Lokunaruppboð í Kauphöllinni Baldur Thorlacius skrifar 4. júlí 2024 07:01 Síðastliðinn föstudag var slegið met í Nasdaq kauphöllinni í New York. Metið sneri ekki að hlutabréfaverði eða þróun vísitalna heldur hafði aldrei áður annað eins magn viðskipta átt sér stað í svokölluðu lokunaruppboði á einum degi. Nánar tiltekið áttu sér stað viðskipti fyrir 95,257 milljarða Bandaríkjadali, yfir 13 billjón íslenskra króna, á 0,878 sekúndum. Ástæðan var sú að á þessum degi tók ný samsetning ákveðinna Russell vísitalna gildi og vísitölusjóðir, sem fylgja vísitölunum – og þurfa því að eiga hluti í sömu félögum og mynda vísitölurnar, þurftu að kaupa og selja hlutabréf svo þeir héldu áfram að endurspegla vísitölurnar. Vísitölusjóðir, sér í lagi kauphallarsjóðir (e. Exchange Traded Funds / ETF‘s), hafa verið að vaxa í vinsældum á heimsvísu og aðilar sem stýra slíkum sjóðum leggja gjarnan mikla áherslu á að eiga viðskipti á dagslokaverði viðkomandi dags til að fylgja vísitölunum sem best, þar sem dagslokagildi vísitalnanna byggir einmitt á því verði. Sem dæmi, ef dagslokaverð félags í vísitölu er 100 en sjóður kaupir á verðinu 103 myndast skekkja á fylgni sjóðsins við vísitöluna. Þar koma lokunaruppboðin til sögunnar, en ef það verða viðskipti í lokunaruppboði ákvarða þau dagslokaverðið. Með því að eiga viðskipti í lokunaruppboði tryggir sjóður að þau verði á nákvæmlega sama verði og í vísitölunni. Á árinu 2023 áttu 15% allra hlutabréfaviðskipta á Nasdaq markaðnum í New York sér stað í lokunaruppboðum. Aukin viðskipti í lokunaruppboðum á Íslandi Nasdaq býður einnig upp á lokunaruppboð á íslenska markaðnum og þó þau hafi ekki verið notuð í sama mæli og á bandaríska markaðnum þá hefur mikilvægi þeirra verið að aukast, sér í lagi í tengslum við erlenda vísitölusjóði. Árin 2022 og 2023, eftir að íslensk fyrirtæki urðu gjaldgeng í FTSE Russell vísitölur nýmarkaðsríkja, námu viðskipti í lokunaruppboðum um 3,5% af heildarviðskiptum ársins. Munaði þar langmestu um dagana sem nýjar samsetningar vísitalnanna tóku gildi. Árin þar áður (frá 2014) hafði þetta hlutfall verið á bilinu 0,3 – 0,6%. Með vaxandi vægi erlendra vísitölusjóða, erlendra fjárfesta og aukinna vinsælda kauphallarsjóða, eins og LEQ sjóðsins – sem er í dag eini skráði kauphallarsjóðurinn á Íslandi, er ekki ólíklegt að meira viðskiptamagn haldi áfram að leita í lokunaruppboðin. Það er því mikilvægt fyrir fjárfesta að átta sig á því hvernig þau virka. Hvernig virka lokunaruppboð? Þegar markaðir eru opnir eru svokölluð samfelld viðskipti (e. continuous trading). Þá geta fjárfestar sett inn kaup- eða sölutilboð eða tekið tilboðum annarra. Um leið og tilboði er tekið, parast þau og úr verða viðskipti. Markaðurinn er því á stöðugri hreyfingu. Markaðirnir opna og loka aftur á móti með uppboðum. Tilgangurinn með uppboðunum er að mynda áreiðanlegt opnunar- og dagslokaverð en þau geta einnig orðið að mikilvægum seljanleikaatburði (e. liquidity event) þar sem öll sem hafa áhuga á því að eiga viðskipti geta lagt inn kaup- eða sölutilboð á afmörkuðu tímabili (5 mínútur, í tilfelli lokunaruppboða). Lokunaruppboð stuðla að auknu jafnræði meðal fjárfesta, þar sem allir eiga viðskipti á sama verði í uppboðinu, sem þýðir m.a. ekkert verðbil, auk þess sem þau gera stórum fjárfestum eins og vísitölusjóðum kleift að eiga umtalsverð viðskipti án þess að hreyfa óþarflega mikið við hlutabréfaverðinu eða gera öðrum viðvart um kaup- eða söluáhuga sinn. Á meðan á uppboði stendur er hvert og eitt tilboð ekki opinberað. Í staðinn geta fjárfestar séð upplýsingar sem gefa til kynna hvort það verði pörun, og þá á hvaða verði. Þær upplýsingar eru síbreytilegar þar til uppboði lýkur þar sem ný tilboð koma inn og öðrum er breytt. Í lok uppboðsins á sér loks stað pörun (e. uncross) og úr verða viðskipti, svo lengi sem kaupendur og seljendur ná saman. Fara þau þá öll fram á einu verði (þ.e. fyrir hvert félag), sem er þá dagslokaverðið. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var slegið met í Nasdaq kauphöllinni í New York. Metið sneri ekki að hlutabréfaverði eða þróun vísitalna heldur hafði aldrei áður annað eins magn viðskipta átt sér stað í svokölluðu lokunaruppboði á einum degi. Nánar tiltekið áttu sér stað viðskipti fyrir 95,257 milljarða Bandaríkjadali, yfir 13 billjón íslenskra króna, á 0,878 sekúndum. Ástæðan var sú að á þessum degi tók ný samsetning ákveðinna Russell vísitalna gildi og vísitölusjóðir, sem fylgja vísitölunum – og þurfa því að eiga hluti í sömu félögum og mynda vísitölurnar, þurftu að kaupa og selja hlutabréf svo þeir héldu áfram að endurspegla vísitölurnar. Vísitölusjóðir, sér í lagi kauphallarsjóðir (e. Exchange Traded Funds / ETF‘s), hafa verið að vaxa í vinsældum á heimsvísu og aðilar sem stýra slíkum sjóðum leggja gjarnan mikla áherslu á að eiga viðskipti á dagslokaverði viðkomandi dags til að fylgja vísitölunum sem best, þar sem dagslokagildi vísitalnanna byggir einmitt á því verði. Sem dæmi, ef dagslokaverð félags í vísitölu er 100 en sjóður kaupir á verðinu 103 myndast skekkja á fylgni sjóðsins við vísitöluna. Þar koma lokunaruppboðin til sögunnar, en ef það verða viðskipti í lokunaruppboði ákvarða þau dagslokaverðið. Með því að eiga viðskipti í lokunaruppboði tryggir sjóður að þau verði á nákvæmlega sama verði og í vísitölunni. Á árinu 2023 áttu 15% allra hlutabréfaviðskipta á Nasdaq markaðnum í New York sér stað í lokunaruppboðum. Aukin viðskipti í lokunaruppboðum á Íslandi Nasdaq býður einnig upp á lokunaruppboð á íslenska markaðnum og þó þau hafi ekki verið notuð í sama mæli og á bandaríska markaðnum þá hefur mikilvægi þeirra verið að aukast, sér í lagi í tengslum við erlenda vísitölusjóði. Árin 2022 og 2023, eftir að íslensk fyrirtæki urðu gjaldgeng í FTSE Russell vísitölur nýmarkaðsríkja, námu viðskipti í lokunaruppboðum um 3,5% af heildarviðskiptum ársins. Munaði þar langmestu um dagana sem nýjar samsetningar vísitalnanna tóku gildi. Árin þar áður (frá 2014) hafði þetta hlutfall verið á bilinu 0,3 – 0,6%. Með vaxandi vægi erlendra vísitölusjóða, erlendra fjárfesta og aukinna vinsælda kauphallarsjóða, eins og LEQ sjóðsins – sem er í dag eini skráði kauphallarsjóðurinn á Íslandi, er ekki ólíklegt að meira viðskiptamagn haldi áfram að leita í lokunaruppboðin. Það er því mikilvægt fyrir fjárfesta að átta sig á því hvernig þau virka. Hvernig virka lokunaruppboð? Þegar markaðir eru opnir eru svokölluð samfelld viðskipti (e. continuous trading). Þá geta fjárfestar sett inn kaup- eða sölutilboð eða tekið tilboðum annarra. Um leið og tilboði er tekið, parast þau og úr verða viðskipti. Markaðurinn er því á stöðugri hreyfingu. Markaðirnir opna og loka aftur á móti með uppboðum. Tilgangurinn með uppboðunum er að mynda áreiðanlegt opnunar- og dagslokaverð en þau geta einnig orðið að mikilvægum seljanleikaatburði (e. liquidity event) þar sem öll sem hafa áhuga á því að eiga viðskipti geta lagt inn kaup- eða sölutilboð á afmörkuðu tímabili (5 mínútur, í tilfelli lokunaruppboða). Lokunaruppboð stuðla að auknu jafnræði meðal fjárfesta, þar sem allir eiga viðskipti á sama verði í uppboðinu, sem þýðir m.a. ekkert verðbil, auk þess sem þau gera stórum fjárfestum eins og vísitölusjóðum kleift að eiga umtalsverð viðskipti án þess að hreyfa óþarflega mikið við hlutabréfaverðinu eða gera öðrum viðvart um kaup- eða söluáhuga sinn. Á meðan á uppboði stendur er hvert og eitt tilboð ekki opinberað. Í staðinn geta fjárfestar séð upplýsingar sem gefa til kynna hvort það verði pörun, og þá á hvaða verði. Þær upplýsingar eru síbreytilegar þar til uppboði lýkur þar sem ný tilboð koma inn og öðrum er breytt. Í lok uppboðsins á sér loks stað pörun (e. uncross) og úr verða viðskipti, svo lengi sem kaupendur og seljendur ná saman. Fara þau þá öll fram á einu verði (þ.e. fyrir hvert félag), sem er þá dagslokaverðið. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar