Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030 Sigurður Friðleifsson skrifar 1. júlí 2024 14:30 Í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að finna aðgerð sem nefnist Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Þessi aðgerð felur einfaldlega í sér að ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki klára orkuskipti í sínum flota fyrir árið 2030 þ.e. í flokki fólksbíla og sendibíla. Sem sagt að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins keyri að fullu á íslenskri, endurnýjanlegri orku í lok árs 2029. Einhverjum mun finnast þetta galið en þá má spyrja á móti hvort ekki væri galið ef íslenska ríkið myndi ekki velja íslenska orku á sínar bifreiðar. Einnig má spyrja hvort ekki sé galið að íslenska ríkið velji ekki samgöngutækni sem eru þrefalt orkunýtnari en bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti. Svo myndu einhverjir segja að það gæti verið galið að íslenska ríkið velji frekar bíla sem skila frá sér heilsuspillandi mengun frekar en bíla sem losa ekkert. Lykilatriði er svo einfaldlega að rafknúnar samgöngur eru að jafnaði hagkvæmari þegar kaup og rekstur er borin saman við bensín- og dísilbíla. Tæknilega mögulegt En er þetta tæknilega hægt? Aðgerðaráætlun var m.a. unnin í góðu samstarfi við Bílgreinasambandið sem eru samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Sérfræðingar þar töldu enga tæknilega annmarka á því að rafknúin ökutæki, í flokki fólks- og sendibíla, gætu tekið við jarðefnaeldsneytisbílum í starfsemi ríkisins á næstu sex árum. Ef einhverjir bílar henta ekki í dag þá mun það örugglega breytast á næstu sex árum með nýjum tegundum rafbíla. Til að skoða þetta nánar fóru Orkustofnun, Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) í greiningarverkefni á flota stofnunarinnar. HSN var sérstaklega valin sem stofnun sem rekur stóran flota, 40 bíla, sem þurfa að keyra á víðfeðmu svæði á Norðurlandi. Á þessu svæði eru innviðir einna styst á veg komnir á landsvísu og veðurfar er með þeim hætti að glíma þarf við kulda og snjó stóran hluta ársins. Greiningarbúnaður var settur í allar bifreiðar stofnunarinnar og aksturinn skráður nákvæmlega í heilt ár. Kerfið, sem Rafbílastöðin býður upp á, metur svo tæknilega rafbílahæfni hvers ökutækis þ.e. hvort rafbíll geti uppfyllt sömu þjónustu miðað við aksturstölur viðkomandi bensín- eða dísilbifreiðar. Einnig getur kerfið metið fjárhagslegan fýsileika þess að skipta yfir í sambærilegan rafbíl fyrir hvert og eitt ökutæki. Niðurstöður eftir eitt ár voru mjög nákvæmar og ítarlegar en til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að tæknilega var vel mögulegt að skipta öllum bílum út fyrir sambærilegan rafbíl. Þess má geta að veturinn var sá kaldasti á þessari öld. Það kom líka í ljós að það borgaði sig fjárhagslega að skipta í rafbíla fyrir allan flotann þegar kaup og rekstur voru tekin saman. Annað dæmi um krefjandi bifreiðanotkun þar sem rafbílavæðing er hafin er hjá lögreglunni á Vesturlandi. Þar hafa verið teknir í notkun rafbílar sem þurfa að dekka stórt athafnasvæði við erfiðar aðstæður. Rafbílarnir hafa reynst vel og sparað mikinn eldsneytis- og viðhaldskostnað. Bílaleigubílar og leigubílar Ríkið er líka að kaupa heilmikið af samgönguþjónustu í gegnum bílaleigur og leigubíla. Bílaleigur og leigubílafyrirtæki hafa nú komið sér upp dágóðum flota af rafbílum og ekkert því til fyrirstöðu eða festa rækilega í sessi kröfu á ríkisstofnanir og fyrirtæki að rafknúin ökutæki séu ávalt valin þegar slík samgönguþjónusta er keypt. Auðvitað geta komið upp útgildi eins og ef leigja þarf fjallabíl til jöklarannsókna þar sem innviðir eru ekki enn komnir. Það breytir ekki þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta aðkeyptrar samgönguþjónustu er mögulegt að mæta með rafbílum. Áfram gakk Orkuskipti í samgöngum hjá ríkinu eru ekki á neinum byrjunarreit og stór hluti stofnana þegar byrjaður á þessari vegferð. Nú þurfa forstöðumenn ríkisstofnana, ef þeir eru ekki þegar búnir að því, að setja upp orkuskiptaáætlun til 2030 og festa í sessi reglur um kaup á samgönguþjónustu sem tryggir nýtingu á rafknúnum ökutækjum sem nota íslenska og mengunarlausa raforku. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að finna aðgerð sem nefnist Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Þessi aðgerð felur einfaldlega í sér að ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki klára orkuskipti í sínum flota fyrir árið 2030 þ.e. í flokki fólksbíla og sendibíla. Sem sagt að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins keyri að fullu á íslenskri, endurnýjanlegri orku í lok árs 2029. Einhverjum mun finnast þetta galið en þá má spyrja á móti hvort ekki væri galið ef íslenska ríkið myndi ekki velja íslenska orku á sínar bifreiðar. Einnig má spyrja hvort ekki sé galið að íslenska ríkið velji ekki samgöngutækni sem eru þrefalt orkunýtnari en bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti. Svo myndu einhverjir segja að það gæti verið galið að íslenska ríkið velji frekar bíla sem skila frá sér heilsuspillandi mengun frekar en bíla sem losa ekkert. Lykilatriði er svo einfaldlega að rafknúnar samgöngur eru að jafnaði hagkvæmari þegar kaup og rekstur er borin saman við bensín- og dísilbíla. Tæknilega mögulegt En er þetta tæknilega hægt? Aðgerðaráætlun var m.a. unnin í góðu samstarfi við Bílgreinasambandið sem eru samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Sérfræðingar þar töldu enga tæknilega annmarka á því að rafknúin ökutæki, í flokki fólks- og sendibíla, gætu tekið við jarðefnaeldsneytisbílum í starfsemi ríkisins á næstu sex árum. Ef einhverjir bílar henta ekki í dag þá mun það örugglega breytast á næstu sex árum með nýjum tegundum rafbíla. Til að skoða þetta nánar fóru Orkustofnun, Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) í greiningarverkefni á flota stofnunarinnar. HSN var sérstaklega valin sem stofnun sem rekur stóran flota, 40 bíla, sem þurfa að keyra á víðfeðmu svæði á Norðurlandi. Á þessu svæði eru innviðir einna styst á veg komnir á landsvísu og veðurfar er með þeim hætti að glíma þarf við kulda og snjó stóran hluta ársins. Greiningarbúnaður var settur í allar bifreiðar stofnunarinnar og aksturinn skráður nákvæmlega í heilt ár. Kerfið, sem Rafbílastöðin býður upp á, metur svo tæknilega rafbílahæfni hvers ökutækis þ.e. hvort rafbíll geti uppfyllt sömu þjónustu miðað við aksturstölur viðkomandi bensín- eða dísilbifreiðar. Einnig getur kerfið metið fjárhagslegan fýsileika þess að skipta yfir í sambærilegan rafbíl fyrir hvert og eitt ökutæki. Niðurstöður eftir eitt ár voru mjög nákvæmar og ítarlegar en til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að tæknilega var vel mögulegt að skipta öllum bílum út fyrir sambærilegan rafbíl. Þess má geta að veturinn var sá kaldasti á þessari öld. Það kom líka í ljós að það borgaði sig fjárhagslega að skipta í rafbíla fyrir allan flotann þegar kaup og rekstur voru tekin saman. Annað dæmi um krefjandi bifreiðanotkun þar sem rafbílavæðing er hafin er hjá lögreglunni á Vesturlandi. Þar hafa verið teknir í notkun rafbílar sem þurfa að dekka stórt athafnasvæði við erfiðar aðstæður. Rafbílarnir hafa reynst vel og sparað mikinn eldsneytis- og viðhaldskostnað. Bílaleigubílar og leigubílar Ríkið er líka að kaupa heilmikið af samgönguþjónustu í gegnum bílaleigur og leigubíla. Bílaleigur og leigubílafyrirtæki hafa nú komið sér upp dágóðum flota af rafbílum og ekkert því til fyrirstöðu eða festa rækilega í sessi kröfu á ríkisstofnanir og fyrirtæki að rafknúin ökutæki séu ávalt valin þegar slík samgönguþjónusta er keypt. Auðvitað geta komið upp útgildi eins og ef leigja þarf fjallabíl til jöklarannsókna þar sem innviðir eru ekki enn komnir. Það breytir ekki þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta aðkeyptrar samgönguþjónustu er mögulegt að mæta með rafbílum. Áfram gakk Orkuskipti í samgöngum hjá ríkinu eru ekki á neinum byrjunarreit og stór hluti stofnana þegar byrjaður á þessari vegferð. Nú þurfa forstöðumenn ríkisstofnana, ef þeir eru ekki þegar búnir að því, að setja upp orkuskiptaáætlun til 2030 og festa í sessi reglur um kaup á samgönguþjónustu sem tryggir nýtingu á rafknúnum ökutækjum sem nota íslenska og mengunarlausa raforku. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar