Strámaðurinn mikli Kristján Hreinsson skrifar 3. júlí 2024 16:01 Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. Í rökræðum á strámaðurinn ekki viðreisnar von. Hann er gjarnan vakinn til lífs þegar menn standa ráðþrota gagnvart rökum. Líkt og önnur falsrök, er strámaðurinn nýttur til þess að afvegaleiða umræðu og drepa málum á dreif. Týpísk sköpunarsaga strámanns leit dagsins ljós í pistli eftir Eirík Rögnvaldsson, „uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegan aðgerðarsinna“, hér á vefnum þann 1. júlí s.l. en þar fer strámaðurinn á kostum. Eiríkur reifar kæru mína til ráðherra þar sem ég kæri RÚV fyrir lögbrot. Einn af grunnum kæru minnar er svokallaður lagabókstafur, sem segir að RÚV skuli flytja landsmönnum lýtalausa íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson fer í saumana á kæru minni og nefnir réttilega að löggjafinn hefur búið svo um hnútana að stuðst er við hugtak sem kallast „lýtalaus íslenska“ og svo reynir Eiríkur að sanna fyrir sjálfum sér að fyrirbærið sé ekki til. Sönnun hans er sett fram af hreinni vanþekkingu og valtvennuvilla látin duga. Eiríkur gefur sér einungis tvo kosti, annað hvort er lýtalaus íslenska til eða ekki til í raunverulegu tungumáli. Í rökskekkjunni leynist kjánaleg blekking. Höfundur pistilsins gefur sér einungis þá kosti sem henta honum í leit að niðurstöðu. Hann sneiðir viljandi hjá þriðja möguleikanum sem reyndar er ljóslifandi staðreynd: Lýtalaus íslenska er til sem lagaleg skilgreining. Geta má sér þess til að hugtakið vísi í að almennar málvenjur og reglur t.d. í málfræði séu lagðar til grundvallar. Í kæru minni fer ég ekki eftir smekk Eiríks Rögnvaldssonar, heldur er það laganna hljóðan sem ríkjum ræður. Eiríkur kemst að þeirri stórkostlegu niðurstöðu að kæra mín sé „út í hött“. Þeirri fullyrðingu, sem reist er á rökvillu, fylgir Eiríkur svo úr hlaði með því að gera mér upp skoðun. Hann ritar: „Þess vegna er áðurnefnd kæra Kristjáns Hreinssonar út í hött – „lýtalaus íslenska“ er ekki til og fráleitt að fullyrða að breytingar sem sumt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur gert á máli sínu í átt til kynhlutleysis valdi því að íslenskan sé „dauðadæmd“.“ Hér endurtekur Eiríkur stef sem reist er á lygi. Sú skreytni kemur frá Gauta Kristmannsyni, bókagagnrýnanda RÚV. Stefið gengur út á það að ég hafi sagt að íslenskan sé dauðadæmd vegna hvorugkynssýkinnar. Svo er þó ekki. Þetta hef ég hvergi sagt. Rökvilla er patentlausn sem er í ætt við að pissa í skóinn. Rangfærslur felast t.d. í því að töfra fram hringsönnun en sú rökvilla byggir á því að maður leitar að forsendum sem styðja niðurstöðu í stað þess að leita að niðurstöðu út frá gefnum forsendum. Þetta er gjarnan gert þegar menn hafa enga leið til að verja illa ígrundaðar ákvarðanir. Í stað þess að játa mistök er farin sú leið að leita að einhverju sem hægt er að gera að blóraböggli. Eiríkur Rögnvaldsson er einn af þeim sem telja að allir Íslendingar verði að læra nýja leið íslenskrar tungu. Tilgangur þeirrar leiðar er að koma til móts við þá einstaklinga sem telja að í íslensku séu of mörg orð í karlkyni. Í fávísi Eiríks og örfárra annarra, fyrirferðarmikilla aðdáenda hvorugkyns, ríkir sá misskilningur sem segir að kyn í málfræði og kyn í líffræði sé eitt og sama fyrirbærið. Þar er einnig ríkjandi sá misskilningur sem segir að bjarga megi siðviti íslensku þjóðarinnar með því að framkvæma kynleiðréttingu persónufornafna í fleirtölu. Þá ríkir í sömu kreðsu sá misskilningur sem segir að orðalag eins og það sem ég heyrði nýlega: „Öll Japanir eru gott fólk,“ sé eðlileg þróun tungumálsins. Að mínum dómi er til skammar fyrir allt þenkjandi fólk að uppivöðsluseggir fái að flagga þeim misskilningi sem hér er lýst. Himnesk hræsni blasir við. Þeim sem hafa fallið fyrir hinum þríþætta misskilningi þykir eðlilegt að líta á sína leið sem hina einu réttu. Kenna skal alþýðunni allt um nýstárlega kynvitund, nýtt siðferði og nýja þróunarkenningu tungumálsins. Ef ekki er hægt að breiða út fagnaðarerindið með haldbærum rökum, þá skal það gert með falsrökum, lygi og þvergirðingshætti. Það er engu líkara en Eiríkur Rögnvaldsson lifi í ævintýrinu um Búkollu. „Taktu hár úr hala mínum!“ Skyndilega er kominn þjónustusamningur á milli ráðuneytis og RÚV. Þessi samningur er svo merkilegur, að mati Eiríks, að ekkert kemst yfir hann nema fuglinn fljúgandi. Samningurinn sá arna er frá árinu 2024 og Eiríkur er svo rökvilltur að hann lætur þennan samning skyggja á þann lagabókstaf sem er lagalegur grunnur Ríkisútvarpsins. Rökvillurnar eru svo mikil lítillækkun fyrir höfund pistilsins að slíkt er fáséð. Það hentar betur að hampa tilteknum samningi og þar með skulu lögin víkja. Hér kemur skýring fyrir Eirík Rögnvaldsson og aðra sem vilja glöggva sig og sjá um hvað kæra mín virkilega fjallar: Á Íslandi eru lög. Ef grannt er skoðað þá kemur fram í þessum lögum að til er viðmið í lagalegum skilningi sem kallast „lýtalaus íslenska“. Ef betur er að gáð þá kemur einnig fram í lögum að stofnun sú sem kallast RÚV hefur þeim skyldum að gegna að fara að lögum og stofnuninni er gert skylt að flytja Íslendingum lýtalausa íslensku. Síðan koma til sögunnar menn sem vilja ekki lýtalausa íslensku og vilja að RÚV fái að vera í broddi fylkingar varðandi kynhreinsun íslenskrar tungu. Að mati Eiríks Rögnvaldssonar er einungis ein fær leið út úr vandanum. Sú leið er fólgin í að neita tilvist lýtalausrar íslensku. Hann lætur afstæðishyggju ráða úrslitum. Þakinn dyggðaskrauti upplýsir hann heimskan lýðinn og fullyrðir að ef maður bara segir að lýtalaus íslenska sé ekki til, þá sé þar með hægt að sanna að starfsmenn RÚV geti áfram stundað kynlega fordóma sína gagnvert íslenskri tungu. Helför starfsmannanna hefur skyndilega aldrei verið til. Hókus-pókus! lýtalaus íslenska er ekki til og af þeim sökum er ekki hægt að kæra neinn. Þrátt fyrir að hægt sé að sanna tilvist lýtalausrar íslensku, þá er hún ekki til. Að mati Eiríks er samt til eitthvað sem heitir „vandað mál“. Lýtalaus íslenska og vandað mál getur mín vegna átt samleið. Pistli Eiríks virðist vera stefnt gegn málflutningi mínum. Í pistli þessum verður þó vart þverfótað fyrir rökvillum. Hver byrjendamistökin taka við af öðrum. Málflutningurinn er svo barnalegur og á svo veikum brauðfótum að manni stendur næst að sýna Eiríki vorkunn. Hann er svo upptekinn við að sannfæra sig sjálfan um algildi ranghugmynda að annað virðist ekki komast að. Eiríkur er hafinn yfir lög og hafinn yfir málefnalega umræðu. Hér er eitt skýrt dæmi: „Það er sjálfsagt að gera þá kröfu til starfsfólks Ríkisútvarpsins að það vandi sig í öllum sínum störfum. En óbilgjörn krafa um „lýtalausa íslensku“ getur beinlínis unnið gegn meginmarkmiði Laga um Ríkisútvarpið eins og það er sett fram í fyrstu grein laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu.“ Að útiloka annað fólk en það sem talar „lýtalausa íslensku“ (og er varla til) stuðlar vitaskuld ekki að „lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni“ í samfélaginu. Þvert á móti – það hamlar lýðræðislegri umræðu, hampar ákveðnum hópum á kostnað annarra og klýfur samfélagið.“ Hvílík handvömm, hvílíkur gorgeir og hvílík endemis glámskyggni. Ef gerð er krafa til stofnunar um að hún flytji landsmönnum lýtalausa íslensku, er þá þar með verið að segja að annað fólk megi ekki hafa málfrelsi? Eiríkur gagnrýnir markmið laganna og hann gefur sér að hans túlkun sé lögunum æðri. Hann setur hér t.d. fram tvær rökvillur sem kallast heildarskekkja og deildarskekkja. Hann festir sig í snöru hyggjuleysis og japlar á því að óraunhæft sé að gera kröfur til fólks á grundvelli laga, þar eð lögin séu einstaklingunum ekki hliðholl. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að allir hljóta að mega brjóta lög sem eru ekki sanngjörn. Gera má kröfur um gott málfar en fólk verður að ákveða sjálft hvenær kröfurnar eru boðlegar og hvenær ekki. Hann segir að krafa laganna geti unnið gegn markmiðum þeirra. Skyndilega dettur Eiríkur svo í þann fúla pytt að draga fram hræðslurök, ógnarrök og átyllurök þegar hann ritar: „Að útiloka annað fólk en það sem talar „lýtalausa íslensku“ (og er varla til) stuðlar vitaskuld ekki að „lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni“ í samfélaginu.“ Eins og fyrir töfra og án skýringa ályktar höfundur pistilsins að allir séu útilokaðir ef þeir tala ekki lýtalausa íslensku. Reyndar kemur hér fram að fólk sem talar lýtalausa íslenska sé varla til, á öðrum stöðum í sama pistli er lýtalaus íslenska ekki til. Það sem upp úr stendur er að Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki. Hann ætlar einkum að beita rökvillum og gervivísindum, jafnvel smjörklípu um enskuslettur og átyllurökum um fordóma, þar eð haldbær rök og vísindi finnast ekki í vopnabúri þeirra sem verja vilja lögbrot og ósóma. Höfundur er maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01 Segir íslenskuna dauðadæmda Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki. 27. júní 2024 10:44 Kærir RÚV til ráðuneytis vegna notkunar á kynhlutlausu máli Kristján Hreinsson skáld hefur lagt fram kæru til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar - og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. 26. júní 2024 06:47 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. Í rökræðum á strámaðurinn ekki viðreisnar von. Hann er gjarnan vakinn til lífs þegar menn standa ráðþrota gagnvart rökum. Líkt og önnur falsrök, er strámaðurinn nýttur til þess að afvegaleiða umræðu og drepa málum á dreif. Týpísk sköpunarsaga strámanns leit dagsins ljós í pistli eftir Eirík Rögnvaldsson, „uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegan aðgerðarsinna“, hér á vefnum þann 1. júlí s.l. en þar fer strámaðurinn á kostum. Eiríkur reifar kæru mína til ráðherra þar sem ég kæri RÚV fyrir lögbrot. Einn af grunnum kæru minnar er svokallaður lagabókstafur, sem segir að RÚV skuli flytja landsmönnum lýtalausa íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson fer í saumana á kæru minni og nefnir réttilega að löggjafinn hefur búið svo um hnútana að stuðst er við hugtak sem kallast „lýtalaus íslenska“ og svo reynir Eiríkur að sanna fyrir sjálfum sér að fyrirbærið sé ekki til. Sönnun hans er sett fram af hreinni vanþekkingu og valtvennuvilla látin duga. Eiríkur gefur sér einungis tvo kosti, annað hvort er lýtalaus íslenska til eða ekki til í raunverulegu tungumáli. Í rökskekkjunni leynist kjánaleg blekking. Höfundur pistilsins gefur sér einungis þá kosti sem henta honum í leit að niðurstöðu. Hann sneiðir viljandi hjá þriðja möguleikanum sem reyndar er ljóslifandi staðreynd: Lýtalaus íslenska er til sem lagaleg skilgreining. Geta má sér þess til að hugtakið vísi í að almennar málvenjur og reglur t.d. í málfræði séu lagðar til grundvallar. Í kæru minni fer ég ekki eftir smekk Eiríks Rögnvaldssonar, heldur er það laganna hljóðan sem ríkjum ræður. Eiríkur kemst að þeirri stórkostlegu niðurstöðu að kæra mín sé „út í hött“. Þeirri fullyrðingu, sem reist er á rökvillu, fylgir Eiríkur svo úr hlaði með því að gera mér upp skoðun. Hann ritar: „Þess vegna er áðurnefnd kæra Kristjáns Hreinssonar út í hött – „lýtalaus íslenska“ er ekki til og fráleitt að fullyrða að breytingar sem sumt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur gert á máli sínu í átt til kynhlutleysis valdi því að íslenskan sé „dauðadæmd“.“ Hér endurtekur Eiríkur stef sem reist er á lygi. Sú skreytni kemur frá Gauta Kristmannsyni, bókagagnrýnanda RÚV. Stefið gengur út á það að ég hafi sagt að íslenskan sé dauðadæmd vegna hvorugkynssýkinnar. Svo er þó ekki. Þetta hef ég hvergi sagt. Rökvilla er patentlausn sem er í ætt við að pissa í skóinn. Rangfærslur felast t.d. í því að töfra fram hringsönnun en sú rökvilla byggir á því að maður leitar að forsendum sem styðja niðurstöðu í stað þess að leita að niðurstöðu út frá gefnum forsendum. Þetta er gjarnan gert þegar menn hafa enga leið til að verja illa ígrundaðar ákvarðanir. Í stað þess að játa mistök er farin sú leið að leita að einhverju sem hægt er að gera að blóraböggli. Eiríkur Rögnvaldsson er einn af þeim sem telja að allir Íslendingar verði að læra nýja leið íslenskrar tungu. Tilgangur þeirrar leiðar er að koma til móts við þá einstaklinga sem telja að í íslensku séu of mörg orð í karlkyni. Í fávísi Eiríks og örfárra annarra, fyrirferðarmikilla aðdáenda hvorugkyns, ríkir sá misskilningur sem segir að kyn í málfræði og kyn í líffræði sé eitt og sama fyrirbærið. Þar er einnig ríkjandi sá misskilningur sem segir að bjarga megi siðviti íslensku þjóðarinnar með því að framkvæma kynleiðréttingu persónufornafna í fleirtölu. Þá ríkir í sömu kreðsu sá misskilningur sem segir að orðalag eins og það sem ég heyrði nýlega: „Öll Japanir eru gott fólk,“ sé eðlileg þróun tungumálsins. Að mínum dómi er til skammar fyrir allt þenkjandi fólk að uppivöðsluseggir fái að flagga þeim misskilningi sem hér er lýst. Himnesk hræsni blasir við. Þeim sem hafa fallið fyrir hinum þríþætta misskilningi þykir eðlilegt að líta á sína leið sem hina einu réttu. Kenna skal alþýðunni allt um nýstárlega kynvitund, nýtt siðferði og nýja þróunarkenningu tungumálsins. Ef ekki er hægt að breiða út fagnaðarerindið með haldbærum rökum, þá skal það gert með falsrökum, lygi og þvergirðingshætti. Það er engu líkara en Eiríkur Rögnvaldsson lifi í ævintýrinu um Búkollu. „Taktu hár úr hala mínum!“ Skyndilega er kominn þjónustusamningur á milli ráðuneytis og RÚV. Þessi samningur er svo merkilegur, að mati Eiríks, að ekkert kemst yfir hann nema fuglinn fljúgandi. Samningurinn sá arna er frá árinu 2024 og Eiríkur er svo rökvilltur að hann lætur þennan samning skyggja á þann lagabókstaf sem er lagalegur grunnur Ríkisútvarpsins. Rökvillurnar eru svo mikil lítillækkun fyrir höfund pistilsins að slíkt er fáséð. Það hentar betur að hampa tilteknum samningi og þar með skulu lögin víkja. Hér kemur skýring fyrir Eirík Rögnvaldsson og aðra sem vilja glöggva sig og sjá um hvað kæra mín virkilega fjallar: Á Íslandi eru lög. Ef grannt er skoðað þá kemur fram í þessum lögum að til er viðmið í lagalegum skilningi sem kallast „lýtalaus íslenska“. Ef betur er að gáð þá kemur einnig fram í lögum að stofnun sú sem kallast RÚV hefur þeim skyldum að gegna að fara að lögum og stofnuninni er gert skylt að flytja Íslendingum lýtalausa íslensku. Síðan koma til sögunnar menn sem vilja ekki lýtalausa íslensku og vilja að RÚV fái að vera í broddi fylkingar varðandi kynhreinsun íslenskrar tungu. Að mati Eiríks Rögnvaldssonar er einungis ein fær leið út úr vandanum. Sú leið er fólgin í að neita tilvist lýtalausrar íslensku. Hann lætur afstæðishyggju ráða úrslitum. Þakinn dyggðaskrauti upplýsir hann heimskan lýðinn og fullyrðir að ef maður bara segir að lýtalaus íslenska sé ekki til, þá sé þar með hægt að sanna að starfsmenn RÚV geti áfram stundað kynlega fordóma sína gagnvert íslenskri tungu. Helför starfsmannanna hefur skyndilega aldrei verið til. Hókus-pókus! lýtalaus íslenska er ekki til og af þeim sökum er ekki hægt að kæra neinn. Þrátt fyrir að hægt sé að sanna tilvist lýtalausrar íslensku, þá er hún ekki til. Að mati Eiríks er samt til eitthvað sem heitir „vandað mál“. Lýtalaus íslenska og vandað mál getur mín vegna átt samleið. Pistli Eiríks virðist vera stefnt gegn málflutningi mínum. Í pistli þessum verður þó vart þverfótað fyrir rökvillum. Hver byrjendamistökin taka við af öðrum. Málflutningurinn er svo barnalegur og á svo veikum brauðfótum að manni stendur næst að sýna Eiríki vorkunn. Hann er svo upptekinn við að sannfæra sig sjálfan um algildi ranghugmynda að annað virðist ekki komast að. Eiríkur er hafinn yfir lög og hafinn yfir málefnalega umræðu. Hér er eitt skýrt dæmi: „Það er sjálfsagt að gera þá kröfu til starfsfólks Ríkisútvarpsins að það vandi sig í öllum sínum störfum. En óbilgjörn krafa um „lýtalausa íslensku“ getur beinlínis unnið gegn meginmarkmiði Laga um Ríkisútvarpið eins og það er sett fram í fyrstu grein laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu.“ Að útiloka annað fólk en það sem talar „lýtalausa íslensku“ (og er varla til) stuðlar vitaskuld ekki að „lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni“ í samfélaginu. Þvert á móti – það hamlar lýðræðislegri umræðu, hampar ákveðnum hópum á kostnað annarra og klýfur samfélagið.“ Hvílík handvömm, hvílíkur gorgeir og hvílík endemis glámskyggni. Ef gerð er krafa til stofnunar um að hún flytji landsmönnum lýtalausa íslensku, er þá þar með verið að segja að annað fólk megi ekki hafa málfrelsi? Eiríkur gagnrýnir markmið laganna og hann gefur sér að hans túlkun sé lögunum æðri. Hann setur hér t.d. fram tvær rökvillur sem kallast heildarskekkja og deildarskekkja. Hann festir sig í snöru hyggjuleysis og japlar á því að óraunhæft sé að gera kröfur til fólks á grundvelli laga, þar eð lögin séu einstaklingunum ekki hliðholl. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að allir hljóta að mega brjóta lög sem eru ekki sanngjörn. Gera má kröfur um gott málfar en fólk verður að ákveða sjálft hvenær kröfurnar eru boðlegar og hvenær ekki. Hann segir að krafa laganna geti unnið gegn markmiðum þeirra. Skyndilega dettur Eiríkur svo í þann fúla pytt að draga fram hræðslurök, ógnarrök og átyllurök þegar hann ritar: „Að útiloka annað fólk en það sem talar „lýtalausa íslensku“ (og er varla til) stuðlar vitaskuld ekki að „lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni“ í samfélaginu.“ Eins og fyrir töfra og án skýringa ályktar höfundur pistilsins að allir séu útilokaðir ef þeir tala ekki lýtalausa íslensku. Reyndar kemur hér fram að fólk sem talar lýtalausa íslenska sé varla til, á öðrum stöðum í sama pistli er lýtalaus íslenska ekki til. Það sem upp úr stendur er að Eiríkur Rögnvaldsson ætlar að verja með kjafti og klóm þau hryðjuverk sem ég kalla hvorugkynssýki. Hann ætlar einkum að beita rökvillum og gervivísindum, jafnvel smjörklípu um enskuslettur og átyllurökum um fordóma, þar eð haldbær rök og vísindi finnast ekki í vopnabúri þeirra sem verja vilja lögbrot og ósóma. Höfundur er maður.
Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01
Segir íslenskuna dauðadæmda Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki. 27. júní 2024 10:44
Kærir RÚV til ráðuneytis vegna notkunar á kynhlutlausu máli Kristján Hreinsson skáld hefur lagt fram kæru til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar - og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. 26. júní 2024 06:47
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar