Faglært starfsfólk og eftirlit skorti í búsetuúrræðum fyrir börn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júlí 2024 09:00 Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis, segir eftirlit og faglært starfsfólk skorta hjá tveimur einkareknum búsetuúrræðum fyrir börn. Vilhelm/Vinakot Eftirlit umboðsmanns Alþingis með Klettabæ og Vinakoti, einkarekin búsetuúrræði fyrir börn, leiddi í ljós að fagfólk hefur takmarkaða aðkomu að umönnun barna sem fá þar þjónustu frá degi til dags. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis sem byggir á tveimur skýrslum sem voru gerðar um starfsemi Klettabæs og Vinakots. Ábendingar og tilmæli umboðsmanns til Klettabæ, Vinakots og stjórnvalda eru um margt þau sömu í skýrslunum tveimur. Lúta þau m.a. að því að það skorti umgjörð og eftirlit af hálfu sveitarfélaga með starfseminni og aðkomu fagfólks að umönnun barnanna sem eru á aldrinum þrettán til átján ára. Þurfi að tryggja réttindi barnanna Umboðsmaður vísar til laga, reglna og fjölþjóðlega viðmiða sem leggja áherslu á menntun, þjálfun og færni þeirra sem starfa með börnum sem eru vistuð utan heimilis eða eru með þroska- og geðraskanir. „Huga verði að því hvort þau fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og leita leiða til að tryggja að faglærðir starfsmenn annist börnin a.m.k. hluta úr degi auk þess að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður ítrekar jafnframt að tryggja þurfi bæði innra eftirlit og aðhald hlutaðeigandi sveitarfélaga með einkareknu stöðunum. Að auki þarf að fullnægja upplýsingagjöf til barnanna um réttindi þeirra er varða kvörtunar-, kæru- og málskotsleiðir og tiltæka réttindagæslu. Gefur ráðherrum verkefni Umboðsmaður minnir þá á meginregluna um sjálfsákvörðunarrétt barna um persónuleg málefni. Ganga eigi út frá því þótt sá réttur geti sætt vissum takmörkum vegna öryggis og velferðar barnanna sjálfra. Þá vísar umboðsmaður því til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, að tryggja að þvingunarráðstafanir gagnvart börnum á heimilum og stofnunum sé búin viðhlítandi lagaumgjörð. Því er einnig beint til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að meta sérstaklega hvort réttaröyggi barna með fötlun sé nægilega tryggt að þessu leyti. Gæta þurfi að öryggi barna „Gagnvart Klettabæ er mælst til þess að kortlagt verði hvaða athafnir og ákvarðanir feli í sér þvingun eða nauðung í skilningi barnaverndarlaga og laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Þá þurfi að vega og meta vægi öryggissjónarmiða gagnvart skaðsemi félagslegrar einangrunar, sem sé töluverð, og eftir atvikum endurskoða núverandi fyrirkomulag m.t.t. slíks hagsmunamats.“ Varðandi Vinakot er bent á að gæta þurfi öryggi bæði barna og starfsmanna. Vísar umboðsmaður þá til þess að í sumum tilvikum hefur þar aðeins verið gert ráð fyrir einum starfsmanni á vakt, jafnvel óreyndum, og í einhverjum tilvikum karlmanni með stúlku. Umboðsmaður Alþingis Barnavernd Réttindi barna Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis sem byggir á tveimur skýrslum sem voru gerðar um starfsemi Klettabæs og Vinakots. Ábendingar og tilmæli umboðsmanns til Klettabæ, Vinakots og stjórnvalda eru um margt þau sömu í skýrslunum tveimur. Lúta þau m.a. að því að það skorti umgjörð og eftirlit af hálfu sveitarfélaga með starfseminni og aðkomu fagfólks að umönnun barnanna sem eru á aldrinum þrettán til átján ára. Þurfi að tryggja réttindi barnanna Umboðsmaður vísar til laga, reglna og fjölþjóðlega viðmiða sem leggja áherslu á menntun, þjálfun og færni þeirra sem starfa með börnum sem eru vistuð utan heimilis eða eru með þroska- og geðraskanir. „Huga verði að því hvort þau fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og leita leiða til að tryggja að faglærðir starfsmenn annist börnin a.m.k. hluta úr degi auk þess að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður ítrekar jafnframt að tryggja þurfi bæði innra eftirlit og aðhald hlutaðeigandi sveitarfélaga með einkareknu stöðunum. Að auki þarf að fullnægja upplýsingagjöf til barnanna um réttindi þeirra er varða kvörtunar-, kæru- og málskotsleiðir og tiltæka réttindagæslu. Gefur ráðherrum verkefni Umboðsmaður minnir þá á meginregluna um sjálfsákvörðunarrétt barna um persónuleg málefni. Ganga eigi út frá því þótt sá réttur geti sætt vissum takmörkum vegna öryggis og velferðar barnanna sjálfra. Þá vísar umboðsmaður því til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, að tryggja að þvingunarráðstafanir gagnvart börnum á heimilum og stofnunum sé búin viðhlítandi lagaumgjörð. Því er einnig beint til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að meta sérstaklega hvort réttaröyggi barna með fötlun sé nægilega tryggt að þessu leyti. Gæta þurfi að öryggi barna „Gagnvart Klettabæ er mælst til þess að kortlagt verði hvaða athafnir og ákvarðanir feli í sér þvingun eða nauðung í skilningi barnaverndarlaga og laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Þá þurfi að vega og meta vægi öryggissjónarmiða gagnvart skaðsemi félagslegrar einangrunar, sem sé töluverð, og eftir atvikum endurskoða núverandi fyrirkomulag m.t.t. slíks hagsmunamats.“ Varðandi Vinakot er bent á að gæta þurfi öryggi bæði barna og starfsmanna. Vísar umboðsmaður þá til þess að í sumum tilvikum hefur þar aðeins verið gert ráð fyrir einum starfsmanni á vakt, jafnvel óreyndum, og í einhverjum tilvikum karlmanni með stúlku.
Umboðsmaður Alþingis Barnavernd Réttindi barna Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira