Svar við bréfi Carbfix: Óljósar hótanir ekki vænlegar til árangurs Davíð A Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 10:45 Þann 3. júlí s.l. birtu þau Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sem bæði eru starfsfólk Carbfix grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: Af hverju að byggja Coda Terminal. Þar gera þau grein fyrir ágæti og mikilvægi kolefnisförgunarstöðvarinnar Coda Terminal sem fyrirtækið hyggst reisa í Hafnarfirði. Jafnframt gera þau tilraun til að slá á áhyggjur íbúa af mögulegum umhverfisáhrifum starfseminnar en hávær umræða og mótmæli hafa farið af stað í bænum vegna áformanna. Í lok greinarinnar er spjótum beint að bæjarbúum: „Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð“. Greinarhöfundar sýna áhyggjum íbúa af förgunarstöðinni skilning og virðast hæglega geta sett sig í spor þeirra. En í lokaorðum Ólafs og Söndru breytist tónninn og fólki gert ljóst að því sé hollast að gæta orða sinna og skoðanna ella geti það haft afleiðingar sem ekki eru útskýrðar frekar. Í þessu sambandi verður að taka fram að ástæðurnar að baki andstöðu margra íbúa í Hafnarfirði við fyrirhugaðri uppbyggingu Coda Terminal eru af ýmsum toga og það er óþarfur hroki og afar mikil einföldun að halda því fram að andstaðan sé byggð á óþarfa ótta og upplýsingaóreiðu. Þá verður að benda greinarhöfundum á að það er þeirra hlutverk að kynna verkefnið með ásættanlegum hætti og að bæjaryfirvöldum ber skylda til að hafa alvöru samráð við íbúa. Það er hlutverk beggja þessara aðila að svara þeim spurningum sem íbúar hafa um verkefnið án þess að vera með hroka og jafnvel óljósar hótanir eins og lesa má úr orðunum. Miðað við þá stöðu sem nú er komin upp þar sem þúsundir hafa undirritað mótmælalista gegn áætlunum fyrirtækisins og sveitarfélagsins verður ekki annað séð en að samráðið og kynningin hafi mistekist. Nær væri að þau Ólafur og Sandra beindu umvöndunum sínum inná við og til bæjaryfirvalda því orðum fylgja sannarlega ábyrgð og afleiðingar enda virðist sátt um starfsemi Coda Terminal fjarlæg í augnablikinu. Íbúar í Hafnarfirði bera ekki ábyrgð á því. Að blanda hitaveituvæðingunni inn í umræðuna er svo ekkert annað en hreinn og klár útúrsnúningur sem dæmir sig sjálfur. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þann 3. júlí s.l. birtu þau Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sem bæði eru starfsfólk Carbfix grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: Af hverju að byggja Coda Terminal. Þar gera þau grein fyrir ágæti og mikilvægi kolefnisförgunarstöðvarinnar Coda Terminal sem fyrirtækið hyggst reisa í Hafnarfirði. Jafnframt gera þau tilraun til að slá á áhyggjur íbúa af mögulegum umhverfisáhrifum starfseminnar en hávær umræða og mótmæli hafa farið af stað í bænum vegna áformanna. Í lok greinarinnar er spjótum beint að bæjarbúum: „Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð“. Greinarhöfundar sýna áhyggjum íbúa af förgunarstöðinni skilning og virðast hæglega geta sett sig í spor þeirra. En í lokaorðum Ólafs og Söndru breytist tónninn og fólki gert ljóst að því sé hollast að gæta orða sinna og skoðanna ella geti það haft afleiðingar sem ekki eru útskýrðar frekar. Í þessu sambandi verður að taka fram að ástæðurnar að baki andstöðu margra íbúa í Hafnarfirði við fyrirhugaðri uppbyggingu Coda Terminal eru af ýmsum toga og það er óþarfur hroki og afar mikil einföldun að halda því fram að andstaðan sé byggð á óþarfa ótta og upplýsingaóreiðu. Þá verður að benda greinarhöfundum á að það er þeirra hlutverk að kynna verkefnið með ásættanlegum hætti og að bæjaryfirvöldum ber skylda til að hafa alvöru samráð við íbúa. Það er hlutverk beggja þessara aðila að svara þeim spurningum sem íbúar hafa um verkefnið án þess að vera með hroka og jafnvel óljósar hótanir eins og lesa má úr orðunum. Miðað við þá stöðu sem nú er komin upp þar sem þúsundir hafa undirritað mótmælalista gegn áætlunum fyrirtækisins og sveitarfélagsins verður ekki annað séð en að samráðið og kynningin hafi mistekist. Nær væri að þau Ólafur og Sandra beindu umvöndunum sínum inná við og til bæjaryfirvalda því orðum fylgja sannarlega ábyrgð og afleiðingar enda virðist sátt um starfsemi Coda Terminal fjarlæg í augnablikinu. Íbúar í Hafnarfirði bera ekki ábyrgð á því. Að blanda hitaveituvæðingunni inn í umræðuna er svo ekkert annað en hreinn og klár útúrsnúningur sem dæmir sig sjálfur. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar