„Stund sannleikans að renna upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júlí 2024 11:01 Arnar Gunnlaugsson hefur trú á því að Víkingar komist í næstu umferð í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Bjarni Næstu vikurnar verða strembnar hjá Víkingum en liðið leikur bæði í Evrópukeppni, Bestudeildinni og framundan er bikarúrslitaleikur í ágúst. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segist vera spenntur fyrir leiknum við Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en uppselt er á leikinn í Víkinni. Hann verður í beinni útsendingu. Rætt var við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Okkur hefur gengið mjög vel að rótera hópnum og þar að leiðandi hafa komið upp fá meiðsli hjá okkur, þó einhver samt sem áður. Það hefur gengið vel í deildinni, komnir í úrslit í bikarnum en núna er stund sannleikans að renna upp. Meistaradeildin að byrja. Það verður góð tilfinning að heyra Meistaradeildarlagið, þó Bestudeildar lagið sé frábært þá er Meistaradeildarlagið aðeins betra. Þannig að þegar það lag fær að hljóma í Víkinni þá held ég að það fari fiðringur um okkar stuðningsmenn, leikmenn og mig sjálfan,“ segir Arnar sem hefur stundum ekki verið nægilega ánægður með spilamennsku sinna manna síðustu vikur. Eigum einn gír inni „Ég sagði það fyrir svona þremur vikum að við ættum svona tvo gíra inni. Núna finnst mér við hafa náð einum gír til baka þannig að við erum á réttri leið. En það má samt líka alveg tala um það af hverju það er. Mögulega er það því við erum að rótera mikið sem gefur auga leið að það verður ekki sami taktur á milli leikja. Í sumum leikjum gerist það mannlega að menn byrja spara sig þegar maður er kominn í tvö núll. En okkur hefur samt tekist að landa sigrum en við eigum alveg inni frammistöðulega séð. Mér finnst við samt hafa gert ótrúlega vel hingað til í sumar. Það telur samt ekki neitt ef við klikkum á þessari ögurstund sem er núna er að fara byrja.“ Eftir að Víkingur tryggði sig í bikarúrslit gegn Stjörnunni á dögum fór hann í flug með Sölva Geir Ottesen aðstoðarþjálfara liðsins og þeir horfðu á leik með Shamrock Rovers til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld. „Maður græðir svakalega mikið á því. Sérstaklega þessi litlu smáatriði. Hvernig leikmenn bregðast við mótlæti, hvernig þeir fara til baka ef þeir missa boltann. Svona hlutir sem myndavélin nær ekki. Það var mikið gagn í þessu sem styrkti okkar trú að við eigum að geta slegið þetta lið út. Breiðablik átti tvo hörkuleiki við þá í fyrra og það var svona mín tilfinning að Breiðablik væri bara ívið sterkara lið. Mun það hjálpa okkur? Nei, mögulega ekki. Kannski voru þeir eitthvað að vanmeta Blikana í fyrra sem þeir gera kannski ekki í ár. En svo var líka bara gaman að fara til Írlands. Við áttum frábæran golfhring líka sem var góður undirbúningur upp á andlegu hliðina. Þetta var bara geggjuð ferð í alla staði.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni. Klippa: „Stund sannleikans að renna upp“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segist vera spenntur fyrir leiknum við Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en uppselt er á leikinn í Víkinni. Hann verður í beinni útsendingu. Rætt var við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Okkur hefur gengið mjög vel að rótera hópnum og þar að leiðandi hafa komið upp fá meiðsli hjá okkur, þó einhver samt sem áður. Það hefur gengið vel í deildinni, komnir í úrslit í bikarnum en núna er stund sannleikans að renna upp. Meistaradeildin að byrja. Það verður góð tilfinning að heyra Meistaradeildarlagið, þó Bestudeildar lagið sé frábært þá er Meistaradeildarlagið aðeins betra. Þannig að þegar það lag fær að hljóma í Víkinni þá held ég að það fari fiðringur um okkar stuðningsmenn, leikmenn og mig sjálfan,“ segir Arnar sem hefur stundum ekki verið nægilega ánægður með spilamennsku sinna manna síðustu vikur. Eigum einn gír inni „Ég sagði það fyrir svona þremur vikum að við ættum svona tvo gíra inni. Núna finnst mér við hafa náð einum gír til baka þannig að við erum á réttri leið. En það má samt líka alveg tala um það af hverju það er. Mögulega er það því við erum að rótera mikið sem gefur auga leið að það verður ekki sami taktur á milli leikja. Í sumum leikjum gerist það mannlega að menn byrja spara sig þegar maður er kominn í tvö núll. En okkur hefur samt tekist að landa sigrum en við eigum alveg inni frammistöðulega séð. Mér finnst við samt hafa gert ótrúlega vel hingað til í sumar. Það telur samt ekki neitt ef við klikkum á þessari ögurstund sem er núna er að fara byrja.“ Eftir að Víkingur tryggði sig í bikarúrslit gegn Stjörnunni á dögum fór hann í flug með Sölva Geir Ottesen aðstoðarþjálfara liðsins og þeir horfðu á leik með Shamrock Rovers til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld. „Maður græðir svakalega mikið á því. Sérstaklega þessi litlu smáatriði. Hvernig leikmenn bregðast við mótlæti, hvernig þeir fara til baka ef þeir missa boltann. Svona hlutir sem myndavélin nær ekki. Það var mikið gagn í þessu sem styrkti okkar trú að við eigum að geta slegið þetta lið út. Breiðablik átti tvo hörkuleiki við þá í fyrra og það var svona mín tilfinning að Breiðablik væri bara ívið sterkara lið. Mun það hjálpa okkur? Nei, mögulega ekki. Kannski voru þeir eitthvað að vanmeta Blikana í fyrra sem þeir gera kannski ekki í ár. En svo var líka bara gaman að fara til Írlands. Við áttum frábæran golfhring líka sem var góður undirbúningur upp á andlegu hliðina. Þetta var bara geggjuð ferð í alla staði.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni. Klippa: „Stund sannleikans að renna upp“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira