Segir Akranes verða svefnbæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2024 14:15 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Ívar Fannar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir nánast alla atvinnustarfsemi á Akranesi vera farna og að stefni í að bærinn verði aðeins náttstaður íbúa. Rúmur fjórðungur Skagamanna sæki þegar atvinnu til Reykjavíkur og þörf sé á aðgerðum til að sporna við þessari þróun. Vilhjálmur var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag en þar ræddi hann ásamt Haraldi Benediktssyni bæjarstjóra atvinnumálin á Skaganum í kjölfar þess að Skaginn 3X óskaði eftir því að vera tekinn til gjaldþrotaskipta og sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum á Akranesi. Hann segir atvinnulíf bæjarins vera í lamasessi og að staðan sé fordæmalaus. „Við erum búin að ganga í gegnum gríðarlegar hremmingar á liðnum árum. Við erum búnir að missa allar okkar aflaheimildir í burtu, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem hér hafa verið, það er allt farið,“ segir Vilhjálmur. „Það má segja að atvinnulíf innan bæjrains sé afskaplega takmarkað. Nú held ég að við séum komin á botninn og að það sé í raun og veru ekkert annað eftir en að spyrna sig frá honum,“ segir hann þá. Haraldur tekur undir með Vilhjálmi og segir mikilvægt að snúa vörn í sókn. „Ég held að það sé mikilvægt að nota þessa stund og snúið vörn í sókn. Undanfarna daga hef ég í mínu starfi verið að þreifa á því hvernig við getum að minnsta kosti reynt að snúa þessari þróun við sem er ekki góð. Ég hef miklar væntingar,“ segir Haraldur. Akranes verði svefnbær Hann segist finna fyrir áhuga á því að endurreisa starfsemi Skagans 3X og að bæjaryfirvöld muni leggja sitt af mörkum til að styðja við slík áform. „Ég finn áhuga fyrir því við þurfum að finna leiðina. Það gera að sjálfsögðu ekki bæjaryfirvöldin en við erum allavegana að vinna í því að tengja fólk saman. Ég heyri áhyggjur forsvarsmanna sjávarútvegsfyrirtækja að við séum kannski að missa frá okkur hæfni og tækni,“ segir Haraldur. Vilhjálmur segir Akurnesinga þurfa að taka ákvörðun um það hvort bæjarfélagið skuli verða svefnbær, náttstaður íbúa sem sækja þó atvinnu á höfuðborgarsvæðið. Hann tekur einnig fram að ófaglært verkafólk eigi ekki möguleika á því að sækja vinnu til Reykjavíkur. „Í fyrsta lagi fer einn og hálfur mánuður á ári í ferðir fram og til baka, fyrir utan þann kostnað sem kostar að keyra fram og til baka. Það er gríðarlegur kostnaður við að þurfa að gera slíkt,“ segir Vilhjálmur. „Allt farið“ Hann segir nánast alla atvinnustarfsemi innan bæjarins vera farna og að ástandið sé orðið gríðarlega alvarlegt. „Þetta er allt farið. Þetta er farið vegna þess að pólitíkin á Íslandi hún hefur gert það að verkum að landsbyggðin hefur hægt og bítandi blætt úr vegna aðgerða stjórnvalda á hverjum tíma fyrir sig og það sama er að gerast núna. Eina sem við eigum, við Akurnesingar, eftir er Grundartangasvæðið og það hefur verið hart sótt að þeirri atvinnustarfsemi sem þar er í gegnum tíðina,“ segir hann. Vilhjálmur sættir sig ekki við þessa þróun. „Ég segi nei. Ég segi algjörlega nei við því. Við þurfum að efla atvinnustarfsemi hér á Akranesi. Við þurfum að spyrja fyrirtæki, hvað er það sem við getum gert til að þið komið í okkar sveitarfélag og hvað er það sem við þurfum að leggja fram, ekki öfugt,“ segir hann. Blikur á lofti Haraldur segir þá að fyrstu skref hafi verið tekin í þá áttina á sama tíma og fregnir af gjaldþroti Skagans 3X bárust bæjaryfirvöldum. „Við vorum að undirrita viljayfirlýsingu við tvo ráðherra ríkisstjórnar Íslands um að búa til aðstæður til að skapa öflugra atvinnulíf á Akranesi. Við vorum að stíga það skref að til dæmis að komast í ákveðnar framkvæmdir til að losa lóð til að mögulega byggja nýja heilsugæslustöð, þá getum við aukið starfsemi á sjúkrahúsinu á Akranesi. Við erum tilbúin með nýtt hverfi fyrir iðnfyrirtæki,“ segir Haraldur. „Við erum sannarlega að leggja grunninn að þessum viðskiptum sem við þurfum á að halda. Allt miðar þetta að því hvernig við getum skapað aðstæður fyrir fjölbreytt atvinnulíf á Akranesi,“ segir hann. Akranes Reykjavík síðdegis Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Vilhjálmur var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag en þar ræddi hann ásamt Haraldi Benediktssyni bæjarstjóra atvinnumálin á Skaganum í kjölfar þess að Skaginn 3X óskaði eftir því að vera tekinn til gjaldþrotaskipta og sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum á Akranesi. Hann segir atvinnulíf bæjarins vera í lamasessi og að staðan sé fordæmalaus. „Við erum búin að ganga í gegnum gríðarlegar hremmingar á liðnum árum. Við erum búnir að missa allar okkar aflaheimildir í burtu, stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem hér hafa verið, það er allt farið,“ segir Vilhjálmur. „Það má segja að atvinnulíf innan bæjrains sé afskaplega takmarkað. Nú held ég að við séum komin á botninn og að það sé í raun og veru ekkert annað eftir en að spyrna sig frá honum,“ segir hann þá. Haraldur tekur undir með Vilhjálmi og segir mikilvægt að snúa vörn í sókn. „Ég held að það sé mikilvægt að nota þessa stund og snúið vörn í sókn. Undanfarna daga hef ég í mínu starfi verið að þreifa á því hvernig við getum að minnsta kosti reynt að snúa þessari þróun við sem er ekki góð. Ég hef miklar væntingar,“ segir Haraldur. Akranes verði svefnbær Hann segist finna fyrir áhuga á því að endurreisa starfsemi Skagans 3X og að bæjaryfirvöld muni leggja sitt af mörkum til að styðja við slík áform. „Ég finn áhuga fyrir því við þurfum að finna leiðina. Það gera að sjálfsögðu ekki bæjaryfirvöldin en við erum allavegana að vinna í því að tengja fólk saman. Ég heyri áhyggjur forsvarsmanna sjávarútvegsfyrirtækja að við séum kannski að missa frá okkur hæfni og tækni,“ segir Haraldur. Vilhjálmur segir Akurnesinga þurfa að taka ákvörðun um það hvort bæjarfélagið skuli verða svefnbær, náttstaður íbúa sem sækja þó atvinnu á höfuðborgarsvæðið. Hann tekur einnig fram að ófaglært verkafólk eigi ekki möguleika á því að sækja vinnu til Reykjavíkur. „Í fyrsta lagi fer einn og hálfur mánuður á ári í ferðir fram og til baka, fyrir utan þann kostnað sem kostar að keyra fram og til baka. Það er gríðarlegur kostnaður við að þurfa að gera slíkt,“ segir Vilhjálmur. „Allt farið“ Hann segir nánast alla atvinnustarfsemi innan bæjarins vera farna og að ástandið sé orðið gríðarlega alvarlegt. „Þetta er allt farið. Þetta er farið vegna þess að pólitíkin á Íslandi hún hefur gert það að verkum að landsbyggðin hefur hægt og bítandi blætt úr vegna aðgerða stjórnvalda á hverjum tíma fyrir sig og það sama er að gerast núna. Eina sem við eigum, við Akurnesingar, eftir er Grundartangasvæðið og það hefur verið hart sótt að þeirri atvinnustarfsemi sem þar er í gegnum tíðina,“ segir hann. Vilhjálmur sættir sig ekki við þessa þróun. „Ég segi nei. Ég segi algjörlega nei við því. Við þurfum að efla atvinnustarfsemi hér á Akranesi. Við þurfum að spyrja fyrirtæki, hvað er það sem við getum gert til að þið komið í okkar sveitarfélag og hvað er það sem við þurfum að leggja fram, ekki öfugt,“ segir hann. Blikur á lofti Haraldur segir þá að fyrstu skref hafi verið tekin í þá áttina á sama tíma og fregnir af gjaldþroti Skagans 3X bárust bæjaryfirvöldum. „Við vorum að undirrita viljayfirlýsingu við tvo ráðherra ríkisstjórnar Íslands um að búa til aðstæður til að skapa öflugra atvinnulíf á Akranesi. Við vorum að stíga það skref að til dæmis að komast í ákveðnar framkvæmdir til að losa lóð til að mögulega byggja nýja heilsugæslustöð, þá getum við aukið starfsemi á sjúkrahúsinu á Akranesi. Við erum tilbúin með nýtt hverfi fyrir iðnfyrirtæki,“ segir Haraldur. „Við erum sannarlega að leggja grunninn að þessum viðskiptum sem við þurfum á að halda. Allt miðar þetta að því hvernig við getum skapað aðstæður fyrir fjölbreytt atvinnulíf á Akranesi,“ segir hann.
Akranes Reykjavík síðdegis Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01
Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33