Þjóðfylking Le Pen gengur til liðs við jaðarhægri fylkingu Orbán Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 19:05 Leiðtogar flokkanna tveggja á ráðstefnu jaðarhægri leiðtoga álfunnar um árið. EPA/Marcin Obara Þjóðfylking Marine Le Pen hefur gengið til liðs við flokk Viktors Orbán, forsætisráðherrans ungverska, og hafa þau myndað nýtt bandalag jaðarhægri flokka á Evrópuþinginu. Þessi tilkynning kemur í kjölfar óvænta sigurs Nýju lýðfylkingarinnar, bandalags vinstri flokka, í nýafstöðnum þingkosningum á Frakklandi þar sem flokkur Le Pen hlaut talsvert lakara fylgi en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Guardian greinir frá þessu. Þetta nýja bandalag kallar sig Föðurlandsvini fyrir Evrópu og er strax þriðja stærsta fylkingin á Evrópuþinginu og stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins. Jordan Bardella, hægri hönd Le Pen, tekur við stjórnartaumum fylkingarinnar. Hann var af mörgum talinn líklegasti arftaki Gabriel Attal í embætti forsætisráðherra hefði Þjóðfylkingin unnið þann stórsigur sem margir áttu von á. „Sem föðurlandsvinir ætlum við okkur að vinna saman til að ná aftur tökum á innviðum okkar og breyta um stefnu til að þjóna þjóðum okkar,“ segir Bardella í tilkynningu til fjölmiðla. Fylkingin samanstendur af 84 þingmönnum frá tólf aðildarþjóðum. Hinn ungverski Fidesz-flokkur Orbáns leiðir fylkinguna sem stofnuð var fyrsta þessa mánaðar af Fidesz-liðum ásamt hliðstæðum þeirra í Tékklandi og Austurríki, nefnilega ANO-flokki forsætisráðherrans fyrrverandi Andrej Babiš, og Frelsisflokki Herberts Kickl. Með inngöngu þingmanna Þjóðfylkingar Le Pen skjótast Föðurlandsvinir í þriðja sæti yfir fylkinga Evrópuþingsins, fram fyrir hægri fylkingu Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Fylkingin er eins og komið hefur fram stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins en það gæti þó reynst erfitt fyrir hana að seilast til áhrifa innan þingsins vegna óformlegs samvinnubanns sem komið hefur verið á af hálfu annarra fylkinga á þinginu. Evrópusambandið Frakkland Ungverjaland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Þessi tilkynning kemur í kjölfar óvænta sigurs Nýju lýðfylkingarinnar, bandalags vinstri flokka, í nýafstöðnum þingkosningum á Frakklandi þar sem flokkur Le Pen hlaut talsvert lakara fylgi en skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir. Guardian greinir frá þessu. Þetta nýja bandalag kallar sig Föðurlandsvini fyrir Evrópu og er strax þriðja stærsta fylkingin á Evrópuþinginu og stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins. Jordan Bardella, hægri hönd Le Pen, tekur við stjórnartaumum fylkingarinnar. Hann var af mörgum talinn líklegasti arftaki Gabriel Attal í embætti forsætisráðherra hefði Þjóðfylkingin unnið þann stórsigur sem margir áttu von á. „Sem föðurlandsvinir ætlum við okkur að vinna saman til að ná aftur tökum á innviðum okkar og breyta um stefnu til að þjóna þjóðum okkar,“ segir Bardella í tilkynningu til fjölmiðla. Fylkingin samanstendur af 84 þingmönnum frá tólf aðildarþjóðum. Hinn ungverski Fidesz-flokkur Orbáns leiðir fylkinguna sem stofnuð var fyrsta þessa mánaðar af Fidesz-liðum ásamt hliðstæðum þeirra í Tékklandi og Austurríki, nefnilega ANO-flokki forsætisráðherrans fyrrverandi Andrej Babiš, og Frelsisflokki Herberts Kickl. Með inngöngu þingmanna Þjóðfylkingar Le Pen skjótast Föðurlandsvinir í þriðja sæti yfir fylkinga Evrópuþingsins, fram fyrir hægri fylkingu Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Fylkingin er eins og komið hefur fram stærsta jaðarhægri fylking í sögu þingsins en það gæti þó reynst erfitt fyrir hana að seilast til áhrifa innan þingsins vegna óformlegs samvinnubanns sem komið hefur verið á af hálfu annarra fylkinga á þinginu.
Evrópusambandið Frakkland Ungverjaland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira