„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Ritstjórn skrifar 3. júlí 2024 14:30 Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. Annar mannanna, sem var stunginn í andlitið, segir að fyrir árásina hafi Mohamad hótað honum og fjölskyldu hans lífláti ítrekað. Vegna þessa hafi fjölskylda hans flutt frá Íslandi til Dubai áður en árásin átti sér stað. Hann og fjölskylda hans hafi gripið til þess ráðs eftir að Mohamad braut rúðu á bílnum hans. „Þetta er stórhættulegt vandamál,“ sagði maðurinn fyrir dómi í morgun þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. „Ég var alltaf tilbúinn í huganum, hvenær sem er. Kourani kemur annað hvort heim til mín eða eitthvert annað til að ráðast á mig.“ Maðurinn, sem vinnur í OK Market, segir að hann og samstarfsfélagi hans, sem varð einnig fyrir árásinni, hafi staðið við afgreiðsluborðið þegar Mohamad hafi komið í verslunina. Hann hafi spurt manninn hvers vegna hann væri ekki að svara skilaboðunum sínum og síðan ráðist á þá. Að sögn mannsins var hann sjálfur heppinn að vera með skæri við hönd, sem hann gat gripið til svo hann gæti varist árásinni. Hann var stunginn í andlitið, en fyrir dómi útskýrði hann að hnífsoddurinn væri enn í andlitinu á honum. Hann sýndi röntgenmynd á símanum sínum því til stuðnings og sagðist ætla að láta fjarlægja oddinn bráðlega. Maðurinn sagði að eftir atvikið hafi Mohamad haldið áfram að senda hótanir í tölvupósti úr fangelsi. Hann segist ekki upplifa sama öryggi og áður þegar hann vinnur í versluninni. Þá segist hann óttast að Mohamad verði aftur frjáls maður. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Málið mjög þungbært Hinn maðurinn sem varð fyrir árásinni gaf einnig skýrslu fyrir dómi í morgun. Hann sagði málið hafa haft þungbær áhrif fyrir sig, og honum þætti erfitt að mæta fyrir dóminn. „Núna er allt neikvætt fyrir framan mig. Ég hef aldrei orðið fyrir svoleiðis áður,“ sagði hann. „Strákurinn minn er alltaf að spyrja hvort þessi eða hinn sé ógnandi maðurinn sem réðst á mig.“ „Óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu“ Mohamad Kourani er ekki bara ákærður fyrir árásina í OK Market heldur varðar dómsmálið líka ákærur er varða brot gegn lögregluþjónum og fangavörðum. Hann er til að mynda ákærður fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti. Sá lögreglumaður gaf vitni fyrir dómi í morgun. Að sögn lögreglumannsins sagði Muhamad ítrekað: „I will kill you and your family,“ eða „Ég mun drepa þig og fjölskyldu þína.“ „Þetta er mjög óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu. Ég tók þess vegna þessum hótunum alvarlega,“ sagði lögreglumaðurinn. Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10 Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Annar mannanna, sem var stunginn í andlitið, segir að fyrir árásina hafi Mohamad hótað honum og fjölskyldu hans lífláti ítrekað. Vegna þessa hafi fjölskylda hans flutt frá Íslandi til Dubai áður en árásin átti sér stað. Hann og fjölskylda hans hafi gripið til þess ráðs eftir að Mohamad braut rúðu á bílnum hans. „Þetta er stórhættulegt vandamál,“ sagði maðurinn fyrir dómi í morgun þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. „Ég var alltaf tilbúinn í huganum, hvenær sem er. Kourani kemur annað hvort heim til mín eða eitthvert annað til að ráðast á mig.“ Maðurinn, sem vinnur í OK Market, segir að hann og samstarfsfélagi hans, sem varð einnig fyrir árásinni, hafi staðið við afgreiðsluborðið þegar Mohamad hafi komið í verslunina. Hann hafi spurt manninn hvers vegna hann væri ekki að svara skilaboðunum sínum og síðan ráðist á þá. Að sögn mannsins var hann sjálfur heppinn að vera með skæri við hönd, sem hann gat gripið til svo hann gæti varist árásinni. Hann var stunginn í andlitið, en fyrir dómi útskýrði hann að hnífsoddurinn væri enn í andlitinu á honum. Hann sýndi röntgenmynd á símanum sínum því til stuðnings og sagðist ætla að láta fjarlægja oddinn bráðlega. Maðurinn sagði að eftir atvikið hafi Mohamad haldið áfram að senda hótanir í tölvupósti úr fangelsi. Hann segist ekki upplifa sama öryggi og áður þegar hann vinnur í versluninni. Þá segist hann óttast að Mohamad verði aftur frjáls maður. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Málið mjög þungbært Hinn maðurinn sem varð fyrir árásinni gaf einnig skýrslu fyrir dómi í morgun. Hann sagði málið hafa haft þungbær áhrif fyrir sig, og honum þætti erfitt að mæta fyrir dóminn. „Núna er allt neikvætt fyrir framan mig. Ég hef aldrei orðið fyrir svoleiðis áður,“ sagði hann. „Strákurinn minn er alltaf að spyrja hvort þessi eða hinn sé ógnandi maðurinn sem réðst á mig.“ „Óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu“ Mohamad Kourani er ekki bara ákærður fyrir árásina í OK Market heldur varðar dómsmálið líka ákærur er varða brot gegn lögregluþjónum og fangavörðum. Hann er til að mynda ákærður fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti. Sá lögreglumaður gaf vitni fyrir dómi í morgun. Að sögn lögreglumannsins sagði Muhamad ítrekað: „I will kill you and your family,“ eða „Ég mun drepa þig og fjölskyldu þína.“ „Þetta er mjög óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu. Ég tók þess vegna þessum hótunum alvarlega,“ sagði lögreglumaðurinn.
Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10 Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20
Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57