Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 09:01 Það leikur enginn vafi á því að leikmönnum franska landsliðsins hafi tekist að hafa áhrif á kosningarinnar í heimalandinu. Getty/Dan Mullan Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum á morgun og leikmenn franska liðsins fengu góðar fréttir í aðdraganda leiksins. Frönsku leikmennirnir höfðu nefnilega blandað sér í þingkosningarnar í Frakklandi með því að tala um að þeir vildu alls ekki að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin myndi vinna þar sigur. Aukin kosningarþátttaka bendir til þess að frönsku landsliðsmönnunum hafi tekist að virkja unga fólkið því kjörsókn hefur ekki verið meira frá árinu 1981. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið mjög hátt í skoðanakönnunum og það var hætta á því að hægri öfgamenn tækju völdin í Frakklandi. Le soulagement est à la hauteur de l’inquiétude de ces dernières semaines, il est immense.Félicitations à tous les Français qui se sont mobilisés pour que ce beau pays qu’est la France ne se retrouve pas gouverné par l’extrême droite. 🙏🏾🇫🇷— Jules Kounde (@jkeey4) July 7, 2024 Bandalag vinstriflokka í Frakklandi náði aftur á móti að fá fleiri sæti í seinni umferð Þingkosninganna. „Þetta er mikill léttir eftir allar áhyggjur síðustu vikna. Hamingjuóskir til fólksins í Frakklandi sem tókst að taka höndum saman og sá til þess að landinu verður ekki stjórnað að hægri öfgaöflum,“ skrifaði Jules Koundé á X. @thuram „Sigur fólksins,“ skrifaði Aurélien Tchouaméni á X. Hugmyndafræði Frönsku þjóðfylkingarinnar einkennist af þjóðernishyggju, gagnrýni á Evrópusambandið og andstöðu við komu innflytjenda til Frakklands. Mjög margir leikmenn franska liðsns eru innflytjendur eða komnir af innflytjendum. Fyrirliðinn Kylian Mbappé blandaði sér í kosningabaráttuna oftar en einu sinni með því að kalla eftir stuðningi gegn hægri öfgaflokkum á fjölmiðlafundum franska landsliðsins. „Hamingjuóskir til allra sem brugðust við þessari ógn sem sveimaði yfir okkar fallega landi. Lengi lifi fjölbreytnin, lengi lífi lýðveldið, lengi lifi Frakkland“ skrifaði Marcus Thuram á Instagram. EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum á morgun og leikmenn franska liðsins fengu góðar fréttir í aðdraganda leiksins. Frönsku leikmennirnir höfðu nefnilega blandað sér í þingkosningarnar í Frakklandi með því að tala um að þeir vildu alls ekki að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin myndi vinna þar sigur. Aukin kosningarþátttaka bendir til þess að frönsku landsliðsmönnunum hafi tekist að virkja unga fólkið því kjörsókn hefur ekki verið meira frá árinu 1981. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið mjög hátt í skoðanakönnunum og það var hætta á því að hægri öfgamenn tækju völdin í Frakklandi. Le soulagement est à la hauteur de l’inquiétude de ces dernières semaines, il est immense.Félicitations à tous les Français qui se sont mobilisés pour que ce beau pays qu’est la France ne se retrouve pas gouverné par l’extrême droite. 🙏🏾🇫🇷— Jules Kounde (@jkeey4) July 7, 2024 Bandalag vinstriflokka í Frakklandi náði aftur á móti að fá fleiri sæti í seinni umferð Þingkosninganna. „Þetta er mikill léttir eftir allar áhyggjur síðustu vikna. Hamingjuóskir til fólksins í Frakklandi sem tókst að taka höndum saman og sá til þess að landinu verður ekki stjórnað að hægri öfgaöflum,“ skrifaði Jules Koundé á X. @thuram „Sigur fólksins,“ skrifaði Aurélien Tchouaméni á X. Hugmyndafræði Frönsku þjóðfylkingarinnar einkennist af þjóðernishyggju, gagnrýni á Evrópusambandið og andstöðu við komu innflytjenda til Frakklands. Mjög margir leikmenn franska liðsns eru innflytjendur eða komnir af innflytjendum. Fyrirliðinn Kylian Mbappé blandaði sér í kosningabaráttuna oftar en einu sinni með því að kalla eftir stuðningi gegn hægri öfgaflokkum á fjölmiðlafundum franska landsliðsins. „Hamingjuóskir til allra sem brugðust við þessari ógn sem sveimaði yfir okkar fallega landi. Lengi lifi fjölbreytnin, lengi lífi lýðveldið, lengi lifi Frakkland“ skrifaði Marcus Thuram á Instagram.
EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira