Lögreglan handtók Guðmund í apríl 2010 vegna rannsóknar á stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sonur hans var grunaður um aðkomu að innflutningnum og við rannsókn málsins vaknaði grunur um að Guðmundur hefði vitneskju eða ætti þátt í málinu.
Sími Guðmundar var hleraður og húsleit gerð heima hjá honum í aðdraganda handtökunnar. Lögreglan lagði hald á lítið magn af maríjúana, lykil að bankahólfi, og ferðatösku með leifum af hvítu efni sem reyndist vera kókaín.
Guðmundi var gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun sem varði í tíu daga.
Sagt upp fimm dögum seinna
Í kjölfar þessa missti hann vinnunna. Hann hafði starfað sem framleiðslustjóri í tvö ár en var sagt upp fimm dögum eftir að honum var sleppt úr haldi. Í júlí sama ár var honum tilkynnt að rannsóknin á hendur honum hefði verið felld niður.
Síðan hefur Guðmundur staðið í stappi vegna málsins í dómskerfinu, en málið sem héraðsdómur dæmir nú í varðar atvinnumissinn.
„Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ sagði Guðmundur við árið 2019 um stefnuna.
Óásættanlegur aðbúnaður
Árið 2017 féllst Hæstiréttur á að hluti gæsluvarðhaldsvistarinnar sem hann sætti hafi verið ólögmætur, og þá hafi aðstæður og aðbúnaður í varðhaldinu verið með öllu óásættanlegur.
Héraðsdómur fellst nú á Guðmundur hafi sýnt fram á að hann hefði haldið starfi sínu sem framleiðslustjóri, eða fengið annað sambærilegt starf ef handtakan og gæsluvarðhaldið hefði ekki átt sér stað.
Til þess að ákvarða hvaða bætur Guðmundur átti rétt á notaðist dómurinn við tekjur hans á árinu 2009, en það var eina árið sem hann var við störf allt árið í umræddu starfi. En ágreiningur málsins snerist að mestu um hvernig ætti að reikna út bæturnar.
Líkt og áður segir er íslenska ríkinu gert að greiða Guðmundi 47,8 milljónir krónur, sömu upphæð og hann krafðist sjálfur.