„Eru örugglega að leita sér að einhverju fersku“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 13:31 Sigdís Eva Bárðardóttir hefur skorað þrjú mörk fyrir Víking í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu framtíð Sigdísar Evu Bárðardóttur, átján ára framherja Víkings, en hún gæti verið á förum úr Víkinni á næstu vikum. Sigdís Eva hefur verið orðuð við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping og gæti því bæst í hóp fjölda íslenskra leikmanna í þeirri flottu deild. Sigdís er samt mjög ung ennþá og sérfræðingarnir veltu fyrir sér, hvort hún væri búinn að klára stúdentsprófið eða hvernig stæði hjá henni utan vallar, ef hún ætlaði að taka þetta skref svona snemma á sinum ferli. Helena vitnaði í orð Þóru fyrir þáttinn um að samkvæmt móðureðlinu þá myndi Þóra ekki senda hana út á þessum tímapunkti. Horfa á hvað Katla er að gera „Það eru komnir miklu meiri peningar í þetta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir sem sjálf spilaði lengi erlendis. Þóra velti því fyrir sér hvort Sigdís væri búin að klára stúdentinn sem Þóra telur að væri klókt hjá henni að gera. Helena benti síðan á það það væri hægt að klára stúdentinn í fjarnámi. „Norrköping er lið um miðja deild og þetta er örugglega frábær aðstaða og góður staður. Það er búið að vera eitthvað aðeins bras á þeim og þeir eru örugglega að leita sér að einhverju fersku eftir pásuna,“ sagði Þóra Björg en sænska deildin fer í sumarfrí á næstunni. „Ef ég væri að leita að leikmönnum fyrir Norrköping og væri að horfa á það hvernig Katla Tryggvadóttir er að koma inn hjá Kristianstad, þá væru augun mín klárlega á þessum stelpum sem hafa verið í kringum þessa sterku árganga í yngri landsliðunum okkar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Sigdís var að spila upp fyrir sig á U19 móti í fyrra og það vekur strax athygli. Hún var frábær í Lengjudeildinni í fyrra og er búin að vera frábær í Bestu deildinni í sumar. Auðvitað er þetta leikmaður sem mun fá þessa athygli ef hún heldur áfram að spila svona,“ sagði Mist. Ef ekki þá er hún á frábærum stað „Spurningin er bara er það Norrköping núna eða eitthvað annað eftir ár,“ sagði Mist. „Mér finnst stelpur af þessu kaliberi eigi ekki að sætta sig við að spila ekki. Mér finnst sumir markverðirnir vera að sitja of lengi á bekknum. Ef þú ætlar þér alla leið þá þarftu að spila. Ef hún er viss að hún sé að fara fá að spila af viti, frábært. Ef ekki þá er hún á frábærum stað,“ sagði Þóra. Það má horfa á alla umfjöllunina um Sigdísi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um framtíðina hjá Sigdísi Evu Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Sigdís Eva hefur verið orðuð við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping og gæti því bæst í hóp fjölda íslenskra leikmanna í þeirri flottu deild. Sigdís er samt mjög ung ennþá og sérfræðingarnir veltu fyrir sér, hvort hún væri búinn að klára stúdentsprófið eða hvernig stæði hjá henni utan vallar, ef hún ætlaði að taka þetta skref svona snemma á sinum ferli. Helena vitnaði í orð Þóru fyrir þáttinn um að samkvæmt móðureðlinu þá myndi Þóra ekki senda hana út á þessum tímapunkti. Horfa á hvað Katla er að gera „Það eru komnir miklu meiri peningar í þetta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir sem sjálf spilaði lengi erlendis. Þóra velti því fyrir sér hvort Sigdís væri búin að klára stúdentinn sem Þóra telur að væri klókt hjá henni að gera. Helena benti síðan á það það væri hægt að klára stúdentinn í fjarnámi. „Norrköping er lið um miðja deild og þetta er örugglega frábær aðstaða og góður staður. Það er búið að vera eitthvað aðeins bras á þeim og þeir eru örugglega að leita sér að einhverju fersku eftir pásuna,“ sagði Þóra Björg en sænska deildin fer í sumarfrí á næstunni. „Ef ég væri að leita að leikmönnum fyrir Norrköping og væri að horfa á það hvernig Katla Tryggvadóttir er að koma inn hjá Kristianstad, þá væru augun mín klárlega á þessum stelpum sem hafa verið í kringum þessa sterku árganga í yngri landsliðunum okkar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Sigdís var að spila upp fyrir sig á U19 móti í fyrra og það vekur strax athygli. Hún var frábær í Lengjudeildinni í fyrra og er búin að vera frábær í Bestu deildinni í sumar. Auðvitað er þetta leikmaður sem mun fá þessa athygli ef hún heldur áfram að spila svona,“ sagði Mist. Ef ekki þá er hún á frábærum stað „Spurningin er bara er það Norrköping núna eða eitthvað annað eftir ár,“ sagði Mist. „Mér finnst stelpur af þessu kaliberi eigi ekki að sætta sig við að spila ekki. Mér finnst sumir markverðirnir vera að sitja of lengi á bekknum. Ef þú ætlar þér alla leið þá þarftu að spila. Ef hún er viss að hún sé að fara fá að spila af viti, frábært. Ef ekki þá er hún á frábærum stað,“ sagði Þóra. Það má horfa á alla umfjöllunina um Sigdísi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um framtíðina hjá Sigdísi Evu
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira