Rekinn umsvifalaust úr klúbbnum í miðju meistaramóti Jakob Bjarnar skrifar 8. júlí 2024 16:20 Davíð hefur dramatíska sögu að segja en hann var rekinn úr Golfklúbbi Sandgerðis í miðju meistaramóti. Davíð segir sig og fjölskyldu sína grátt leikna. Davíð Jónsson var rekinn umsvifalaust úr Golfklúbbi Sandgerðis ásamt sonum hans tveimur í miðju meistaramóti. Von er á yfirlýsingu frá Golfklúbbi Sandgerðis vegna málsins. Davíð, sem er fyrrverandi afrekskylfingur, hafði skráð sig í með aukaaðild að Golfklúbb Sandgerðis, en hann er jafnframt meðlimur í Golfklúbbi Suðurnesja, fyrir sig og syni sína tvo. Upp úr sauð þegar þeir voru sakaðir um svindl. Eiginkona Davíðs, Eva Dögg Sigurðardóttir, mætti í klúbbhúsið og svaraði fyrir sína menn. Meðal annarra við Lárus Óskarsson, formann klúbbsins og fleiri menn: Að hún tryði sínum mönnum. Lárus gekk í kjölfarið fyrir stjórn félagsins og setti upp afarkosti: Annað hvort fer þetta fólk eða ég. Og sú varð niðurstaðan. Lárus segist ekkert vilja láta hafa eftir sér varðandi málið, það sé leiðinlegt en það sé hins vegar von á yfirlýsingu fljótlega frá klúbbnum vegna málsins. Aldrei fyrr verið sakaður um svindl Davíð segir hins vegar þetta afar sérstakt. Hann hafi aldrei, á þeim rúm fjörutíu árum sem hann hefur verið keppniskylfingur, verið sakaður um svindl. Og það sé stimpill sem hann hefur engan áhuga á að reyna að þvo af sér. Málið á sér aðdraganda. „Ég hef alltaf verið í Golfklúbbi Suðurnesja en færði mig svo yfir í Sandgerði líka. Þar er fínn völlur og auðvelt að komast að. Svo varð ég klúbbmeistari þar fyrir þremur fjórum árum síðan og langaði nú til að taka þátt í meistaramótinu og verða jafnvel klúbbmeistari aftur.“ Davíð segist hafa verið að spila vel í sumar, en hann var aðeins með fjaraðild að Golfklúbbi Sandgerðis. „Nokkrum dögum fyrir meistaramótið sé ég athugasemd að aðeins fullgildir meðlimir geti unnið til verðlauna í höggleik. Ég hringdi í formanninn og spurði hvort ég geti þá ekki unnið til verðlauna, eða hvernig er það? Nei, hann sagði mér að það væri búið að taka ákvörðun um annað. Ók. Ég er ekkert sáttur við það,“ segir Davíð. Lárus Óskarsson formaður klúbbsins gekk fyrir stjórnina og sagði: Annað hvort fer þetta fólk eða ég.facebook Í framhaldinu fór hann að kynna sér hvort ekki væri hægt að gera eitthvað í þeim málum. Hann heyrði í konu í Keflavík sem svipað var ástatt um, hún var með fjaraðild, heyrði í Lárusi með það sem tjáði henni að hún gæti greitt 35 þúsund krónur og væri þá komin með fulla aðild að klúbbnum. Þá væri ekkert því til fyrirstöðu að hún gæti keppt um klúbbmeistarann. Kaupir sér aukalega fulla aðild „Ég heyrði í henni en þá var stemmningin hjá henni sú að hún ætlaði bara að hætta við. Og hún skráði sig frekar í mót á Flúðum.“ Davíð ætlaði ekki að gefast svona auðveldlega upp og hafði samband við Lárus. Og fékk það í gegn að með því að greiða 40 þúsund þá gæti hann og synir hans tveir, 13 og 16 ára, tekið þátt og átt þá möguleika á að vinna mótið. Davíð segir ekki gaman að taka þátt í svona mótum án þess að eiga von um að geta unnið. „Það verður úr að ég borga þennan aukalega 40 þúsund kall. Og fyrsta daginn spilum feðgarnir saman. Erum þrír í holli. Svo á 6. holu kemur upp þetta atvik sem verður kveikjan að þessu öllu. Eldri drengurinn slær út í röffhól. Ég hleyp þar að og eftir smá leit finn ég kúluna. Ég benti honum á hana og fer að minni kúlu, slæ mitt högg og geng svo áleiðis. Þá kemur þar að Kristinn Óskarsson kylfingur að og segir að drengurinn hafi hagrætt legunni, ýtt niður grasinu áður en hann sló, hann myndi tilkynna það.“ „Þið eruð bara allir svindlarar!“ Davíð gekk þá að drengnum og sagði honum að ekki mætti ýta grasinu niður, það bara megi ekki. Og að þeir muni bara spyrjast fyrir um hvernig ætti að snúa sér í þessu í golfskálanum, hvort þetta væri eitt eða tvö víti. Davíð segist aldrei, á sínum 43 ára gamla keppnisferli verið sakaður um svindl fyrr. Það er ekki nokkuð sem honum þykir léttvægt.aðsend „Við mættum dómaranum við 18. holu, hann kemur til mín og segir mér að þetta séu tvö högg í víti. Og ekkert meira með það. Hann verður bara að sætta sig við þetta. Sem var reyndar sorglegt fyrir hann því hann var með 77 högg en það besta var 76 högg. Ég sjálfur spilaði á 79,“ segir Davíð og var það undir væntingum. „Ég hef verið góður í sumar, eins og áður sagði, og hef ekki átt hring enn yfir 80. Ég kom inn í golfskálann eftir að hafa talað við dómarann. Rétti Lárusi skorkortið og hann benti mér á að það væri best ef við þrír værum ekki að spila saman einir, það væru sögur um svindl og svona, ég heyrði ekki nákvæmlega hvað hann sagði, en að fólk hefði áhyggjur af svindli.“ Davíð segir að það hafi fokið í sig við þetta og hann hafi elt Lárus sinn á skrifstofu og sagt honum að þetta væri í fyrsta skipti í 43 ár í keppnisgolfi sem hann hefði verið vændur um svindl. Hann hafi meira að segja verið með dómararéttindi á sínum tíma en væri kannski ekki alveg með allt á hreinu núna. En drengurinn hafi ekki áttað sig á þessu. „Þá er þar inni á skrifstofunni Hlynur Jóhannsson, sem endaði svo á því að verða klúbbmeistari. Hann sagði, heyrðu Davíð, þið eigið að vita betur. Og sagði svo: „Þið eruð bara allir svindlarar! Ég er ekkert ofan af þeirri skoðun. Ef þið vinnið til einhverra verðlauna mun ég ekki klappa fyrir ykkur á lokahófinu.“ Dómarinn sagði golfleik feðganna eftir bókinni Davíð segist hafa orðið hvumsa við þessi orð. En hann hafi farið frá en hugsað sitt. Drengurinn vissi ekki hvernig þetta átti að vera og það væri lélegt ef þeir þrír væru við þetta atvik allir settir undir þann hatt að vera svindlarar. „Svo förum við og spilum næsta dag. Annar dagurinn í fjögurra daga móti. Við voru þrír saman áfram ásamt einum öðrum. Kvöldið áður hafði ég sent bréf til mótstjórnar og tjáð þeim að ég væri mjög ósáttur við þessi ummæli, þau væru ekki í anda þess sem vert væri að hafa gaman að golfinu. Dómarinn gæti fylgt okkur og jafnframt lofaði ég því að ég myndi ekki spila svona illa aftur! Dómarinn fylgdi okkur svo allan hringinn og hann sagði allt eftir bókinni, ekkert óeðlilegt hafi komið uppá.“ Davíð var endaði daginn á 75 höggum sem reyndist besta skorið þann daginn og hann kominn í efsta sæti. Annar drengjanna hans endaði á 82 höggum, spilaði vel en klúðraði hringnum með einni sprengju. Davíð er þaulvanur kylfingur og hefur verið heitur í sumar, engin hringur undir 80 höggum sem er nokkuð sem flestir geta aðeins látið sig dreyma um.facebook „Svo erum við inni í skála, konan mín er þarna líka, erum að fá okkur vöfflu og svona, og þar er fólk á sveimi. Til okkar komu svo tveir eða þrír sem voru að spyrjast fyrir um hvað hafði gerst og ég segi þeim að mér finnist asnalegt að hann hafi verið að kalla okkur svindlara. Fáránlegt.“ Bíða nú eftir skýringum frá Sandgerði Um kvöldið hringir svo dómarinn í Davíð og tjáir honum að stjórnin sé búin að fara yfir þetta mál. Davíð bjóst við því að þeir ætluðu að biðjast afsökunar á orðum Hlyns en það var nú ekki. „Stjórnin hefur tekið ákvörðun um það að þið verðið bara reknir úr klúbbnum og mótinu líka. Ég spurði: Allir þrír? Hver væri ástæðan fyrir því? Þá svaraði hann því til að þetta hafi átt að vera búið mál en svo héldu þeir áfram að tala um það í skálanum. Ég spurði hvort út í ummæli Hlyns og hann viðurkenndi að þetta hefði verið einum of hjá honum. Og svona ummæli yrðu ekki liðin framvegis. En endaði svo á að segja að þetta væri hans skoðun.“ Davíð furðaði sig á því að hann mætti hafa þá skoðun að hann og synir hans væru svindlarar en hann mætti ekki hafa þá skoðun eða segja hvernig þetta var? Davíð og kona hans Eva Dögg Sigurðardóttir. En golfið er fjölskylduíþótt sem sameinar fjölskylduna. Eva Dögg blandaðist inn í þrætur í golfskálanum en hún sagðist bara trúa sínum manni og því sem hann skrifaði mótstjórninni.facebook „Ég veit að ég er að gagnrýna formann klúbbsins en það er langt gengið að reka okkur alla þrjá úr klúbbnum. Ég hef nú þegar óskað eftir því að fá svar frá golfklúbbi Sandgerðis. En þeir vilja meina að þetta er endanleg ákvörðun, henni verður ekki breytt.“ Enduðu á Flúðum og unnu mótið þar Davíð segist hafa heyrt bæði í GSÍ og ÍSÍ en þar hafi honum verið tjáð að ekkert væri hægt að gera í málinu á þessu stigi. Svör þyrftu að berast frá Golfklúbbi Sandgerðis áður en lengra væri haldið, þar sem tilgreindar væru ástæður brottvikningarinnar. Golfklúbburinn er þegar búinn að endurgreiða Davíð mótsgjaldið og aðildina eða um sem nemur 140 þúsund krónum. Og lítur líklega svo á að málinu sé lokið, fyrir sína parta. „En þetta endaði bara með því að við feðgarnir fylgdum fordæmi konunnar sem fór alla leiðina á Flúðir. Við fórum á golfmótið þar á laugadaginn og yngri drengurinn vann mótið með sex punktum. Og ég og eldri drengurinn vorum með besta skorið, 78 högg í frábæru veðri.“ Davíð segir þetta ágætan endi á helginni og hann er ánægður með að synir hans skuli ekki taka þetta meira inn á sig en var. Þeir séu báðir að æfa golf og yngri drengurinn hefur aldrei spilað eins vel og nú; á 80 höggum og vantaði ekki mikið uppá að hann færi að vinna okkur. Það má fara að passa sig á þeim litla líka.“ Nú bíður fjölskyldan svara frá Golfklúbbi Sandgerðis og svo verður málinu líkast til vísað til GSÍ og ÍSÍ. Það er því óhætt að segja að það geti orðið hvasst í þessari íþrótt sem kennir sig við prúðmennsku í hvívetna. Golf Suðurnesjabær Golfvellir Stjórnsýsla Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Davíð, sem er fyrrverandi afrekskylfingur, hafði skráð sig í með aukaaðild að Golfklúbb Sandgerðis, en hann er jafnframt meðlimur í Golfklúbbi Suðurnesja, fyrir sig og syni sína tvo. Upp úr sauð þegar þeir voru sakaðir um svindl. Eiginkona Davíðs, Eva Dögg Sigurðardóttir, mætti í klúbbhúsið og svaraði fyrir sína menn. Meðal annarra við Lárus Óskarsson, formann klúbbsins og fleiri menn: Að hún tryði sínum mönnum. Lárus gekk í kjölfarið fyrir stjórn félagsins og setti upp afarkosti: Annað hvort fer þetta fólk eða ég. Og sú varð niðurstaðan. Lárus segist ekkert vilja láta hafa eftir sér varðandi málið, það sé leiðinlegt en það sé hins vegar von á yfirlýsingu fljótlega frá klúbbnum vegna málsins. Aldrei fyrr verið sakaður um svindl Davíð segir hins vegar þetta afar sérstakt. Hann hafi aldrei, á þeim rúm fjörutíu árum sem hann hefur verið keppniskylfingur, verið sakaður um svindl. Og það sé stimpill sem hann hefur engan áhuga á að reyna að þvo af sér. Málið á sér aðdraganda. „Ég hef alltaf verið í Golfklúbbi Suðurnesja en færði mig svo yfir í Sandgerði líka. Þar er fínn völlur og auðvelt að komast að. Svo varð ég klúbbmeistari þar fyrir þremur fjórum árum síðan og langaði nú til að taka þátt í meistaramótinu og verða jafnvel klúbbmeistari aftur.“ Davíð segist hafa verið að spila vel í sumar, en hann var aðeins með fjaraðild að Golfklúbbi Sandgerðis. „Nokkrum dögum fyrir meistaramótið sé ég athugasemd að aðeins fullgildir meðlimir geti unnið til verðlauna í höggleik. Ég hringdi í formanninn og spurði hvort ég geti þá ekki unnið til verðlauna, eða hvernig er það? Nei, hann sagði mér að það væri búið að taka ákvörðun um annað. Ók. Ég er ekkert sáttur við það,“ segir Davíð. Lárus Óskarsson formaður klúbbsins gekk fyrir stjórnina og sagði: Annað hvort fer þetta fólk eða ég.facebook Í framhaldinu fór hann að kynna sér hvort ekki væri hægt að gera eitthvað í þeim málum. Hann heyrði í konu í Keflavík sem svipað var ástatt um, hún var með fjaraðild, heyrði í Lárusi með það sem tjáði henni að hún gæti greitt 35 þúsund krónur og væri þá komin með fulla aðild að klúbbnum. Þá væri ekkert því til fyrirstöðu að hún gæti keppt um klúbbmeistarann. Kaupir sér aukalega fulla aðild „Ég heyrði í henni en þá var stemmningin hjá henni sú að hún ætlaði bara að hætta við. Og hún skráði sig frekar í mót á Flúðum.“ Davíð ætlaði ekki að gefast svona auðveldlega upp og hafði samband við Lárus. Og fékk það í gegn að með því að greiða 40 þúsund þá gæti hann og synir hans tveir, 13 og 16 ára, tekið þátt og átt þá möguleika á að vinna mótið. Davíð segir ekki gaman að taka þátt í svona mótum án þess að eiga von um að geta unnið. „Það verður úr að ég borga þennan aukalega 40 þúsund kall. Og fyrsta daginn spilum feðgarnir saman. Erum þrír í holli. Svo á 6. holu kemur upp þetta atvik sem verður kveikjan að þessu öllu. Eldri drengurinn slær út í röffhól. Ég hleyp þar að og eftir smá leit finn ég kúluna. Ég benti honum á hana og fer að minni kúlu, slæ mitt högg og geng svo áleiðis. Þá kemur þar að Kristinn Óskarsson kylfingur að og segir að drengurinn hafi hagrætt legunni, ýtt niður grasinu áður en hann sló, hann myndi tilkynna það.“ „Þið eruð bara allir svindlarar!“ Davíð gekk þá að drengnum og sagði honum að ekki mætti ýta grasinu niður, það bara megi ekki. Og að þeir muni bara spyrjast fyrir um hvernig ætti að snúa sér í þessu í golfskálanum, hvort þetta væri eitt eða tvö víti. Davíð segist aldrei, á sínum 43 ára gamla keppnisferli verið sakaður um svindl fyrr. Það er ekki nokkuð sem honum þykir léttvægt.aðsend „Við mættum dómaranum við 18. holu, hann kemur til mín og segir mér að þetta séu tvö högg í víti. Og ekkert meira með það. Hann verður bara að sætta sig við þetta. Sem var reyndar sorglegt fyrir hann því hann var með 77 högg en það besta var 76 högg. Ég sjálfur spilaði á 79,“ segir Davíð og var það undir væntingum. „Ég hef verið góður í sumar, eins og áður sagði, og hef ekki átt hring enn yfir 80. Ég kom inn í golfskálann eftir að hafa talað við dómarann. Rétti Lárusi skorkortið og hann benti mér á að það væri best ef við þrír værum ekki að spila saman einir, það væru sögur um svindl og svona, ég heyrði ekki nákvæmlega hvað hann sagði, en að fólk hefði áhyggjur af svindli.“ Davíð segir að það hafi fokið í sig við þetta og hann hafi elt Lárus sinn á skrifstofu og sagt honum að þetta væri í fyrsta skipti í 43 ár í keppnisgolfi sem hann hefði verið vændur um svindl. Hann hafi meira að segja verið með dómararéttindi á sínum tíma en væri kannski ekki alveg með allt á hreinu núna. En drengurinn hafi ekki áttað sig á þessu. „Þá er þar inni á skrifstofunni Hlynur Jóhannsson, sem endaði svo á því að verða klúbbmeistari. Hann sagði, heyrðu Davíð, þið eigið að vita betur. Og sagði svo: „Þið eruð bara allir svindlarar! Ég er ekkert ofan af þeirri skoðun. Ef þið vinnið til einhverra verðlauna mun ég ekki klappa fyrir ykkur á lokahófinu.“ Dómarinn sagði golfleik feðganna eftir bókinni Davíð segist hafa orðið hvumsa við þessi orð. En hann hafi farið frá en hugsað sitt. Drengurinn vissi ekki hvernig þetta átti að vera og það væri lélegt ef þeir þrír væru við þetta atvik allir settir undir þann hatt að vera svindlarar. „Svo förum við og spilum næsta dag. Annar dagurinn í fjögurra daga móti. Við voru þrír saman áfram ásamt einum öðrum. Kvöldið áður hafði ég sent bréf til mótstjórnar og tjáð þeim að ég væri mjög ósáttur við þessi ummæli, þau væru ekki í anda þess sem vert væri að hafa gaman að golfinu. Dómarinn gæti fylgt okkur og jafnframt lofaði ég því að ég myndi ekki spila svona illa aftur! Dómarinn fylgdi okkur svo allan hringinn og hann sagði allt eftir bókinni, ekkert óeðlilegt hafi komið uppá.“ Davíð var endaði daginn á 75 höggum sem reyndist besta skorið þann daginn og hann kominn í efsta sæti. Annar drengjanna hans endaði á 82 höggum, spilaði vel en klúðraði hringnum með einni sprengju. Davíð er þaulvanur kylfingur og hefur verið heitur í sumar, engin hringur undir 80 höggum sem er nokkuð sem flestir geta aðeins látið sig dreyma um.facebook „Svo erum við inni í skála, konan mín er þarna líka, erum að fá okkur vöfflu og svona, og þar er fólk á sveimi. Til okkar komu svo tveir eða þrír sem voru að spyrjast fyrir um hvað hafði gerst og ég segi þeim að mér finnist asnalegt að hann hafi verið að kalla okkur svindlara. Fáránlegt.“ Bíða nú eftir skýringum frá Sandgerði Um kvöldið hringir svo dómarinn í Davíð og tjáir honum að stjórnin sé búin að fara yfir þetta mál. Davíð bjóst við því að þeir ætluðu að biðjast afsökunar á orðum Hlyns en það var nú ekki. „Stjórnin hefur tekið ákvörðun um það að þið verðið bara reknir úr klúbbnum og mótinu líka. Ég spurði: Allir þrír? Hver væri ástæðan fyrir því? Þá svaraði hann því til að þetta hafi átt að vera búið mál en svo héldu þeir áfram að tala um það í skálanum. Ég spurði hvort út í ummæli Hlyns og hann viðurkenndi að þetta hefði verið einum of hjá honum. Og svona ummæli yrðu ekki liðin framvegis. En endaði svo á að segja að þetta væri hans skoðun.“ Davíð furðaði sig á því að hann mætti hafa þá skoðun að hann og synir hans væru svindlarar en hann mætti ekki hafa þá skoðun eða segja hvernig þetta var? Davíð og kona hans Eva Dögg Sigurðardóttir. En golfið er fjölskylduíþótt sem sameinar fjölskylduna. Eva Dögg blandaðist inn í þrætur í golfskálanum en hún sagðist bara trúa sínum manni og því sem hann skrifaði mótstjórninni.facebook „Ég veit að ég er að gagnrýna formann klúbbsins en það er langt gengið að reka okkur alla þrjá úr klúbbnum. Ég hef nú þegar óskað eftir því að fá svar frá golfklúbbi Sandgerðis. En þeir vilja meina að þetta er endanleg ákvörðun, henni verður ekki breytt.“ Enduðu á Flúðum og unnu mótið þar Davíð segist hafa heyrt bæði í GSÍ og ÍSÍ en þar hafi honum verið tjáð að ekkert væri hægt að gera í málinu á þessu stigi. Svör þyrftu að berast frá Golfklúbbi Sandgerðis áður en lengra væri haldið, þar sem tilgreindar væru ástæður brottvikningarinnar. Golfklúbburinn er þegar búinn að endurgreiða Davíð mótsgjaldið og aðildina eða um sem nemur 140 þúsund krónum. Og lítur líklega svo á að málinu sé lokið, fyrir sína parta. „En þetta endaði bara með því að við feðgarnir fylgdum fordæmi konunnar sem fór alla leiðina á Flúðir. Við fórum á golfmótið þar á laugadaginn og yngri drengurinn vann mótið með sex punktum. Og ég og eldri drengurinn vorum með besta skorið, 78 högg í frábæru veðri.“ Davíð segir þetta ágætan endi á helginni og hann er ánægður með að synir hans skuli ekki taka þetta meira inn á sig en var. Þeir séu báðir að æfa golf og yngri drengurinn hefur aldrei spilað eins vel og nú; á 80 höggum og vantaði ekki mikið uppá að hann færi að vinna okkur. Það má fara að passa sig á þeim litla líka.“ Nú bíður fjölskyldan svara frá Golfklúbbi Sandgerðis og svo verður málinu líkast til vísað til GSÍ og ÍSÍ. Það er því óhætt að segja að það geti orðið hvasst í þessari íþrótt sem kennir sig við prúðmennsku í hvívetna.
Golf Suðurnesjabær Golfvellir Stjórnsýsla Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira