ESB fyrir almenning Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. júlí 2024 17:01 Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er ekki er verið að verja kjör heimila í landinu, ekki kjör fyrirtækjanna í landinu og ekki stöðu ríkissjóðs. Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er verið að loka dyrum á betra efnahagsumhverfi fyrir Ísland og útiloka Ísland frá því að hafa áhrif á ákvarðanatöku sem varðar okkur öll. Ef planið er að halda Íslandi utan Evrópusambandsins og halda áfram að nota íslenskar krónur þarf að draga það skýrt fram hvað það þýðir fyrir atvinnulífið í landinu, samsetningu þess og rekstrarumhverfi. Ekki síður þarf að rökstyðja hvað það þýðir fyrir heimilin í landinu og velferðina því það er mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð og Seðlabankann að halda úti krónunni, minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Áætlað er að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar á ári. Við gætum nýtt þá 200 milljarða í ýmislegt annað og þarfara. Hingað til hefur enginn kynnt betri eða öruggari leið til að koma á stöðugleika en að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir við inngöngu í Evrópusambandið. Við höfum siglt ólgusjó vegna krónunnar, sem leiðir okkur stundum upp í hæstu hæðir og svo aftur niður í öldudali. Þetta hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka rekstur heimila sem þurfa að bera kostnaðinn af himinháum vöxtum og verðtryggingu. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru myndu vextir lækka og verðtrygging verða úrelt og óþörf. Allt varðar þetta almannahag og framtíð fólks og atvinnulífsins hér á landi. Króna eða evra Í riti Seðlabankans sem kom út haustið 2012 og fjallar um gjaldeyrismál segir að ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru hefði það meðal annars í för með sér að innlendir raunvextir lækki, innlendur fjármagnsstofn stækki og landsframleiðsla á mann hækki varanlega við inngöngu lítils lands eins og Íslands í stærra myntsvæði. Einnig fylgja aðild að ESB og evrusvæðinu kvaðir varðandi stefnuna í ríkisfjármálum og aðra þætti efnahagsstefnunnar sem ætlað er að sporna gegn agaleysi í hagstjórn. Við höfum búið við mikla verðbólgu og efnahagslegan óstöðugleika og agaleysi í hagstjórn, bæði fyrr og nú. Ásamt þátttöku í margvíslegu samráði um efnahagsstefnu og fjármálastöðugleika fengist með aðild að Evrópusambandinu aðgangur að björgunarsjóðum og sameiginlegu öryggisneti sem ætlað er að takast á við áföll í einstökum ríkjum. Það er augljós hagur nýsköpunar og hugverkageirans að skipt verði um gjaldmiðil og eini raunhæfi kosturinn fyrir Ísland er evra. Nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð fótfestu ná ekki að blómstra í því umhverfi sem krónan skapar. Þessi fyrirtæki eru mjög mikilvæg okkur Íslendingum, skapa vel launuð störf og laða að og halda ungu efnilegu fólki heima. Þjóðaratkvæðagreiðsla Niðurstöður skoðanakannanna eru afgerandi og mun fleiri landsmenn eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið en þeir sem eru því andvígir. Meirihlutinn er afgerandi og fer vaxandi. Þegar aðildarviðræðum er lokið og niðurstaða fengin í hvern málefnakafla yrði samningurinn í heild borinn undir þjóðina. Þá fyrst yrði ljóst hvernig sjávarútvegskaflinn og landbúnaðarkaflinn liti út og þeir sem mest óttast slæma niðurstöðu þar gætu hætt að spekúlera og spá um hver niðurstaðan gæti orðið. Ríkisstjórnin sem neitar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildaviðræður starfar ekki fyrir fólkið í landinu að þessu leyti. Spurningin er: Fyrir hvern starfar hún þá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Evrópusambandið Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er ekki er verið að verja kjör heimila í landinu, ekki kjör fyrirtækjanna í landinu og ekki stöðu ríkissjóðs. Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er verið að loka dyrum á betra efnahagsumhverfi fyrir Ísland og útiloka Ísland frá því að hafa áhrif á ákvarðanatöku sem varðar okkur öll. Ef planið er að halda Íslandi utan Evrópusambandsins og halda áfram að nota íslenskar krónur þarf að draga það skýrt fram hvað það þýðir fyrir atvinnulífið í landinu, samsetningu þess og rekstrarumhverfi. Ekki síður þarf að rökstyðja hvað það þýðir fyrir heimilin í landinu og velferðina því það er mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð og Seðlabankann að halda úti krónunni, minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi. Áætlað er að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar á ári. Við gætum nýtt þá 200 milljarða í ýmislegt annað og þarfara. Hingað til hefur enginn kynnt betri eða öruggari leið til að koma á stöðugleika en að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir við inngöngu í Evrópusambandið. Við höfum siglt ólgusjó vegna krónunnar, sem leiðir okkur stundum upp í hæstu hæðir og svo aftur niður í öldudali. Þetta hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka rekstur heimila sem þurfa að bera kostnaðinn af himinháum vöxtum og verðtryggingu. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru myndu vextir lækka og verðtrygging verða úrelt og óþörf. Allt varðar þetta almannahag og framtíð fólks og atvinnulífsins hér á landi. Króna eða evra Í riti Seðlabankans sem kom út haustið 2012 og fjallar um gjaldeyrismál segir að ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru hefði það meðal annars í för með sér að innlendir raunvextir lækki, innlendur fjármagnsstofn stækki og landsframleiðsla á mann hækki varanlega við inngöngu lítils lands eins og Íslands í stærra myntsvæði. Einnig fylgja aðild að ESB og evrusvæðinu kvaðir varðandi stefnuna í ríkisfjármálum og aðra þætti efnahagsstefnunnar sem ætlað er að sporna gegn agaleysi í hagstjórn. Við höfum búið við mikla verðbólgu og efnahagslegan óstöðugleika og agaleysi í hagstjórn, bæði fyrr og nú. Ásamt þátttöku í margvíslegu samráði um efnahagsstefnu og fjármálastöðugleika fengist með aðild að Evrópusambandinu aðgangur að björgunarsjóðum og sameiginlegu öryggisneti sem ætlað er að takast á við áföll í einstökum ríkjum. Það er augljós hagur nýsköpunar og hugverkageirans að skipt verði um gjaldmiðil og eini raunhæfi kosturinn fyrir Ísland er evra. Nýsköpunarfyrirtæki sem hafa náð fótfestu ná ekki að blómstra í því umhverfi sem krónan skapar. Þessi fyrirtæki eru mjög mikilvæg okkur Íslendingum, skapa vel launuð störf og laða að og halda ungu efnilegu fólki heima. Þjóðaratkvæðagreiðsla Niðurstöður skoðanakannanna eru afgerandi og mun fleiri landsmenn eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið en þeir sem eru því andvígir. Meirihlutinn er afgerandi og fer vaxandi. Þegar aðildarviðræðum er lokið og niðurstaða fengin í hvern málefnakafla yrði samningurinn í heild borinn undir þjóðina. Þá fyrst yrði ljóst hvernig sjávarútvegskaflinn og landbúnaðarkaflinn liti út og þeir sem mest óttast slæma niðurstöðu þar gætu hætt að spekúlera og spá um hver niðurstaðan gæti orðið. Ríkisstjórnin sem neitar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildaviðræður starfar ekki fyrir fólkið í landinu að þessu leyti. Spurningin er: Fyrir hvern starfar hún þá? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun