„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hugmynd um þetta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 23:04 Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík. Íbúar á Völlunum eru margir hverjir ósáttir með óvissuna sem þeir telja ríkja um áhrif framkvæmdarinnar á náttúruna í kring. vísir/vilhelm Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Við teljum ótækt að slíkar tilraunir og starfsemi fari fram svo nærri íbúabyggð og skorum á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hverfa frá áætlunum, eða í það minnsta leggja ákvörðunina um áframhaldandi verkefni í hendur bæjarbúa með íbúakosningu.“ Óvissuþættir ekki réttlætanlegir „Við erum að leiða saman hesta okkar til að styrkja mótmælin. Verkefnið er miklu stærra en ég hafði áttað mig á. Þetta verður mjög nálægt byggð þegar fram líða stundir. Maður setur spurningamerki við margt þegar maður fer að kynna sér þetta meira,“ segir Ragnar Þór Reynisson ábyrgðarmaður listans og nefnir ýmislegt: „Þetta getur haft áhrif á grunnvatnsstöðuna sem getur hækkað við byggð og lækkað annars staðar. Við sjáum grunnvatnsrennslið til sjávar, þar sem þeir virðast ætla að taka mikið magn af vatni til að dæla í jörðina. Það virðist ekki eiga að skila sér aftur sem hefur áhrif á sjávarseltuna og hita sjávar við land. Þetta eru ákveðnir óvissuþættir sem okkur finnst ekki réttlætanlegt að óvissa ríki um, þegar náttúran er í húfi.“ Hann kallar því eftir meira samtali við íbúa og helst íbúakosningu. Ekki búið að sjá fyrir fjármögnun „Þetta var kynnt fyrir nokkru síðan og þetta fer í kynningarferli og boðað til fundar og íbúum boðið að vera með. En það er bara brotabrot af fólki sem var meðvitað um hvað væri í gangi. Það er enn þá að birtast fólk sem vissi ekki af þessu en býr hér á Völlunum. Hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Ragnar Þór og bætir við að Facebook hópur, sem hefur það markmið að mótmæla staðsetningu framkvæmda, hafi vaxið á ógnarhraða. „Það var þess vegna sem við ákváðum að framlengja í undirskriftarsöfnun, af því þetta er að dreifast hratt út. Eins og staðan er í dag er þetta í umsagnarferli og fer síðan til Skipulagsstofnunar. Höfn og geymslusvæði, til að standa undir þessu, er í ferli líka en það er ekki búið að sjá fyrir fjármögnun.“ Ragnar Þór segir að á upplýsingafundi íbúa hafi verið mikill áhugi og hiti í salnum. Til standi að halda annan sambærilegan fund á næstunni. Segja áhrif harla ólíkleg Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix sögðu í samtali við Vísi í júní að það væri fullur skilningur á því að verkefnið veki upp spurningar og áhyggjur. „Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“ sögðu þær en sögðu harla ólíklegt að framkvæmdin hefði áhrif á grunnvatn og náttúru og dýralíf. Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd. Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Við teljum ótækt að slíkar tilraunir og starfsemi fari fram svo nærri íbúabyggð og skorum á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hverfa frá áætlunum, eða í það minnsta leggja ákvörðunina um áframhaldandi verkefni í hendur bæjarbúa með íbúakosningu.“ Óvissuþættir ekki réttlætanlegir „Við erum að leiða saman hesta okkar til að styrkja mótmælin. Verkefnið er miklu stærra en ég hafði áttað mig á. Þetta verður mjög nálægt byggð þegar fram líða stundir. Maður setur spurningamerki við margt þegar maður fer að kynna sér þetta meira,“ segir Ragnar Þór Reynisson ábyrgðarmaður listans og nefnir ýmislegt: „Þetta getur haft áhrif á grunnvatnsstöðuna sem getur hækkað við byggð og lækkað annars staðar. Við sjáum grunnvatnsrennslið til sjávar, þar sem þeir virðast ætla að taka mikið magn af vatni til að dæla í jörðina. Það virðist ekki eiga að skila sér aftur sem hefur áhrif á sjávarseltuna og hita sjávar við land. Þetta eru ákveðnir óvissuþættir sem okkur finnst ekki réttlætanlegt að óvissa ríki um, þegar náttúran er í húfi.“ Hann kallar því eftir meira samtali við íbúa og helst íbúakosningu. Ekki búið að sjá fyrir fjármögnun „Þetta var kynnt fyrir nokkru síðan og þetta fer í kynningarferli og boðað til fundar og íbúum boðið að vera með. En það er bara brotabrot af fólki sem var meðvitað um hvað væri í gangi. Það er enn þá að birtast fólk sem vissi ekki af þessu en býr hér á Völlunum. Hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Ragnar Þór og bætir við að Facebook hópur, sem hefur það markmið að mótmæla staðsetningu framkvæmda, hafi vaxið á ógnarhraða. „Það var þess vegna sem við ákváðum að framlengja í undirskriftarsöfnun, af því þetta er að dreifast hratt út. Eins og staðan er í dag er þetta í umsagnarferli og fer síðan til Skipulagsstofnunar. Höfn og geymslusvæði, til að standa undir þessu, er í ferli líka en það er ekki búið að sjá fyrir fjármögnun.“ Ragnar Þór segir að á upplýsingafundi íbúa hafi verið mikill áhugi og hiti í salnum. Til standi að halda annan sambærilegan fund á næstunni. Segja áhrif harla ólíkleg Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix sögðu í samtali við Vísi í júní að það væri fullur skilningur á því að verkefnið veki upp spurningar og áhyggjur. „Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“ sögðu þær en sögðu harla ólíklegt að framkvæmdin hefði áhrif á grunnvatn og náttúru og dýralíf. Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd.
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent