Innherji

Fá tíu ár til að selj­a hlut sinn í græn­lensk­um út­gerð­um

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður segir að sagan geymi mörg dæmi þess að erlendir fjárfestar hafi byggt upp myndarlegan rekstur víða um heim og séu svo „reknir úr landinu“.
Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður segir að sagan geymi mörg dæmi þess að erlendir fjárfestar hafi byggt upp myndarlegan rekstur víða um heim og séu svo „reknir úr landinu“. Vísir/Vilhelm

Grænlenska heimastjórnin samþykkti nýlega ný fiskveiðistjórnarlög sem munu knýja erlenda aðila sem eiga í þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum til að selja hlut sinn á næstu tíu árum. Þrjú íslensk félög eiga þriðjungshlut í útgerðum í Grænlandi, þar af tvö útgerðarfélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands.


Tengdar fréttir

Loðn­u­brest­ur hef­ur mik­il á­hrif en Síld­ar­vinnsl­an er „hverg­i bang­in“

Loðnubrestur vó þungt í rekstri Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi eftir nokkur góð ár í veiðum á þeirri fisktegund. Á sama tíma hefur ríkt óvissa með rekstur bolfiskeiningar útgerðarinnar í Grindavík sem sömuleiðis dregur úr afkomu samanborið við fyrra ár. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar hefur lækkað um nærri þrjú prósent í Kauphöllinni það sem af er degi.

Hækk­ar verð­mat Brims og velt­ir upp hvort botn­in­um sé náð

Verðmat Brims hækkaði um nærri tíu prósent þrátt fyrir að rekstrarspá greinanda sé heldur dekkri fyrir árið í ár en áður. „Jákvæður munur milli verðmatsgengis og markaðsgengis hefur aldrei verið meiri. Einhver gæti spurt: Er botninum náð?“ segir í nýrri verðmatsgreiningu.

Verð­met­ur Síld­ar­vinnsl­un­a yfir mark­aðs­virð­i í fyrst­a skipt­i í 30 mán­uð­i

Í fyrsta skipti í þrjátíu mánuði er verðmatsgengi hlutabréfagreinanda fyrir ofan markaðsgengi Síldarvinnslunnar. „Hvort það endurspegli stöðuna á markaðnum eða hvort Jakobsson Capital sé mun bjartsýnna á slorið en markaðurinn er erfitt að segja. Óvissan er mikil en sveiflur markaðarins eru oft eins og sveiflur í loðnugöngum,“ segir í nýju verðmati en gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður útgerðarinnar verði orðinn hærri 2026 en hann var „metárið 2023.“

Stærsti fjár­festirinn í frumút­boði Ís­fé­lagsins heldur á­fram að bæta við sig

Helstu íslensku lífeyrissjóðirnir í hluthafahópi Ísfélagsins hafa á undanförnum vikum og mánuðum haldið áfram að bæta við eignarhlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu en það var skráð á markað undir lok síðasta árs. Sá fjárfestir sem var langsamlega umsvifamestur í frumútboði félagsins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, hefur frá þeim tíma stækkað hlut sinn um meira en þriðjung í viðskiptum á eftirmarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×