Tjónvaldurinn tók varla eftir því að hafa rústað bílnum Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 16:42 Einar vill ekki segja til mannsins, hann hafi virkað hinn vænsti í síma né heldur á hvaða bílastæði þetta var. En þarna koma margir bílar og leggja. aðsend Einar Skúlason gönguhrólfur varð fyrir því um daginn að ekið var utan í bílinn hans á dögunum. Önnur hliðin öll rispuð, ekki vitað hver hafði verið að verki og Einar sá fram á meiriháttar fjárútlát við að láta gera við bílinn. Þá hafði samband athugull vegfarandi og það breytti öllu. „Hann hringdi í lögregluna og lögreglan hringdi í mig með hann á línunni og gaf okkur svo samband. Hann útskýrði fyrir mér að hann hefði orðið vitni að því er bíll keyrði utan í bílinn á bílastæði og virtist ekki ætla að gera neitt í því. Hann hafði tekið myndir þar sem sást í bílnúmerið og fékk netfangið mitt í símtalinu og sendi mér svo myndir.“ Einar segir þetta hafa breytt öllu og lýkur upp miklu lofsorði á vegfarandann. Hann náði svo í tjónvaldinn næsta dag og hann kannaðist við þetta, hann hefði nú varla tekið eftir þessu, hafði næstum gleymt því að hafa samband en hann ætlaði að gera það…“ Misskilningur að menn þurfi að greiða þetta úr eigin vasa Einar segir að hann hafi hljómað eins og þetta hvíldi ekki mikið á honum. En að öðru leyti virkaði þetta vænsti maður í símanum. „Sko, hann var haldinn þeim misskilningi að hann þyrfti kannski að borga þetta sjálfur. En það er trygging bílsins hans sem þarf að borga. Hann virtist misskilja þetta. En hann þurfti bara að staðfesta þetta og koma í farveg. Flóknara var það nú ekki.“ Einar segir að kannski missi hann einhverja bónusa af iðgjaldi en það sé ekkert á við það tjón sem Einar hefði þurft að sitja uppi með ef ekki hefði neitt fengist að gert. „Þetta fór í ferli og í tjónskoðun kom í ljós að skipta þarf bæði um fram- og afturhurð og svo er það einhver sprautuvinna að auki. Þannig að tjónið hleypur á hundruðum þúsunda.“ Ótrúlega margir kannast við svipaða sögu Einar ítrekar þakkir sínar til hins góða og athugula vegfaranda. Hann sæti uppi með þetta sjálfur ef ekki hefði komið til hans. Sá hafi tjáð sér að móðir hans hefði einhvern tíma orðið fyrir sambærilegu tjóni á bílnum sínum og þá hefði einhver ókunnugur látið vita. Þannig tókst að finna bílinn sem olli tjóninu. „Hann sagðist hafa haft það í huga þegar hann greip inn í mitt mál. Ég vildi láta vita af þessu góðverki og hvetja öll til að láta sig varða sem gerist í umhverfinu. Það bætir samfélagið fyrir okkur öll,“ segir Einar. Hann setti frásögn af þessu atviki á Facebook-síðu sína og ótrúlega margir hafa þessa sömu sögu að segja þar. „Já, það er leiðinlegt.“ Tryggingar Bílar Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Þá hafði samband athugull vegfarandi og það breytti öllu. „Hann hringdi í lögregluna og lögreglan hringdi í mig með hann á línunni og gaf okkur svo samband. Hann útskýrði fyrir mér að hann hefði orðið vitni að því er bíll keyrði utan í bílinn á bílastæði og virtist ekki ætla að gera neitt í því. Hann hafði tekið myndir þar sem sást í bílnúmerið og fékk netfangið mitt í símtalinu og sendi mér svo myndir.“ Einar segir þetta hafa breytt öllu og lýkur upp miklu lofsorði á vegfarandann. Hann náði svo í tjónvaldinn næsta dag og hann kannaðist við þetta, hann hefði nú varla tekið eftir þessu, hafði næstum gleymt því að hafa samband en hann ætlaði að gera það…“ Misskilningur að menn þurfi að greiða þetta úr eigin vasa Einar segir að hann hafi hljómað eins og þetta hvíldi ekki mikið á honum. En að öðru leyti virkaði þetta vænsti maður í símanum. „Sko, hann var haldinn þeim misskilningi að hann þyrfti kannski að borga þetta sjálfur. En það er trygging bílsins hans sem þarf að borga. Hann virtist misskilja þetta. En hann þurfti bara að staðfesta þetta og koma í farveg. Flóknara var það nú ekki.“ Einar segir að kannski missi hann einhverja bónusa af iðgjaldi en það sé ekkert á við það tjón sem Einar hefði þurft að sitja uppi með ef ekki hefði neitt fengist að gert. „Þetta fór í ferli og í tjónskoðun kom í ljós að skipta þarf bæði um fram- og afturhurð og svo er það einhver sprautuvinna að auki. Þannig að tjónið hleypur á hundruðum þúsunda.“ Ótrúlega margir kannast við svipaða sögu Einar ítrekar þakkir sínar til hins góða og athugula vegfaranda. Hann sæti uppi með þetta sjálfur ef ekki hefði komið til hans. Sá hafi tjáð sér að móðir hans hefði einhvern tíma orðið fyrir sambærilegu tjóni á bílnum sínum og þá hefði einhver ókunnugur látið vita. Þannig tókst að finna bílinn sem olli tjóninu. „Hann sagðist hafa haft það í huga þegar hann greip inn í mitt mál. Ég vildi láta vita af þessu góðverki og hvetja öll til að láta sig varða sem gerist í umhverfinu. Það bætir samfélagið fyrir okkur öll,“ segir Einar. Hann setti frásögn af þessu atviki á Facebook-síðu sína og ótrúlega margir hafa þessa sömu sögu að segja þar. „Já, það er leiðinlegt.“
Tryggingar Bílar Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira