Íþróttahjón opna apótek saman: „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júlí 2024 10:00 Hlíf og Vignir, fyrrum íþróttafólk og nýorðnir apótekseigendur. vísir / einar Vignir Stefánsson lagði handboltaskóna á hilluna í vor eftir að hafa orðið Evrópubikarmeistari með Val. Í leit að nýjum ævintýrum hefur hann opnað apótek með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur, lyfjafræðingi og fyrrum knattspyrnukonu. Vignir var annar af fyrirliðum Vals og hampaði Evrópubikarnum eftir sigur í vítakastkeppni gegn Olympiacos. Dramatískur leikur, ótrúlegur árangur og varla hægt að hugsa sér betri endalok. Vignir segist lifa í sátt við þá ákvörðun að hætta í handbolta og hún var ekki tekin í neinu flýti. „Ég var búinn að ákveða þetta en með því að ná að lyfta bikarnum þá er maður bara ákveðnari í sinni ákvörðun og sáttari við hana því það er rosalega gaman að hafa endað þetta svona.“ Hugmynd sem þau höfðu lengi Hann hefur nú snúið sér að allt öðru og opnað Apótek NOR í Norðlingaholti með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur. „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma, svo gerðum við ekkert í þessu fyrr en við vorum að klára fæðingarorlof með yngstu dóttur okkar. Eftir það fór þetta frekar hratt af stað og hingað erum við komin, búin að opna“ segir Hlíf. Allt gengið án áfalla Þau sammæltust um að hingað til hafi opnunin og upphaf rekstursins gengið stóráfallalaust. Apótekið hefur engin áhrif haft á heimilislífið eða hjónabandið, hingað til allavega sögðu þau glettin. Það séu forréttindi að geta unnið með maka sínum. Ofurhjón eru þau og mikil íþróttahjón en Hlíf er fyrrum knattspyrnukona sem á að baki rúmlega 200 leiki á fjórtán ára meistaraflokksferli. Það er því vert að spyrja hvort áhersla sé lögð í apótekinu á meðhöndlun íþróttameiðsla. „Ekki sérstaka [áherslu], kannski verðum við með einhverja íþróttadaga. Við eigum eftir að hugsa það betur en áherslan okkar er á faglega og góða þjónustu, keyrum svolítið á persónulegri nálgun.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan. Handbolti Fótbolti Valur Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Vignir var annar af fyrirliðum Vals og hampaði Evrópubikarnum eftir sigur í vítakastkeppni gegn Olympiacos. Dramatískur leikur, ótrúlegur árangur og varla hægt að hugsa sér betri endalok. Vignir segist lifa í sátt við þá ákvörðun að hætta í handbolta og hún var ekki tekin í neinu flýti. „Ég var búinn að ákveða þetta en með því að ná að lyfta bikarnum þá er maður bara ákveðnari í sinni ákvörðun og sáttari við hana því það er rosalega gaman að hafa endað þetta svona.“ Hugmynd sem þau höfðu lengi Hann hefur nú snúið sér að allt öðru og opnað Apótek NOR í Norðlingaholti með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur. „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma, svo gerðum við ekkert í þessu fyrr en við vorum að klára fæðingarorlof með yngstu dóttur okkar. Eftir það fór þetta frekar hratt af stað og hingað erum við komin, búin að opna“ segir Hlíf. Allt gengið án áfalla Þau sammæltust um að hingað til hafi opnunin og upphaf rekstursins gengið stóráfallalaust. Apótekið hefur engin áhrif haft á heimilislífið eða hjónabandið, hingað til allavega sögðu þau glettin. Það séu forréttindi að geta unnið með maka sínum. Ofurhjón eru þau og mikil íþróttahjón en Hlíf er fyrrum knattspyrnukona sem á að baki rúmlega 200 leiki á fjórtán ára meistaraflokksferli. Það er því vert að spyrja hvort áhersla sé lögð í apótekinu á meðhöndlun íþróttameiðsla. „Ekki sérstaka [áherslu], kannski verðum við með einhverja íþróttadaga. Við eigum eftir að hugsa það betur en áherslan okkar er á faglega og góða þjónustu, keyrum svolítið á persónulegri nálgun.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Fótbolti Valur Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira