Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 15:43 Sonia Sotomayor dómari sagði forsetann vera orðinn konung og yfir lög hafinn í minnihlutaálitinu. AP/Dave Sanders Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020. Málinu var vísað aftur til neðra dómstigs. Dómararnir skiptust sex gegn þremur. John Roberts dómsforseti las upp meirihlutaákvörðunina þar sem segir að forseti njóti friðhelgi í málum sem lúta stjórnarskrárvörðu valdi hans. CNN greinir frá. Sonia Sotomayor, dómari hæstaréttar, kaus gegn meirihlutaákvörðuninni og kom óánægju sinni skýrt á framfæri í minnihlutaálitinu. „Sama hvernig [forsetinn] beitir sínu embættisvaldi verður hann friðhelgur, samkvæmt málflutningi meirihlutans. Ef hann skipar sérsveit sjóhersins að taka stjórnmálaandstæðing af lífi, nýtur hann friðhelgi. Skipuleggur valdarán með hernum til að halda í völd sín, nýtur hann friðhelgi. Þiggur mútur í skiptum fyrir náðun, nýtur hann friðhelgi,“ skrifar Sotomayor. „Því ef hann vissi að hann gæti einn daginn þurft að mæta afleiðingum þess að brjóta lögin, þá væri hann kannski ekki jafndjarfur og óttalaus og við viljum að hann sé. Þau eru skilaboð meirihlutans í dag,“ skrifar hún. Hún segir gagnkvæmt samband forseta og þjóðar rofið og það óafturkræft. Forsetinn sé orðinn konungur sem er yfir lög hafinn. „Jafnvel þó að þessi martraðarútspil verði aldrei að raunveruleika, og ég vona að svo verði aldrei, er skaðinn skeður. Sambands forsetans og þess fólks sem hann þjónar hefur breyst á óafturkræfan hátt. Í öllum embættisstörfum er forsetinn nú konungur og yfir lög hafinn,“ skrifar Sotomayor. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Málinu var vísað aftur til neðra dómstigs. Dómararnir skiptust sex gegn þremur. John Roberts dómsforseti las upp meirihlutaákvörðunina þar sem segir að forseti njóti friðhelgi í málum sem lúta stjórnarskrárvörðu valdi hans. CNN greinir frá. Sonia Sotomayor, dómari hæstaréttar, kaus gegn meirihlutaákvörðuninni og kom óánægju sinni skýrt á framfæri í minnihlutaálitinu. „Sama hvernig [forsetinn] beitir sínu embættisvaldi verður hann friðhelgur, samkvæmt málflutningi meirihlutans. Ef hann skipar sérsveit sjóhersins að taka stjórnmálaandstæðing af lífi, nýtur hann friðhelgi. Skipuleggur valdarán með hernum til að halda í völd sín, nýtur hann friðhelgi. Þiggur mútur í skiptum fyrir náðun, nýtur hann friðhelgi,“ skrifar Sotomayor. „Því ef hann vissi að hann gæti einn daginn þurft að mæta afleiðingum þess að brjóta lögin, þá væri hann kannski ekki jafndjarfur og óttalaus og við viljum að hann sé. Þau eru skilaboð meirihlutans í dag,“ skrifar hún. Hún segir gagnkvæmt samband forseta og þjóðar rofið og það óafturkræft. Forsetinn sé orðinn konungur sem er yfir lög hafinn. „Jafnvel þó að þessi martraðarútspil verði aldrei að raunveruleika, og ég vona að svo verði aldrei, er skaðinn skeður. Sambands forsetans og þess fólks sem hann þjónar hefur breyst á óafturkræfan hátt. Í öllum embættisstörfum er forsetinn nú konungur og yfir lög hafinn,“ skrifar Sotomayor.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira