningu. Reykingabannið grundvallaðist þó einnig á mati á loftræsingu og loftgæðum í einstökum rýmum og að tóbaksreykingar á herbergjum væru ekki mögulegar án þess að þær spilltu loftgæðum annarra sem þar dveldust eða störfuðu á þessu tiltekna hjúkrunarheimili. Þá hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að íbúar gætu reykt í sérstakri aðstöðu utan herbergja sinna. Umboðsmaður taldi því ekki forsendur til að gera athugasemdir við efnislega ákvörðun sveitarfélagsins í máli íbúans um undanþágu til reykinga inni á eigin herbergi.
Umboðsmaður Alþingis Hjúkrunarheimili Loftgæði Áfengi og tóbak Eldri borgarar Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira