Uppbygging almannahagsmuna á Íslandi Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 2. júlí 2024 07:31 Þá er ég loksins búinn að klára skiptin úr Arion banka í ríkisbankann Íslandsbanka og ég vill endilega hvetja fólk til þess að sniðganga Arion banka. Ástæður skiptanna voru þrjár. Fyrsta ástæðan eru tengsl bankans við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem er allt í öllu í íslenskum viðskiptum og hefur lýst yfir stuðningi við þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum í Gaza sem telur dráp á um 14 þúsund palestínskum börnum og allt í allt um 35 þúsund manns á aðeins nokkrum undanförnum mánuðum. Önnur ástæðan er sú að Arion banki er einkarekinn banki með rætur í bandarískum kapítalisma. Hagnaður Arion banka eflir ekki íslenskt samfélag heldur færist hann yfir til eigenda bankans og færir þannig í raun úr landi þjóðararðinn sem myndi skapast ef við héldum öllum bankarekstri í eigu ríkisins, sem sé sameign almennings. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í bankanum og stærsti íslenski hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með tæp 10%. Það er ljóst að 10% hlutur er ekki til þess fallinn að afnema kapítalíska menningu bankans en slíkt afnám er að mínu mati nauðsynlegt til þess að breyta Íslandi úr okursamfélagi í velferðarsamfélag þar sem uppbygging samfélagsins er í forgangi. Þriðja ástæðan byggir að nokkru á ástæðu númer 2. Arion banki hefur á þessu ári skipað sér sess sem lykilaðili í okri á leigumarkaðnum. Leigumiðlunin Igloo er á vegum Arion banka og á hverjum degi er að finna auglýsingar á leiguíbúðum þar sem verðin eru ótrúlega há og mun hærri heldur en hið háa verð sem við höfum vanist á undanförnum árum á leigumarkaðnum. Fjölmargir hafa fært sig yfir til Indó en ég persónulega mæli gegn því af sömu ástæðum og ég mæli gegn Arion banka. Indó er einkafyrirtæki sem er m.a. í eigu fjárfestingarfélaga sem munu að sjálfsögðu gera kröfu um arðsemi og arðgreiðslur, ef ekki strax þá fljótlega. Í samhenginu við leigumarkaðinn vill ég hvet ég alla á leigumarkaðnum til þess að skrá sig á lista hjá Bjargi íbúðafélagi verkalýðsfélaganna í landinu. Þar er leiguverð langt undir venjulegu verði á almenna markaðnum og hvað þá í samanburði við leiguíbúðirnar sem Arion banki auglýsir. Á Íslandi eru fjölmargir aðilar sem líta hornauga á svona skilaboð og ég vill gjarnan hvetja fólk til þess að hlusta ekki á áróður atvinnulífsins sem alltaf vill segja okkur að við höfum ekkert um málin að segja, við eigum bara að borga það verð sem okkur er sett. En við getum tekið ákvörðun um að taka völdin í okkar hendur, lýðræði en ekki auðræði á Íslandi öðlumst við með ákveðni fyrir hagsmunum almennings en ekki fyrirtækja sem greiða sér arð ofan á laun, eitthvað sem almenningur fær ekki. Slík ákvörðun gæti t.d. falist í því að gera kröfu um lagabreytingar sem banna arðgreiðslur einkafyrirtækja, létta á með minni fyrirtækjum sem eru rekin með tapi og gera kröfu um að einkafyrirtæki sem sýna fram á hæfni til hagnaðar leggi sig fram fyrir samfélagið og til uppbyggingar þess. Þessa hugmynd um fyrirtækjarekstur á Íslandi getum við tekið upp ef við höfum áhuga á slíku, burtséð frá því hversu margir segja okkur að við getum ekki gert þetta eða annað. Í slíkum málflutningi felast þau skilaboð að við eigum bara að sætta okkur við að vera undir hæl ríka fólksins og persónulega er ég tilbúinn til að vinna gegn þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku samfélagi. En þú? Höfundur er klínískur starfsmaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfinu sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Arion banki Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þá er ég loksins búinn að klára skiptin úr Arion banka í ríkisbankann Íslandsbanka og ég vill endilega hvetja fólk til þess að sniðganga Arion banka. Ástæður skiptanna voru þrjár. Fyrsta ástæðan eru tengsl bankans við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem er allt í öllu í íslenskum viðskiptum og hefur lýst yfir stuðningi við þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum í Gaza sem telur dráp á um 14 þúsund palestínskum börnum og allt í allt um 35 þúsund manns á aðeins nokkrum undanförnum mánuðum. Önnur ástæðan er sú að Arion banki er einkarekinn banki með rætur í bandarískum kapítalisma. Hagnaður Arion banka eflir ekki íslenskt samfélag heldur færist hann yfir til eigenda bankans og færir þannig í raun úr landi þjóðararðinn sem myndi skapast ef við héldum öllum bankarekstri í eigu ríkisins, sem sé sameign almennings. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í bankanum og stærsti íslenski hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með tæp 10%. Það er ljóst að 10% hlutur er ekki til þess fallinn að afnema kapítalíska menningu bankans en slíkt afnám er að mínu mati nauðsynlegt til þess að breyta Íslandi úr okursamfélagi í velferðarsamfélag þar sem uppbygging samfélagsins er í forgangi. Þriðja ástæðan byggir að nokkru á ástæðu númer 2. Arion banki hefur á þessu ári skipað sér sess sem lykilaðili í okri á leigumarkaðnum. Leigumiðlunin Igloo er á vegum Arion banka og á hverjum degi er að finna auglýsingar á leiguíbúðum þar sem verðin eru ótrúlega há og mun hærri heldur en hið háa verð sem við höfum vanist á undanförnum árum á leigumarkaðnum. Fjölmargir hafa fært sig yfir til Indó en ég persónulega mæli gegn því af sömu ástæðum og ég mæli gegn Arion banka. Indó er einkafyrirtæki sem er m.a. í eigu fjárfestingarfélaga sem munu að sjálfsögðu gera kröfu um arðsemi og arðgreiðslur, ef ekki strax þá fljótlega. Í samhenginu við leigumarkaðinn vill ég hvet ég alla á leigumarkaðnum til þess að skrá sig á lista hjá Bjargi íbúðafélagi verkalýðsfélaganna í landinu. Þar er leiguverð langt undir venjulegu verði á almenna markaðnum og hvað þá í samanburði við leiguíbúðirnar sem Arion banki auglýsir. Á Íslandi eru fjölmargir aðilar sem líta hornauga á svona skilaboð og ég vill gjarnan hvetja fólk til þess að hlusta ekki á áróður atvinnulífsins sem alltaf vill segja okkur að við höfum ekkert um málin að segja, við eigum bara að borga það verð sem okkur er sett. En við getum tekið ákvörðun um að taka völdin í okkar hendur, lýðræði en ekki auðræði á Íslandi öðlumst við með ákveðni fyrir hagsmunum almennings en ekki fyrirtækja sem greiða sér arð ofan á laun, eitthvað sem almenningur fær ekki. Slík ákvörðun gæti t.d. falist í því að gera kröfu um lagabreytingar sem banna arðgreiðslur einkafyrirtækja, létta á með minni fyrirtækjum sem eru rekin með tapi og gera kröfu um að einkafyrirtæki sem sýna fram á hæfni til hagnaðar leggi sig fram fyrir samfélagið og til uppbyggingar þess. Þessa hugmynd um fyrirtækjarekstur á Íslandi getum við tekið upp ef við höfum áhuga á slíku, burtséð frá því hversu margir segja okkur að við getum ekki gert þetta eða annað. Í slíkum málflutningi felast þau skilaboð að við eigum bara að sætta okkur við að vera undir hæl ríka fólksins og persónulega er ég tilbúinn til að vinna gegn þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku samfélagi. En þú? Höfundur er klínískur starfsmaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfinu sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun