Lagabreytingin vegi að eldri borgurum og öryrkjum erlendis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 17:11 Inga Sæland segir lagabreytinguna, sem kveður á um að Íslendingar erlendis þurfi nú að sækja sérstaklega um að nota persónuafsláttinn, ómaklega aðför að eldri borgurum og öryrkjum. Vísir/Arnar Ingu Sæland þingmanni Flokks fólksins hugnast illa „verulega ljót“ lagabreyting sem tekur gildi um áramótin. Lagabreytingin kveður á um að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og fá meira en 75 prósent tekna sinna frá tryggingastofnun, þurfi að sækja sérstaklega um að fá persónuafsláttinn sinn. Inga segir ómaklega vegið að eldri borgurum og öryrkjum. Inga segir að lagabreytingin sé hluti af aðför stjórnvalda að fólki sem er á framfæri tryggingastofnunnar. Eldri borgarar og öryrkjar séu margir hverjir ekki mjög tæknivæddir, og kunni ekki á síður eins og island.is, og hafi ekki bolmagn til að sækja um svona hluti. „Það er allt gert til að gera þau ósjálfbjarga,“ segir Inga. Megum ekki gleyma okkur í tæknivæðingunni „Við erum að gleyma okkur í því að tæknivæðast. Við verðum að muna það, að það eru 60 þúsund manns á landinu sem eru ekki eins tæknivædd og við flest,“ segir Inga. Hún tekur móður sína sem dæmi, en hún segir að hún þurfi að sækja um alls konar þjónustu eins og ferðaþjónustu eldra fólks, í gegnum síður eins og island.is. Þetta geti hún ekki gert sjálf. „Ef ég nefni það að hún geti fengið svona auðkennislykil, fær hún kvíðakast og vill ekki tala um það,“ segir Inga um móður sína, en að hún sé algjörlega sjálfbjarga að öðru leyti. Sjálfstæðismenn sjái svindlara í hverju horni Inga segir að markmið lagabreytingarinnar sé að koma í veg fyrir að fólk misnoti kerfið. „Ástæðan er sú að þau halda að einhverjir kampavínskóngar standi með staupið á golfvelli og séu að svindla á kerfinu, með tvöfaldan persónuafslátt,“ segir Inga. Fjölmargir Íslendingar hafa kosið að verja efri árum sínum á Spáni. Þar eru dagleg útgjöld talsvert ódýrari en á Íslandi, og veður með betra móti.Getty Þetta eigi þó alls ekki við um íslenska eldri borgara og öryrkja sem búi erlendis. Þau séu fólk sem jafnan eru að flýja fátækt að heiman, og vilji búa þar sem þau geta lifað á lífeyrinum. Þau komi svo oft heim á sumrin.„Þarna voru aðilar frá Sjálfstæðisflokknum hlaupandi á milli, að telja okkar fólki trú um það að fullt af fólki sé að svindla á kerfinu. Þau hafa alltaf haft þá tilfinningu um okkur öryrkja, það eru allir að svindla, þeir sjá alltaf svindl í hverju horni,“ segir Inga. Á von á skýrslu 1. nóvember Inga segir að hún eigi von á skýrslu frá fjármálaráðherra 1. nóvember um það hvaða afleiðingar þessi breyting komi til með að hafa. Fjármálaráðherra hafi lofað því að lögin tækju ekki gildi, ef í ljós kemur að löggjöfin kæmi eins illa út og Inga hefur haldið fram. „En ég veit náttúrulega hvernig sú úttekt verður gerð, það er engin óhlutdrægni í einu eða neinu, úttektin verður bara í takt við það sem þau vilja meina,“ segir Inga. Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Inga segir að lagabreytingin sé hluti af aðför stjórnvalda að fólki sem er á framfæri tryggingastofnunnar. Eldri borgarar og öryrkjar séu margir hverjir ekki mjög tæknivæddir, og kunni ekki á síður eins og island.is, og hafi ekki bolmagn til að sækja um svona hluti. „Það er allt gert til að gera þau ósjálfbjarga,“ segir Inga. Megum ekki gleyma okkur í tæknivæðingunni „Við erum að gleyma okkur í því að tæknivæðast. Við verðum að muna það, að það eru 60 þúsund manns á landinu sem eru ekki eins tæknivædd og við flest,“ segir Inga. Hún tekur móður sína sem dæmi, en hún segir að hún þurfi að sækja um alls konar þjónustu eins og ferðaþjónustu eldra fólks, í gegnum síður eins og island.is. Þetta geti hún ekki gert sjálf. „Ef ég nefni það að hún geti fengið svona auðkennislykil, fær hún kvíðakast og vill ekki tala um það,“ segir Inga um móður sína, en að hún sé algjörlega sjálfbjarga að öðru leyti. Sjálfstæðismenn sjái svindlara í hverju horni Inga segir að markmið lagabreytingarinnar sé að koma í veg fyrir að fólk misnoti kerfið. „Ástæðan er sú að þau halda að einhverjir kampavínskóngar standi með staupið á golfvelli og séu að svindla á kerfinu, með tvöfaldan persónuafslátt,“ segir Inga. Fjölmargir Íslendingar hafa kosið að verja efri árum sínum á Spáni. Þar eru dagleg útgjöld talsvert ódýrari en á Íslandi, og veður með betra móti.Getty Þetta eigi þó alls ekki við um íslenska eldri borgara og öryrkja sem búi erlendis. Þau séu fólk sem jafnan eru að flýja fátækt að heiman, og vilji búa þar sem þau geta lifað á lífeyrinum. Þau komi svo oft heim á sumrin.„Þarna voru aðilar frá Sjálfstæðisflokknum hlaupandi á milli, að telja okkar fólki trú um það að fullt af fólki sé að svindla á kerfinu. Þau hafa alltaf haft þá tilfinningu um okkur öryrkja, það eru allir að svindla, þeir sjá alltaf svindl í hverju horni,“ segir Inga. Á von á skýrslu 1. nóvember Inga segir að hún eigi von á skýrslu frá fjármálaráðherra 1. nóvember um það hvaða afleiðingar þessi breyting komi til með að hafa. Fjármálaráðherra hafi lofað því að lögin tækju ekki gildi, ef í ljós kemur að löggjöfin kæmi eins illa út og Inga hefur haldið fram. „En ég veit náttúrulega hvernig sú úttekt verður gerð, það er engin óhlutdrægni í einu eða neinu, úttektin verður bara í takt við það sem þau vilja meina,“ segir Inga.
Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira