Læknirinn sem varð fyrir árásinni ætlar lengra með málið Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 15:56 Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu i miðbænum. Vísir/Vilhelm Heimilislæknir sem varð fyrir árás sjúklings á heilsugæslu í Reykjavík en fær ekki bætur frá ríkinu vegna málsins hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Þetta staðfestir Snorri Stefánsson, lögmaður læknisins, í samtali við fréttastofu. Snorri hefur heyrt að það sé tilfinningin hjá læknum almennt að kjarasamningsákvæði ætti að vernda þá betur en þessi dómur gefur til kynna, enda séu þeir oft að vinna við erfiðar aðstæður. „Mönnum líður auðvitað betur ef þeir eru tryggðir.“ Atvik málsins áttu sér stað árið 2021 þegar sjúklingur sem vildi fá morfínlyf, sem læknirinn hafði neitað honum um, réðst á hann. Læknirinn höfðaði mál á hendur gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins. Dómurinn leit svo á að til þess að ríkið sé bótaskylt hafi sjúklingurinn þurft að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum. Að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess, en árásarmaðurinn hlaut sextíu daga fangelsisdóm vegna málsins. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag var fjallað um að málum þar sem heilbrigðistarfsfólki er hótað eða beitt ofbeldi væri að fjölga. ' Fram kom að mál heimilislæknisins hefði vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar, og að síðan hefði öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ sagði Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta staðfestir Snorri Stefánsson, lögmaður læknisins, í samtali við fréttastofu. Snorri hefur heyrt að það sé tilfinningin hjá læknum almennt að kjarasamningsákvæði ætti að vernda þá betur en þessi dómur gefur til kynna, enda séu þeir oft að vinna við erfiðar aðstæður. „Mönnum líður auðvitað betur ef þeir eru tryggðir.“ Atvik málsins áttu sér stað árið 2021 þegar sjúklingur sem vildi fá morfínlyf, sem læknirinn hafði neitað honum um, réðst á hann. Læknirinn höfðaði mál á hendur gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins. Dómurinn leit svo á að til þess að ríkið sé bótaskylt hafi sjúklingurinn þurft að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum. Að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess, en árásarmaðurinn hlaut sextíu daga fangelsisdóm vegna málsins. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag var fjallað um að málum þar sem heilbrigðistarfsfólki er hótað eða beitt ofbeldi væri að fjölga. ' Fram kom að mál heimilislæknisins hefði vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar, og að síðan hefði öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ sagði Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira