Tímamót í samningaviðræðum en enn langt í land Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júlí 2024 07:43 Ísraelski herinn skipaði fólki að yfirgefa Khan Younis fyrr í vikunni. Vísir/EPA Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hefur ákveðið að senda teymi samningamanna til að reyna að komast að samkomulagi við Hamas um vopnahlé og frelsun gíslanna sem enn eru í haldi Hamas. Daginn áður sendi Hamas Ísrael svar sitt við friðartillögu forseta Bandaríkjanna sem lögð var fram í maí. Í umfjöllun BBC segir að viðbrögð Hamas hafi ekki verið gerð opinber en haft er eftir palestínskum embættismanni að samtökin séu ekki lengur að krefjast fulls vopnahlés. Þá er haft eftir hátt settum embættismanni frá Bandaríkjunum að Hamas hafi samþykkt „frekar stórvægilegar breytingar“ á stefnu sinni. Hamas væri ekki lengur að krefjast fulls vopnahlés heldur legðu samtökin áherslu á að hermenn Ísraela færu frá ákveðnum svæðum á Gasa við landamæri Egyptalands, Rafah og Philadelphi. Hann sagði þetta tímamót í samningaviðræðunum en árétti þó að þetta þýddi ekki að þau myndu komast að samkomulagi á næstu dögum. Biden og Netanyahu tala í síma Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, og forsætisráðherra Ísrael, Netanyahu, töluðu saman í síma í gær og ræddu þá gíslatökuna og vopnahléssamningaviðræðurnar. Í tilkynningu frá ísraelsku ríkisstjórninni sem send var út eftir símtalið kom fram að Netanyahu hefði upplýst Biden um ákvörðun sína að senda samninganefnd til að halda viðræðum áfram. Þá ítrekaði hann þá skuldbindingu Ísraela að ljúka aðeins stríðinu þegar þau hafa náð öllum markmiðum sínum. Það er að fá alla gíslana heim, að útrýma Hamas og tryggja að Gasa sé ekki lengur ógn við Ísrael. Börn sem hafa þurft að flýja heimili sín og hafa leitað skjóls í Khan Yunis sækja vatn.Vísir/EPA Á miðvikudag sagði leiðtogi Hamas að þau hefðu haft samband við sáttamiðlara frá Egyptalandi og Katar til að ræða hugmyndir sínar um hvernig væri hægt að komast að samkomulagi. Hamas hefur hingað til sagði að til þess að það geti orðið vopnahlé verði stríðiinu að ljúka og allir hermenn Ísraleks að jörfa fá Gasa. Ísrael hefu á sama tíma sagt að þau samþykki bara tímabundið hlé á bardögum þar til þau verða búin að útrýma Hamas. Þriggja fasa plan Biden Friðarplan Biden var kynnt í lok maí og er í þremur fösum. Fyrsti fasi er sex vikna vopnahlé þar sem allir hermenn hörfa og öllum gíslum er sleppt úr haldi, þar á meðal þeim sem er haldið í Ísrael. Í öðrum fasa er öllum öðrum lifandi gíslum sleppt úr haldi og bundin endi á fjandskapinn á milli þjóðanna. Í þriðja fasa er svo fjallað um uppbyggingu Gasa og að öllum látnum gíslum sé skilað heim. Fram kemur í umfjöllun BBC að Biden hafi verið ánægður með ákvörðun Netanyahu að senda samningamennina til að ræða við sáttamiðlarana frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í þeirri von að hægt sé að komast að samkomulagi. Um það bil 38 þúsund Palestínumenn hafa dáið í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu. Auk þess eru um 87 þúsund særð. Því er stýrt af Hamas. Um er að ræða hermenn og almenna borgara. Stríðið hófst þegar Hamas réðst inn í Ísrael í október á síðasta ári og drap um 1.200 manns og tók 251 gísla til Gasa. Enn eru um 116 gíslar á Gasa, um það bil 42 eru taldir látnir. Átökin á milli Ísrael og Palestínu hafa varið í áratugi. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Strangrúaðir mótmæltu herskyldu Mörg þúsund strangtrúaðir gyðingar söfnuðust saman í Jerúsalem í nótt til þess að mótmæla úrskurði Hæstaréttar Ísraels þess efnis að þeir skuli nú gegna herþjónustu. 1. júlí 2024 08:42 Gerðu árásir á tvo skóla og heimili fjölskyldu Haniyeh Minnst 24 Palestínumenn létust í þremur loftárásum Ísraelshers á Gasa í nótt og í morgun. Þá hefur herinn aukið hernað sinn í Rafah-borg og sprengt heimili í loft upp. 25. júní 2024 16:24 Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun. 23. júní 2024 09:09 Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. 22. júní 2024 20:01 Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Í umfjöllun BBC segir að viðbrögð Hamas hafi ekki verið gerð opinber en haft er eftir palestínskum embættismanni að samtökin séu ekki lengur að krefjast fulls vopnahlés. Þá er haft eftir hátt settum embættismanni frá Bandaríkjunum að Hamas hafi samþykkt „frekar stórvægilegar breytingar“ á stefnu sinni. Hamas væri ekki lengur að krefjast fulls vopnahlés heldur legðu samtökin áherslu á að hermenn Ísraela færu frá ákveðnum svæðum á Gasa við landamæri Egyptalands, Rafah og Philadelphi. Hann sagði þetta tímamót í samningaviðræðunum en árétti þó að þetta þýddi ekki að þau myndu komast að samkomulagi á næstu dögum. Biden og Netanyahu tala í síma Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, og forsætisráðherra Ísrael, Netanyahu, töluðu saman í síma í gær og ræddu þá gíslatökuna og vopnahléssamningaviðræðurnar. Í tilkynningu frá ísraelsku ríkisstjórninni sem send var út eftir símtalið kom fram að Netanyahu hefði upplýst Biden um ákvörðun sína að senda samninganefnd til að halda viðræðum áfram. Þá ítrekaði hann þá skuldbindingu Ísraela að ljúka aðeins stríðinu þegar þau hafa náð öllum markmiðum sínum. Það er að fá alla gíslana heim, að útrýma Hamas og tryggja að Gasa sé ekki lengur ógn við Ísrael. Börn sem hafa þurft að flýja heimili sín og hafa leitað skjóls í Khan Yunis sækja vatn.Vísir/EPA Á miðvikudag sagði leiðtogi Hamas að þau hefðu haft samband við sáttamiðlara frá Egyptalandi og Katar til að ræða hugmyndir sínar um hvernig væri hægt að komast að samkomulagi. Hamas hefur hingað til sagði að til þess að það geti orðið vopnahlé verði stríðiinu að ljúka og allir hermenn Ísraleks að jörfa fá Gasa. Ísrael hefu á sama tíma sagt að þau samþykki bara tímabundið hlé á bardögum þar til þau verða búin að útrýma Hamas. Þriggja fasa plan Biden Friðarplan Biden var kynnt í lok maí og er í þremur fösum. Fyrsti fasi er sex vikna vopnahlé þar sem allir hermenn hörfa og öllum gíslum er sleppt úr haldi, þar á meðal þeim sem er haldið í Ísrael. Í öðrum fasa er öllum öðrum lifandi gíslum sleppt úr haldi og bundin endi á fjandskapinn á milli þjóðanna. Í þriðja fasa er svo fjallað um uppbyggingu Gasa og að öllum látnum gíslum sé skilað heim. Fram kemur í umfjöllun BBC að Biden hafi verið ánægður með ákvörðun Netanyahu að senda samningamennina til að ræða við sáttamiðlarana frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í þeirri von að hægt sé að komast að samkomulagi. Um það bil 38 þúsund Palestínumenn hafa dáið í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu. Auk þess eru um 87 þúsund særð. Því er stýrt af Hamas. Um er að ræða hermenn og almenna borgara. Stríðið hófst þegar Hamas réðst inn í Ísrael í október á síðasta ári og drap um 1.200 manns og tók 251 gísla til Gasa. Enn eru um 116 gíslar á Gasa, um það bil 42 eru taldir látnir. Átökin á milli Ísrael og Palestínu hafa varið í áratugi.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Strangrúaðir mótmæltu herskyldu Mörg þúsund strangtrúaðir gyðingar söfnuðust saman í Jerúsalem í nótt til þess að mótmæla úrskurði Hæstaréttar Ísraels þess efnis að þeir skuli nú gegna herþjónustu. 1. júlí 2024 08:42 Gerðu árásir á tvo skóla og heimili fjölskyldu Haniyeh Minnst 24 Palestínumenn létust í þremur loftárásum Ísraelshers á Gasa í nótt og í morgun. Þá hefur herinn aukið hernað sinn í Rafah-borg og sprengt heimili í loft upp. 25. júní 2024 16:24 Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun. 23. júní 2024 09:09 Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. 22. júní 2024 20:01 Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Strangrúaðir mótmæltu herskyldu Mörg þúsund strangtrúaðir gyðingar söfnuðust saman í Jerúsalem í nótt til þess að mótmæla úrskurði Hæstaréttar Ísraels þess efnis að þeir skuli nú gegna herþjónustu. 1. júlí 2024 08:42
Gerðu árásir á tvo skóla og heimili fjölskyldu Haniyeh Minnst 24 Palestínumenn létust í þremur loftárásum Ísraelshers á Gasa í nótt og í morgun. Þá hefur herinn aukið hernað sinn í Rafah-borg og sprengt heimili í loft upp. 25. júní 2024 16:24
Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun. 23. júní 2024 09:09
Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. 22. júní 2024 20:01
Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37