Afstaða Sjálfstæðismanna á skjön við lýðheilsustefnu stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 11:27 Ljóst er að stjórnarflokkarnir eru langt í frá sammála um fyrirkomulag áfengissölu. „Standa þarf vörð um íslenska forvarnarmódelið og gagnreynda áfengisstefnu sem m.a. felst í takmörkun á aðgengi með því að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins,“ segir í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára. Skýrslan endurspeglar afstöðu ráðherrans og Framsóknarmannsins Willum Þórs Þórissonar og þann ágreining sem er uppi um fyrirkomulag áfengissölu á Ísland innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Sjálfstæðismenn hafa löngum barist fyrir því að einkaréttur ríkisins verði afnuminn. „Íslenskt forvarnarstarf er í fremstu röð og hefur árangur í áfengis-, tóbaks- og vímuforvörnum ungmenna hér á landi vakið athygli út fyrir landsteinana. Íslenska forvarnarmódelið hefur verið viðurkennt fyrir árangur sinn í að draga úr áfengis- og vímuefnanotkun meðal ungs fólks,“ segir meðal annars í skýrslunni. Rannsóknir hafi sýnt fram á að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. „Þennan árangur má ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag.“ Starfshópur og þingmannanefnd um áfengis- og vímuvarnir Í skýrslunni segir að í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sé lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna og ráðherra hafi þegar skipað starfshóp sem sé ætlað að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá hafi verið skipuð þingmannanefnd sem muni funda með hópnum. Willum hefur sjálfur sagt að með netsölu áfengis sé grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum ógnað en yfirvöld virðast hins vegar haft afar lítinn áhuga á að stöðva slíka sölu. Hún er nú þegar stunduð af einyrkjum en Hagkaup er meðal stórfyrirtækja sem hyggja á netsölu á næstu misserum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram frumvörp til að binda enda á einkarétt ríkisins á áfengissölu en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af heilbrigðiskerfinu í heild sinni, meðal annars fagfélögum heilbrigðisstarfsmanna, og aldrei náð í gegn. Netsalan hefur hins vegar reynst leið framhjá boðum og bönnum og fengið að þrífast svo til óáreitt þar til Sigurður Ingi Jóhannsson, sem varð fjármála- og efnahagsráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna málsins í júní síðastliðnum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, brást við með því að ítreka að ráðherrar ættu ekki að skipta sér af ákvörðunum lögreglu. Áður hafði hún boðað að frumvarp um að netsala með áfengi yrði heimiluð yrði lagt fram í upphafi þessa árs. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Skýrslan endurspeglar afstöðu ráðherrans og Framsóknarmannsins Willum Þórs Þórissonar og þann ágreining sem er uppi um fyrirkomulag áfengissölu á Ísland innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Sjálfstæðismenn hafa löngum barist fyrir því að einkaréttur ríkisins verði afnuminn. „Íslenskt forvarnarstarf er í fremstu röð og hefur árangur í áfengis-, tóbaks- og vímuforvörnum ungmenna hér á landi vakið athygli út fyrir landsteinana. Íslenska forvarnarmódelið hefur verið viðurkennt fyrir árangur sinn í að draga úr áfengis- og vímuefnanotkun meðal ungs fólks,“ segir meðal annars í skýrslunni. Rannsóknir hafi sýnt fram á að aukið aðgengi að áfengi hafi slæm áhrif á heilsufar auk þess að hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar í för með sér. „Þennan árangur má ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag.“ Starfshópur og þingmannanefnd um áfengis- og vímuvarnir Í skýrslunni segir að í lýðheilsustefnu til ársins 2030 sé lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna og ráðherra hafi þegar skipað starfshóp sem sé ætlað að móta heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá hafi verið skipuð þingmannanefnd sem muni funda með hópnum. Willum hefur sjálfur sagt að með netsölu áfengis sé grundvallarmarkmiðum stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum ógnað en yfirvöld virðast hins vegar haft afar lítinn áhuga á að stöðva slíka sölu. Hún er nú þegar stunduð af einyrkjum en Hagkaup er meðal stórfyrirtækja sem hyggja á netsölu á næstu misserum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað lagt fram frumvörp til að binda enda á einkarétt ríkisins á áfengissölu en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af heilbrigðiskerfinu í heild sinni, meðal annars fagfélögum heilbrigðisstarfsmanna, og aldrei náð í gegn. Netsalan hefur hins vegar reynst leið framhjá boðum og bönnum og fengið að þrífast svo til óáreitt þar til Sigurður Ingi Jóhannsson, sem varð fjármála- og efnahagsráðherra eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna málsins í júní síðastliðnum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, brást við með því að ítreka að ráðherrar ættu ekki að skipta sér af ákvörðunum lögreglu. Áður hafði hún boðað að frumvarp um að netsala með áfengi yrði heimiluð yrði lagt fram í upphafi þessa árs.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netsala á áfengi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira