Borgaði klink fyrir Kastalann og ekki krónu fyrir Wok On Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2024 07:53 Fæstum þætti leiðinlegt að eignast svona hús fyrir sextíu milljónir úr vasa. Vísir Veitinga- og athafnamaðurinn Quang Lé virðist hafa eignast krúnudjásnin í viðskiptaveldi sínu fyrir lánsfé og loforð sem lítil innistaða var fyrir. Þannig eignaðist hann Herkastalann fyrir aðeins sextíu milljóna króna útborgun og Wok On fyrir loforð um greiðslu síðar. Talsverða athygli vakti árið 2022 þegar íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki festi kaup á Herkastalanum, 1.400 fermetra húsi í miðbæ Reykjavíkur, fyrir sléttan hálfan milljarð króna. Greint var frá því að fjölskyldufyrirtækið, sem leitt var af hinum lítt þekkta Quang Lé, ætlaði að reka hótel og veitingastað í Herkastalanum. Húsið yrði endurnýjað „í samræmi við nútímakröfur“ en haldið í upprunalegt útlit og skipulag. Seljandi Herkastalans var félagið Kastali fasteignafélag ehf. sem var í eigu sjóðs í rekstri hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA. Fasteignafélagið keypti húsið á 630 milljónir árið 2016. Quang Lé, sem einnig gengur undir nafninu Davíð Viðarsson, varð svo landsfrægur nánast yfir nótt þegar miðlæg rannsóknardeild lögreglu í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í byrjun mars síðastliðins. Quang hefur síðan þá haft stöðu sakbornings í umfangsmiklu sakamáli. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar beindust að miklu leyti að fyrirtækjum Quangs, sem voru fleiri en flestir gerðu sér grein fyrir. Meðal fyrirtækjanna voru ræstifyrirtækið Vy-þrif, sem varð alræmt þegar ólöglegur matvælalager þess í Sóltúni komst í fréttir, Vietnam restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnam Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf.. Eignaðist Wok On korteri áður en allt fór í skrúfuna Langvinsælasti veitingastaðurinn í veldi Quangs var án efa Wok On, sem var reyndar níu staða keðja. Wok On var stofnað af Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni, sem hefur stöðu sakbornings í máli Quangs, og gekk geysilega vel framan af. Þegar fréttir voru sagðar af matvælalagernum í Sóltúni í fjölmiðlum kom í ljós að Quang átti 40 prósenta hlut í Wokon Mathöll ehf., sem starfrækti veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði. Í kjölfarið sendi Kristján Ólafur frá sér yfirlýsingu og sagði Wok On ekki tengjast lagernum neitt. Þá hefði Quang engin tengsl við veitingastaðina. Þann 16. janúar síðastliðinn urðu eigendaskipti hjá Wokon ehf. þegar Quang tók við og Kristján Ólafur hætti. Davíð eignaðist þá einnig sjálfkrafa Wokon Mathöll ehf. Samkvæmt heimildum fréttastofu urðu eigendaskiptin þó nokkrum vikum fyrr, þó ekki hafi verið skrifað undir eigendaskiptin formlega fyrr en í janúar. Í mars var öllum veitingastöðum Wok On lokað í aðgerðum lögreglu og þeir hafa ekki verið opnaðir síðan. Skiptastjóri þrotabús WOKON ehf., sem hélt utan um keðjuna undir hið síðasta, auglýsti keðjuna til sölu á dögunum. Átti bara sextíu af milljónunum hundrað Samkvæmt kauptilboði um Herkastalann, sem Vísir hefur undir höndum, var kaupverðið sem áður segir 500 milljónir króna. Kaupverðið skyldi greitt á eftirfarandi hátt: Kr. 40.000.000 í peningum við undirritun kaupsamnings. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. maí 2022. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. ágúst 2022. Kr. 400.000.000 með nýju veðláni á 1. veðrétt fasteignarinnar. Samkvæmt heimildum Vísis veitti Landsbankinn Quang 400 milljóna króna lán og Quang afhenti Kastala fasteignafélagi milljónirnar 40. Hins vegar hafi hann staðið frammi fyrir því að eiga einungis 20 milljónir króna þegar kom að annarri greiðslu. Hann hafi þá samið við Landsbankann og fengið 40 milljónir aukalega að láni með veði á öðrum veðrétti í Herkastalanum. Kristján Ólafur fékk lítið fyrir fyrirtækið Þá víkur sögunni að kaupum Quangs á Wok On í byrjun árs og hvernig hann gat keypt fyrirtæki, sem virtist stöndugt, þrátt fyrir að eiga við lausafjárskort að stríða. Samkvæmt heimildum Vísis var það leikur einn, hann hafi einfaldlega samið við Kristján Ólaf um að fá fyrirtækið afhent strax en greiða fyrir það síðar. Til tryggingar greiðslna hafi Quang gefið út veð í Herkastalanum upp á 360 milljónir króna til Darko ehf., félags í eigu systur Kristjáns Ólafs og fjörtutíu milljónir til félags í eigu fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Veðin voru gefin út á öðrum veðrétti. Hann hafi ekki fengið veðið gefið út á fyrirtæki í hans nafni sökum þess að hann átti í stappi við skattyfirvöld, sem endaði með því að hann var dæmdur fyrir skattsvik. Þar sem veðin sem gefin voru út til tryggingar greiðslna fyrir Wok On voru gefin út á öðrum veðrétti má telja ljóst að lítið fáist upp í skuldir Quangs. Landsbankinn á nefnilega veð í Herkastalanum upp á 440 milljónir króna á fyrsta veðrétti. Þá eru launakröfur forgagnskröfur í þrotabú en telja má að þær verði umtalsverðar í bú félags Quangs. Ekki hefur náðst í Kristján Ólaf við vinnslu fréttarinnar. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Kaup og sala fyrirtækja Veitingastaðir Tengdar fréttir Wok On gjaldþrota WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta. 20. júní 2024 10:23 Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Talsverða athygli vakti árið 2022 þegar íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki festi kaup á Herkastalanum, 1.400 fermetra húsi í miðbæ Reykjavíkur, fyrir sléttan hálfan milljarð króna. Greint var frá því að fjölskyldufyrirtækið, sem leitt var af hinum lítt þekkta Quang Lé, ætlaði að reka hótel og veitingastað í Herkastalanum. Húsið yrði endurnýjað „í samræmi við nútímakröfur“ en haldið í upprunalegt útlit og skipulag. Seljandi Herkastalans var félagið Kastali fasteignafélag ehf. sem var í eigu sjóðs í rekstri hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA. Fasteignafélagið keypti húsið á 630 milljónir árið 2016. Quang Lé, sem einnig gengur undir nafninu Davíð Viðarsson, varð svo landsfrægur nánast yfir nótt þegar miðlæg rannsóknardeild lögreglu í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í byrjun mars síðastliðins. Quang hefur síðan þá haft stöðu sakbornings í umfangsmiklu sakamáli. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar beindust að miklu leyti að fyrirtækjum Quangs, sem voru fleiri en flestir gerðu sér grein fyrir. Meðal fyrirtækjanna voru ræstifyrirtækið Vy-þrif, sem varð alræmt þegar ólöglegur matvælalager þess í Sóltúni komst í fréttir, Vietnam restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnam Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf.. Eignaðist Wok On korteri áður en allt fór í skrúfuna Langvinsælasti veitingastaðurinn í veldi Quangs var án efa Wok On, sem var reyndar níu staða keðja. Wok On var stofnað af Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni, sem hefur stöðu sakbornings í máli Quangs, og gekk geysilega vel framan af. Þegar fréttir voru sagðar af matvælalagernum í Sóltúni í fjölmiðlum kom í ljós að Quang átti 40 prósenta hlut í Wokon Mathöll ehf., sem starfrækti veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði. Í kjölfarið sendi Kristján Ólafur frá sér yfirlýsingu og sagði Wok On ekki tengjast lagernum neitt. Þá hefði Quang engin tengsl við veitingastaðina. Þann 16. janúar síðastliðinn urðu eigendaskipti hjá Wokon ehf. þegar Quang tók við og Kristján Ólafur hætti. Davíð eignaðist þá einnig sjálfkrafa Wokon Mathöll ehf. Samkvæmt heimildum fréttastofu urðu eigendaskiptin þó nokkrum vikum fyrr, þó ekki hafi verið skrifað undir eigendaskiptin formlega fyrr en í janúar. Í mars var öllum veitingastöðum Wok On lokað í aðgerðum lögreglu og þeir hafa ekki verið opnaðir síðan. Skiptastjóri þrotabús WOKON ehf., sem hélt utan um keðjuna undir hið síðasta, auglýsti keðjuna til sölu á dögunum. Átti bara sextíu af milljónunum hundrað Samkvæmt kauptilboði um Herkastalann, sem Vísir hefur undir höndum, var kaupverðið sem áður segir 500 milljónir króna. Kaupverðið skyldi greitt á eftirfarandi hátt: Kr. 40.000.000 í peningum við undirritun kaupsamnings. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. maí 2022. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. ágúst 2022. Kr. 400.000.000 með nýju veðláni á 1. veðrétt fasteignarinnar. Samkvæmt heimildum Vísis veitti Landsbankinn Quang 400 milljóna króna lán og Quang afhenti Kastala fasteignafélagi milljónirnar 40. Hins vegar hafi hann staðið frammi fyrir því að eiga einungis 20 milljónir króna þegar kom að annarri greiðslu. Hann hafi þá samið við Landsbankann og fengið 40 milljónir aukalega að láni með veði á öðrum veðrétti í Herkastalanum. Kristján Ólafur fékk lítið fyrir fyrirtækið Þá víkur sögunni að kaupum Quangs á Wok On í byrjun árs og hvernig hann gat keypt fyrirtæki, sem virtist stöndugt, þrátt fyrir að eiga við lausafjárskort að stríða. Samkvæmt heimildum Vísis var það leikur einn, hann hafi einfaldlega samið við Kristján Ólaf um að fá fyrirtækið afhent strax en greiða fyrir það síðar. Til tryggingar greiðslna hafi Quang gefið út veð í Herkastalanum upp á 360 milljónir króna til Darko ehf., félags í eigu systur Kristjáns Ólafs og fjörtutíu milljónir til félags í eigu fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Veðin voru gefin út á öðrum veðrétti. Hann hafi ekki fengið veðið gefið út á fyrirtæki í hans nafni sökum þess að hann átti í stappi við skattyfirvöld, sem endaði með því að hann var dæmdur fyrir skattsvik. Þar sem veðin sem gefin voru út til tryggingar greiðslna fyrir Wok On voru gefin út á öðrum veðrétti má telja ljóst að lítið fáist upp í skuldir Quangs. Landsbankinn á nefnilega veð í Herkastalanum upp á 440 milljónir króna á fyrsta veðrétti. Þá eru launakröfur forgagnskröfur í þrotabú en telja má að þær verði umtalsverðar í bú félags Quangs. Ekki hefur náðst í Kristján Ólaf við vinnslu fréttarinnar.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Kaup og sala fyrirtækja Veitingastaðir Tengdar fréttir Wok On gjaldþrota WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta. 20. júní 2024 10:23 Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18 Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Wok On gjaldþrota WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta. 20. júní 2024 10:23
Sakborningum í máli Quang Le fjölgar Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar. 20. júní 2024 17:18
Félag í eigu Quang Lé gjaldþrota Vietnamese Cuisine ehf, félag í eigu Quang Lé, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 4. júní 2024 14:06
Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21
Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08