Af hverju að byggja Coda Terminal? Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir skrifa 3. júlí 2024 19:00 Carbfix hefur frá árinu 2007 lagt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum með því að sinna viðamiklu rannsóknarstarfi sem hefur leitt af sér sannaða leið til þess að breyta lofttegundinni koldíoxíði (CO2) í steindir (karbónöt). Aðferðin byggir á náttúrulegum ferlum, en yfir 99% af öllu kolefni á jörðinni er bundið í bergi, en hún var þróuð áfram eftir viðamiklar tilraunir og hefur verið rekin á iðnaðarskala á Hellisheiði í áratug. Um þessar mundir er verið að stíga næstu skref í að beita sömu aðferð á stærri skala með því að taka á móti hreinu CO2 frá Evrópu, blanda því við vatn og dæla niður í basaltberglög í Straumsvík þar sem því verður breytt í stein, en berglögin á svæðinu geta geymt hundraðfalt það magn sem til stendur að flytja inn yfir allan 30 ára líftíma verkefnisins. Coda Terminal er heitið á verkefninu sem er styrkt af Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins sem veitti stærsta styrk sem Ísland hefur fengið frá ESB, en slíkir styrkir eru aðeins veittir þeim verkefnum sem þykja skara fram úr eftir ítarlega rýni. Coda Terminal er afurð vísindastarfs og verkþekkingar sem er leiðandi í heiminum þegar kemur að varanlegri bindingu CO2. Með því að byggja Coda Terminal er sýnt fram á að hægt sé að útvíkka tækni Carbfix upp í milljónir tonna sem er mikilvægt skref í því að útvíkka hana enn frekar og færa út fyrir landsteinana til þess að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið til að takast á við loftslagsbreytingar. Coda Terminal hefur verið í undirbúningi á fjórða ár og nýlega fögnuðum við útkomu skýrslu um mat á umhverfisáhrifum þar sem við leggjum fram niðurstöður rannsókna og sýnum hvernig hægt er að bregðast við áhrifum af starfseminni. Til hvers að meta áhrif á umhverfi? Það hefur verið ánægjulegt að sjá mikla umræðu um umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík undanfarið. Tilgangur hennar er meta möguleg umhverfisáhrif vegna verkefnisins og skilgreina hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til. Hún gegnir því hlutverki að lýsa mögulegum breytingum en ekki endanlegri niðurstöðu. Hún er svo lögð fram til umsagnar svo hægt sé að bregðast við og besta niðurstöður út frá þátttöku sérfræðinga, stofnana og almennings. Á þennan hátt bætist við frekari þekking í ferlinu - en það er einmitt mikilvægt að leggja áherslu á að umhverfismatsskýrsla er ekki lokaafurð verkefna. Hún er grundvöllur fyrir umræðu byggðri á bestu mögulegu þekkingu á hverjum tíma og nýtist því til að bæta hönnun verkefna áður en til framkvæmda kemur. Mikil vinna liggur að baki gerð umhverfismatsskýrslunnar og hvetjum við öll sem hafa áhuga á málinu til að kynna sér hana. Eðlilega beinast augu að þeim umhverfisþáttum sem gætu haft óviss eða neikvæð áhrif í umhverfismatsskýrslunni, en auk þess gefur orðalag oft tilefni til að fólk staldri við og spyrji spurninga. Gott dæmi um þetta er umræða um jarðskjálftavirkni tengda niðurdælingu á CO2 í Straumsvík. Svæðið í Straumsvík er óvirkt svæði; engir skjálftar hafa átt upptök sín þar síðan mælingar hófust auk þess sem engar sprungur eru kortlagðar á yfirborði. Raunar var Coda Terminal meðal annars valinn staður í Straumsvík vegna þessa. Þar að auki verður dælt í borholur sem eru grynnri en 1000 m – en niðurdæling í borholur sem eru grynnri en 1500 m hefur aldrei valdið örvaðri jarðskjálftavirkni hér á landi. Ástæða þess er að efstu 1-2 km jarðskorpunnar á svæðinu geta ekki byggt upp spennu sem veldur skjálftum. Jarðskjálftamælar hafa þegar verið settir upp á svæðinu og eru allar jarðskjálftamælingar aðgengilegar í rauntíma. Dæluprófanir hafa verið framkvæmdar í tengslum við rannsóknarboranir í Straumsvík og sýndu mælingar ekki fram á neina örvaða jarðskjálftavirkni, hvorki á meðan verið var að dæla niður vatni, né eftir að því var hætt. Í umhverfismatsskýrslunni kemur fram að það séu “óverulegar hætta á finnanlegri skjálftavirkni”. Ástæðan fyrir þessu orðalagi er að þetta er lægsta mögulega stig í reglugerð Orkustofnunar sem Carbfix fylgir og segir til um líkur á skjálftum. Í reglugerðinni er ekki til flokkurinn "engar líkur á skjálftum". Hvers vegna er verið að flytja inn CO2? Er ekki hægt að nýta það sem er til hér á Íslandi? Það er sama andrúmsloftið á Íslandi og annars staðar í heiminum. CO2 virðir ekki landamæri og því eiga loftslagsaðgerðir ekki að gera það heldur. Auk þess skrifast stór hluti af kolefnisspori Íslands á framleiðslu á innfluttum vörum frá öðrum löndum. Á þann hátt þá má segja að losun á CO2 í heiminum kemur til okkar allra hvort sem við flytjum hana inn í formi bíla, neysluvara, ferðamanna eða á fljótandi formi sem hægt er binda um aldur og ævi. CO2 er ekki mengun – CO2 er gróðurhúsalofttegund sem er allt í kringum okkur og er náttúrulegur hluti af loftslaginu. Við brennslu jarðefnaeldsneytis hefur gríðarlegt magn af CO2 verið losað út í andrúmsloftið, svo mikið að hitastig jarðar hefur hækkað og veðrakerfum raskað sem veldur skaða á öllu lífríki, náttúru, hafi, og þar af leiðandi fyrir okkur öll. Auðveldast og ódýrast er að fanga CO2 úr iðnaðarferlum og dæla því niður í nærliggjandi jarðlög. Það vil Carbfix einnig gera og þess vegna er Straumsvík hentugur staður til að taka á móti losun frá iðnaði á svæðinu. Hinsvegar eru jarðfræðilegar aðstæður fyrir kolefnisbindingu ekki alltaf til staðar. Í þeim tilvikum þarf að fanga CO2 og flytja það á hentugan stað til niðurdælingar og er því unnið að uppbyggingu móttökustöðva fyrir CO2 víða í Evrópu, m.a. í Noregi, Danmörku, Hollandi og Ítalíu. Á Íslandi eru kjöraðstæður fyrir varanlega bindingu CO2 í bergi með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti. Þannig má stuðla að uppbyggingu græns og loftslagsvæns iðnaðar hérlendis, en auk þess væri hægt að byggja upp sambærileg verkefni víðar um heim þar sem heppileg berglög eru til staðar. Flutningur á CO2 með skipum, lestum eða lögnum í móttöku og geymslu er nauðsynlegur hluti af loftslagsaðgerðum heimsins ef markmið Parísarsamningsins eiga að nást. Það að fanga CO2 úr iðnaðarferlum er framkvæmt á mismunandi hátt eftir iðnaði og er þróun í gangi varðandi það hér á landi og hefur Carbfix gert viljayfirlýsingar við stjórnvöld og stóriðju á Íslandi[SS1] um að finna leiðir til þess að taka við CO2 frá þeim í náinni framtíð sem myndi stórlækka losun Íslands frá iðnaði og færa okkur enn framar þegar kemur að því að leiða raunverulegar loftslagslausnir á heimsvísu. Lífsferilsgreiningar sýna fram á að losun vegna skipaflutninga á CO2 til Straumsvíkur er að hámarki 5% af því sem bundið verður á líftíma verkefnisins. Það er því 95% ábati af bindingu CO2 í Straumsvík sem flutt verður hingað frá fyrirtækjum í Evrópu sem eiga erfitt (e. hard to abate) með minnka losun á CO2 þrátt fyrir orkuskipti. Ísland getur þannig lagt sitt af mörkum í því stóra verkefni sem er framundan með því að flytja inn hreint CO2. Heilnæmt umhverfi og Coda Terminal Tilgangur Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslagsbreytingar með því að byggja upp, bæði hér á landi og erlendis, örugga, margsannaða og þrautreynda tækni sem Carbfix hefur þróað til að binda CO2 í stein. Það er staðreynd að hækkandi hitastig Jarðar er að valda óafturkræfum neikvæðum afleiðingum og við verðum að hafa kjark til að bregðast við. Óumdeilt er að loftslagsmarkmið Parísarsamkomulagsins munu ekki nást án stórfelldrar föngunar og niðurdælingar á CO2 í berglög sem er hluti af öllum sviðsmyndum IPCC og í vaxandi mæli hluti af loftslagsaðgerðum þjóða heims. Coda Terminal fellur vel að umhverfinu. Starfseminni fylgir hvorki hávaði, loftmengun né lyktmengun. Henni fylgja engir þungaflutningar, ekki eldhætta og ekki er þörf á sérstakri varúð kringum niðurdælingarsvæðin. Magn CO2 í lögnum verður um það bil 3-4x minna en það CO2 sem losnar frá fólksbílum í umferð í póstnúmeri 221 dagsdaglega. Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð. Ólafur Elínarson leiðir samskipti hjá Carbfix Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Carbfix hefur frá árinu 2007 lagt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum með því að sinna viðamiklu rannsóknarstarfi sem hefur leitt af sér sannaða leið til þess að breyta lofttegundinni koldíoxíði (CO2) í steindir (karbónöt). Aðferðin byggir á náttúrulegum ferlum, en yfir 99% af öllu kolefni á jörðinni er bundið í bergi, en hún var þróuð áfram eftir viðamiklar tilraunir og hefur verið rekin á iðnaðarskala á Hellisheiði í áratug. Um þessar mundir er verið að stíga næstu skref í að beita sömu aðferð á stærri skala með því að taka á móti hreinu CO2 frá Evrópu, blanda því við vatn og dæla niður í basaltberglög í Straumsvík þar sem því verður breytt í stein, en berglögin á svæðinu geta geymt hundraðfalt það magn sem til stendur að flytja inn yfir allan 30 ára líftíma verkefnisins. Coda Terminal er heitið á verkefninu sem er styrkt af Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins sem veitti stærsta styrk sem Ísland hefur fengið frá ESB, en slíkir styrkir eru aðeins veittir þeim verkefnum sem þykja skara fram úr eftir ítarlega rýni. Coda Terminal er afurð vísindastarfs og verkþekkingar sem er leiðandi í heiminum þegar kemur að varanlegri bindingu CO2. Með því að byggja Coda Terminal er sýnt fram á að hægt sé að útvíkka tækni Carbfix upp í milljónir tonna sem er mikilvægt skref í því að útvíkka hana enn frekar og færa út fyrir landsteinana til þess að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið til að takast á við loftslagsbreytingar. Coda Terminal hefur verið í undirbúningi á fjórða ár og nýlega fögnuðum við útkomu skýrslu um mat á umhverfisáhrifum þar sem við leggjum fram niðurstöður rannsókna og sýnum hvernig hægt er að bregðast við áhrifum af starfseminni. Til hvers að meta áhrif á umhverfi? Það hefur verið ánægjulegt að sjá mikla umræðu um umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík undanfarið. Tilgangur hennar er meta möguleg umhverfisáhrif vegna verkefnisins og skilgreina hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til. Hún gegnir því hlutverki að lýsa mögulegum breytingum en ekki endanlegri niðurstöðu. Hún er svo lögð fram til umsagnar svo hægt sé að bregðast við og besta niðurstöður út frá þátttöku sérfræðinga, stofnana og almennings. Á þennan hátt bætist við frekari þekking í ferlinu - en það er einmitt mikilvægt að leggja áherslu á að umhverfismatsskýrsla er ekki lokaafurð verkefna. Hún er grundvöllur fyrir umræðu byggðri á bestu mögulegu þekkingu á hverjum tíma og nýtist því til að bæta hönnun verkefna áður en til framkvæmda kemur. Mikil vinna liggur að baki gerð umhverfismatsskýrslunnar og hvetjum við öll sem hafa áhuga á málinu til að kynna sér hana. Eðlilega beinast augu að þeim umhverfisþáttum sem gætu haft óviss eða neikvæð áhrif í umhverfismatsskýrslunni, en auk þess gefur orðalag oft tilefni til að fólk staldri við og spyrji spurninga. Gott dæmi um þetta er umræða um jarðskjálftavirkni tengda niðurdælingu á CO2 í Straumsvík. Svæðið í Straumsvík er óvirkt svæði; engir skjálftar hafa átt upptök sín þar síðan mælingar hófust auk þess sem engar sprungur eru kortlagðar á yfirborði. Raunar var Coda Terminal meðal annars valinn staður í Straumsvík vegna þessa. Þar að auki verður dælt í borholur sem eru grynnri en 1000 m – en niðurdæling í borholur sem eru grynnri en 1500 m hefur aldrei valdið örvaðri jarðskjálftavirkni hér á landi. Ástæða þess er að efstu 1-2 km jarðskorpunnar á svæðinu geta ekki byggt upp spennu sem veldur skjálftum. Jarðskjálftamælar hafa þegar verið settir upp á svæðinu og eru allar jarðskjálftamælingar aðgengilegar í rauntíma. Dæluprófanir hafa verið framkvæmdar í tengslum við rannsóknarboranir í Straumsvík og sýndu mælingar ekki fram á neina örvaða jarðskjálftavirkni, hvorki á meðan verið var að dæla niður vatni, né eftir að því var hætt. Í umhverfismatsskýrslunni kemur fram að það séu “óverulegar hætta á finnanlegri skjálftavirkni”. Ástæðan fyrir þessu orðalagi er að þetta er lægsta mögulega stig í reglugerð Orkustofnunar sem Carbfix fylgir og segir til um líkur á skjálftum. Í reglugerðinni er ekki til flokkurinn "engar líkur á skjálftum". Hvers vegna er verið að flytja inn CO2? Er ekki hægt að nýta það sem er til hér á Íslandi? Það er sama andrúmsloftið á Íslandi og annars staðar í heiminum. CO2 virðir ekki landamæri og því eiga loftslagsaðgerðir ekki að gera það heldur. Auk þess skrifast stór hluti af kolefnisspori Íslands á framleiðslu á innfluttum vörum frá öðrum löndum. Á þann hátt þá má segja að losun á CO2 í heiminum kemur til okkar allra hvort sem við flytjum hana inn í formi bíla, neysluvara, ferðamanna eða á fljótandi formi sem hægt er binda um aldur og ævi. CO2 er ekki mengun – CO2 er gróðurhúsalofttegund sem er allt í kringum okkur og er náttúrulegur hluti af loftslaginu. Við brennslu jarðefnaeldsneytis hefur gríðarlegt magn af CO2 verið losað út í andrúmsloftið, svo mikið að hitastig jarðar hefur hækkað og veðrakerfum raskað sem veldur skaða á öllu lífríki, náttúru, hafi, og þar af leiðandi fyrir okkur öll. Auðveldast og ódýrast er að fanga CO2 úr iðnaðarferlum og dæla því niður í nærliggjandi jarðlög. Það vil Carbfix einnig gera og þess vegna er Straumsvík hentugur staður til að taka á móti losun frá iðnaði á svæðinu. Hinsvegar eru jarðfræðilegar aðstæður fyrir kolefnisbindingu ekki alltaf til staðar. Í þeim tilvikum þarf að fanga CO2 og flytja það á hentugan stað til niðurdælingar og er því unnið að uppbyggingu móttökustöðva fyrir CO2 víða í Evrópu, m.a. í Noregi, Danmörku, Hollandi og Ítalíu. Á Íslandi eru kjöraðstæður fyrir varanlega bindingu CO2 í bergi með hagkvæmum og umhverfisvænum hætti. Þannig má stuðla að uppbyggingu græns og loftslagsvæns iðnaðar hérlendis, en auk þess væri hægt að byggja upp sambærileg verkefni víðar um heim þar sem heppileg berglög eru til staðar. Flutningur á CO2 með skipum, lestum eða lögnum í móttöku og geymslu er nauðsynlegur hluti af loftslagsaðgerðum heimsins ef markmið Parísarsamningsins eiga að nást. Það að fanga CO2 úr iðnaðarferlum er framkvæmt á mismunandi hátt eftir iðnaði og er þróun í gangi varðandi það hér á landi og hefur Carbfix gert viljayfirlýsingar við stjórnvöld og stóriðju á Íslandi[SS1] um að finna leiðir til þess að taka við CO2 frá þeim í náinni framtíð sem myndi stórlækka losun Íslands frá iðnaði og færa okkur enn framar þegar kemur að því að leiða raunverulegar loftslagslausnir á heimsvísu. Lífsferilsgreiningar sýna fram á að losun vegna skipaflutninga á CO2 til Straumsvíkur er að hámarki 5% af því sem bundið verður á líftíma verkefnisins. Það er því 95% ábati af bindingu CO2 í Straumsvík sem flutt verður hingað frá fyrirtækjum í Evrópu sem eiga erfitt (e. hard to abate) með minnka losun á CO2 þrátt fyrir orkuskipti. Ísland getur þannig lagt sitt af mörkum í því stóra verkefni sem er framundan með því að flytja inn hreint CO2. Heilnæmt umhverfi og Coda Terminal Tilgangur Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslagsbreytingar með því að byggja upp, bæði hér á landi og erlendis, örugga, margsannaða og þrautreynda tækni sem Carbfix hefur þróað til að binda CO2 í stein. Það er staðreynd að hækkandi hitastig Jarðar er að valda óafturkræfum neikvæðum afleiðingum og við verðum að hafa kjark til að bregðast við. Óumdeilt er að loftslagsmarkmið Parísarsamkomulagsins munu ekki nást án stórfelldrar föngunar og niðurdælingar á CO2 í berglög sem er hluti af öllum sviðsmyndum IPCC og í vaxandi mæli hluti af loftslagsaðgerðum þjóða heims. Coda Terminal fellur vel að umhverfinu. Starfseminni fylgir hvorki hávaði, loftmengun né lyktmengun. Henni fylgja engir þungaflutningar, ekki eldhætta og ekki er þörf á sérstakri varúð kringum niðurdælingarsvæðin. Magn CO2 í lögnum verður um það bil 3-4x minna en það CO2 sem losnar frá fólksbílum í umferð í póstnúmeri 221 dagsdaglega. Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð. Ólafur Elínarson leiðir samskipti hjá Carbfix Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun