Yfirgáfu skarkalann í borginni og gerðust ferðaþjónustubændur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2024 20:00 Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit eru hæstánægð með lífið í sveitinni. Vísir/Bjarni Hjón sem áður bjuggu í Reykjavík sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast ferðaþjónustubændur í sveitinni. Um þessar mundir eru þau að byggja fleiri smáhýsi fyrir gesti sína. Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit voru í óða önn ásamt vinnufólki þegar fréttastofu bar að garði á dögunum. „Það er verið að byggja hérna fjögur hús í viðbót viðþað sem var fyrir. Það voru hérna sjö hús, bætum við fjórum í sumar og þremur næsta sumar, bara bjartsýnn,“ segir Grétar. Sem stendur er pláss fyrir um þrjátíu í gistingu, en sá fjöldi mun ríflega tvöfaldast þegar öll nýju húsin eru klár, en þau koma í einingum frá Eistlandi. „Þetta eru bjálkahús sem ég set saman sjálfur með aðstoðarmenn með mér, fljótsett upp. Við sátum við eldhúsborðiðég og konan og rissuðum þetta á blað og sendum þetta út og fengum teikningar til baka upp á nýtinguna áþeim og þau koma bara mjög vel út, nýtast bara mjög vel að innan,“ segir Grétar. Þórlaug sækir vinnu í Reykjavík en hjónin sjá ekki eftir því að flýja úr borginni fyrir um sex árum. „Maðurinn minn er ættaður hérna frá Reyn og vildi endilega komast úr skarkalanum í bænum og mér fannst þetta bara svolítið sniðugt, bara að keyra í vinnuna á hverjum degi. En ég hafði enga trúáþví að einhver vildi gista 40 mínútur frá Reykjavík. En það var ekki rétt hjá mér, það er greinilegt aðþað er full þörf áþessu öllu saman og ég elska að vera hérna,“ segir Þórlaug og Grétar tekur undir. „Mjög gott að komast úr skarkalanum, þetta er allt annað líf,“ segir Grétar. Auk þess að vera í ferðaþjónustu eru bæði hundur og hænur á bænum sem sjá heimilinu fyrir eggjum. Þau sjá vel fyrir sér að lifa alfarið af ferðaþjónustunni. „Við gætum alveg gert það og það er opið hérna allt árið um kring en ég er í fullri vinnu í Reykjavík, bara í sumarfríi núna. Við erum með auka starfsmann sem hjálpar til en þetta er örugglega bara framtíðin hjá manni. Hvalfjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
„Það er verið að byggja hérna fjögur hús í viðbót viðþað sem var fyrir. Það voru hérna sjö hús, bætum við fjórum í sumar og þremur næsta sumar, bara bjartsýnn,“ segir Grétar. Sem stendur er pláss fyrir um þrjátíu í gistingu, en sá fjöldi mun ríflega tvöfaldast þegar öll nýju húsin eru klár, en þau koma í einingum frá Eistlandi. „Þetta eru bjálkahús sem ég set saman sjálfur með aðstoðarmenn með mér, fljótsett upp. Við sátum við eldhúsborðiðég og konan og rissuðum þetta á blað og sendum þetta út og fengum teikningar til baka upp á nýtinguna áþeim og þau koma bara mjög vel út, nýtast bara mjög vel að innan,“ segir Grétar. Þórlaug sækir vinnu í Reykjavík en hjónin sjá ekki eftir því að flýja úr borginni fyrir um sex árum. „Maðurinn minn er ættaður hérna frá Reyn og vildi endilega komast úr skarkalanum í bænum og mér fannst þetta bara svolítið sniðugt, bara að keyra í vinnuna á hverjum degi. En ég hafði enga trúáþví að einhver vildi gista 40 mínútur frá Reykjavík. En það var ekki rétt hjá mér, það er greinilegt aðþað er full þörf áþessu öllu saman og ég elska að vera hérna,“ segir Þórlaug og Grétar tekur undir. „Mjög gott að komast úr skarkalanum, þetta er allt annað líf,“ segir Grétar. Auk þess að vera í ferðaþjónustu eru bæði hundur og hænur á bænum sem sjá heimilinu fyrir eggjum. Þau sjá vel fyrir sér að lifa alfarið af ferðaþjónustunni. „Við gætum alveg gert það og það er opið hérna allt árið um kring en ég er í fullri vinnu í Reykjavík, bara í sumarfríi núna. Við erum með auka starfsmann sem hjálpar til en þetta er örugglega bara framtíðin hjá manni.
Hvalfjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira