Líf og dauði leikur á hnífsegg Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. júlí 2024 11:37 Frumleg og örlítið furðuleg hugmynd hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða árið 2009 – að þróa og framleiða lækningavörur úr fiskroði. Verðlaunin voru 3 milljónir króna og 40 ráðgjafatímar hjá Atvinnuþróunarfélagið Vestfjarða. Það er óhætt að segja að hugmyndinni hafi vaxið fiskur um hrygg síðan þá, því upphafsmaðurinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur byggt um eitt öflugasta fyrirtæki landsins, stuðlað að lækningu tugþúsunda manna sem margir höfðu misst vonina, og skapað gríðarleg verðmæti fyrir íslenska þjóðarbúið. Hróður Kerecis hefur borist víða og nýjasta rósin í hnappagat félagsins er tilnefning til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna sem verða afhent á Möltu á þriðjudaginn kemur. Almenningur getur tekið þátt í kjörinu með þátttöku í netkosningu og ég hvet alla Íslendinga til að leggja sitt af mörkum á https://bit.ly/epoaward. Verðlaunum af þessari stærðargráðu fylgir mikill sýnileiki, sem stuðlar að hraðari dreifingu á lækningarvörum frá Kerecis um heiminn og að fleiri sjúklingar fái notið þeirra. Það leiðir til aukinna umsvifa hér heima, fjölgunar starfa og meiri verðmætasköpunar fyrir land og þjóð. Um svipað leyti og Kerecis vann Nýsköpunarkeppni Vestfjarða lagði Tækniþróunarsjóður félaginu til stuðning upp á eina milljón króna. Samkvæmt stofnandanum Guðmundi Fertram skiptu þessir fjármunir sköpum og án þeirra er óvíst að félagið hefði komist á legg. Sagan af Kerecis sýnir glöggt hvernig líf og dauði leikur á hnífsegg. Ef stuðningur í formi smáaura hefði ekki komið til, hefði samfélagið orðið af tugmilljarða tekjum, nýjum störfum og heimurinn misst af lækningavöru sem bætir líf og líðan fólks. Nýsköpunarstuðningur við athafnafólk með góðar hugmyndir er ekki sóun á opinberu fé heldur gerir það frumkvöðlum mögulegt að taka áhættur með hugmyndirnar sínar og borga samfélaginu margfalt tilbaka. Hagkerfið okkar þarf á því að halda að hér séu fleiri stoðir, aukin útflutningsverðmæti munu tryggja okkur fleiri tækifæri og aukin lífsgæði. Viðurkenningar og sýnileiki íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi skiptir okkur því öll miklu máli. Þess vegna tek ég þátt í netkosningunni og kýs rétt á https://bit.ly/epoaward. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Frumleg og örlítið furðuleg hugmynd hlaut fyrstu verðlaun í Nýsköpunarkeppni Vestfjarða árið 2009 – að þróa og framleiða lækningavörur úr fiskroði. Verðlaunin voru 3 milljónir króna og 40 ráðgjafatímar hjá Atvinnuþróunarfélagið Vestfjarða. Það er óhætt að segja að hugmyndinni hafi vaxið fiskur um hrygg síðan þá, því upphafsmaðurinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson hefur byggt um eitt öflugasta fyrirtæki landsins, stuðlað að lækningu tugþúsunda manna sem margir höfðu misst vonina, og skapað gríðarleg verðmæti fyrir íslenska þjóðarbúið. Hróður Kerecis hefur borist víða og nýjasta rósin í hnappagat félagsins er tilnefning til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna sem verða afhent á Möltu á þriðjudaginn kemur. Almenningur getur tekið þátt í kjörinu með þátttöku í netkosningu og ég hvet alla Íslendinga til að leggja sitt af mörkum á https://bit.ly/epoaward. Verðlaunum af þessari stærðargráðu fylgir mikill sýnileiki, sem stuðlar að hraðari dreifingu á lækningarvörum frá Kerecis um heiminn og að fleiri sjúklingar fái notið þeirra. Það leiðir til aukinna umsvifa hér heima, fjölgunar starfa og meiri verðmætasköpunar fyrir land og þjóð. Um svipað leyti og Kerecis vann Nýsköpunarkeppni Vestfjarða lagði Tækniþróunarsjóður félaginu til stuðning upp á eina milljón króna. Samkvæmt stofnandanum Guðmundi Fertram skiptu þessir fjármunir sköpum og án þeirra er óvíst að félagið hefði komist á legg. Sagan af Kerecis sýnir glöggt hvernig líf og dauði leikur á hnífsegg. Ef stuðningur í formi smáaura hefði ekki komið til, hefði samfélagið orðið af tugmilljarða tekjum, nýjum störfum og heimurinn misst af lækningavöru sem bætir líf og líðan fólks. Nýsköpunarstuðningur við athafnafólk með góðar hugmyndir er ekki sóun á opinberu fé heldur gerir það frumkvöðlum mögulegt að taka áhættur með hugmyndirnar sínar og borga samfélaginu margfalt tilbaka. Hagkerfið okkar þarf á því að halda að hér séu fleiri stoðir, aukin útflutningsverðmæti munu tryggja okkur fleiri tækifæri og aukin lífsgæði. Viðurkenningar og sýnileiki íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi skiptir okkur því öll miklu máli. Þess vegna tek ég þátt í netkosningunni og kýs rétt á https://bit.ly/epoaward. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun