Marta fer til Parísar en hættir landsliðsstörfum eftir sjöttu Ólympíuleikana Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júlí 2024 16:01 Marta hefur sex sinnum verið valin besta knattspyrnukona heims og tekur þátt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í sumar. Chico Peixoto/Eurasia Sport Images/Getty Images Brasilíska knattspyrnukonan Marta sem af mörgum er talin sú besta allra tíma mun taka þátt á sínum sjöttu Ólympíuleikum í sumar og hætta landsliðsstörfum í kjölfarið. „Hún er besti fótboltakona allra tíma og gefur liðinu mikinn kraft. Hún er að spila vel og á skilið að vera á listanum,“ sagði Arthur Elias, þjálfari Brasilíu þegar landsliðshópurinn var kynntur í gær. Marta leikur með Orlando City í NWSL deildinni Bandaríkjunum og er kominn fram yfir sitt besta. Hún er gangandi goðsögn á vellinum, hefur sex sinnum verið valin besta knattspyrnukona heims, tekið þátt á sex heimsmeistaramótum og er markahæsti leikmaður HM bæði karla og kvenna megin með 17 mörk í 23 leikjum, þrátt fyrir að hafa aldrei unnið keppnina. Hún hefur tvívegis leikið til úrslita á ÓL, í Aþenu 2004 og Beijing 2008 en tapað gegn Bandaríkjunum í bæði skipti. Marta tilkynnti það í apríl að hún ætlaði að hætta landsliðsstörfum en hefur greinilega skipt um skoðun og ákveðið að freista þess að vinna gullið í sumar. Prazer, @JogosOlimpicos! Estamos prontas. Chegou a hora. Mais um capítulo da nossa história sendo escrito. Com vocês, o elenco de atletas que irão representar com muito orgulho a #SeleçãoFeminina! 🇧🇷 pic.twitter.com/YS3RPhLDyR— Seleção Feminina de Futebol (@SelecaoFeminina) July 2, 2024 Landsliðshópur Brasilíu Markmenn: Lorena (Gremio), Taina (America Mineiro), Luciana (Ferroviaria) Varnarmenn: Tarciane (Houston Dash), Rafaelle (Orlando Pride), Thais Ferreira (UD Tenerife), Yasmim (Corinthians), Tamires (Corinthians), Antonia (Levante), Lauren (Kansas City Current) Miðjumenn: Duda Sampaio (Corinthians), Vitoria Yaya (Corinthians), Ana Vitoria (Atletico Madrid), Angelina (Orlando Pride) Framherjar: Ludmila (Atletico Madrid), Marta (Orlando Pride), Jheniffer (Corinthians), Gabi Nunes (Levante), Kerolin (North Carolina Courage), Adriana (Orlando Pride), Gabi Porthilo (Corinthians), Priscila (Internacional) Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
„Hún er besti fótboltakona allra tíma og gefur liðinu mikinn kraft. Hún er að spila vel og á skilið að vera á listanum,“ sagði Arthur Elias, þjálfari Brasilíu þegar landsliðshópurinn var kynntur í gær. Marta leikur með Orlando City í NWSL deildinni Bandaríkjunum og er kominn fram yfir sitt besta. Hún er gangandi goðsögn á vellinum, hefur sex sinnum verið valin besta knattspyrnukona heims, tekið þátt á sex heimsmeistaramótum og er markahæsti leikmaður HM bæði karla og kvenna megin með 17 mörk í 23 leikjum, þrátt fyrir að hafa aldrei unnið keppnina. Hún hefur tvívegis leikið til úrslita á ÓL, í Aþenu 2004 og Beijing 2008 en tapað gegn Bandaríkjunum í bæði skipti. Marta tilkynnti það í apríl að hún ætlaði að hætta landsliðsstörfum en hefur greinilega skipt um skoðun og ákveðið að freista þess að vinna gullið í sumar. Prazer, @JogosOlimpicos! Estamos prontas. Chegou a hora. Mais um capítulo da nossa história sendo escrito. Com vocês, o elenco de atletas que irão representar com muito orgulho a #SeleçãoFeminina! 🇧🇷 pic.twitter.com/YS3RPhLDyR— Seleção Feminina de Futebol (@SelecaoFeminina) July 2, 2024 Landsliðshópur Brasilíu Markmenn: Lorena (Gremio), Taina (America Mineiro), Luciana (Ferroviaria) Varnarmenn: Tarciane (Houston Dash), Rafaelle (Orlando Pride), Thais Ferreira (UD Tenerife), Yasmim (Corinthians), Tamires (Corinthians), Antonia (Levante), Lauren (Kansas City Current) Miðjumenn: Duda Sampaio (Corinthians), Vitoria Yaya (Corinthians), Ana Vitoria (Atletico Madrid), Angelina (Orlando Pride) Framherjar: Ludmila (Atletico Madrid), Marta (Orlando Pride), Jheniffer (Corinthians), Gabi Nunes (Levante), Kerolin (North Carolina Courage), Adriana (Orlando Pride), Gabi Porthilo (Corinthians), Priscila (Internacional)
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira