Stjórnvöld verði að stöðva erlendu veðmálasíðurnar Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2024 19:07 Lárus Blöndal er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Vísir/Einar Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir það ólíðandi að erlendar veðmálasíður fái að troða sér inn í íslenskt samfélag. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Þrátt fyrir að rekstur veðmálafyrirtækja sé bannaður hér á landi nema með leyfi frá dómsmálaráðuneytinu stunda fjölmargir Íslendingar fjárhættuspil á erlendum vefsíðum sem ekki eru skráðar hér. Einungis má reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Íslendingar eyða allt að tuttugu milljörðum króna á ári á þessum erlendu síðum. Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem rekur meðal annars Lottó og Lengjuna, segir óskiljanlegt að erlendu fyrirtækin fái að starfa óáreitt hér á landi. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus. Formaður starfshóps um úrbætur á veðmálamarkaði kallaði eftir því að starfsemi síðnanna yrði lögleg og reglusett. Lárusi finnst ólíklegt að það gerist. „Það er akkúrat það sem við viljum stoppa, því þetta er ólögleg starfsemi. Það að hún fái að troða sér inn í samfélagið, það á ekki að líðast. Og það er kannski vandinn sem hefur verið látinn líðast allt of lengi,“ segir Lárus. Stjórnvöld þurfi að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti sem allra fyrst. Síðasta breyting var gerð á lögunum árið 2011, löngu áður en erlendu netspilavítin fóru að sækja á íslenskan markað. „Við höfum barist fyrir því í áratugi að tækla þetta, frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þegar tæknin er orðin þannig að það á að vera mjög auðvelt að bregðast við þessu. Taka niður síður og stöðva greiðslumiðlun,“ segir Lárus. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þrátt fyrir að rekstur veðmálafyrirtækja sé bannaður hér á landi nema með leyfi frá dómsmálaráðuneytinu stunda fjölmargir Íslendingar fjárhættuspil á erlendum vefsíðum sem ekki eru skráðar hér. Einungis má reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Íslendingar eyða allt að tuttugu milljörðum króna á ári á þessum erlendu síðum. Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem rekur meðal annars Lottó og Lengjuna, segir óskiljanlegt að erlendu fyrirtækin fái að starfa óáreitt hér á landi. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus. Formaður starfshóps um úrbætur á veðmálamarkaði kallaði eftir því að starfsemi síðnanna yrði lögleg og reglusett. Lárusi finnst ólíklegt að það gerist. „Það er akkúrat það sem við viljum stoppa, því þetta er ólögleg starfsemi. Það að hún fái að troða sér inn í samfélagið, það á ekki að líðast. Og það er kannski vandinn sem hefur verið látinn líðast allt of lengi,“ segir Lárus. Stjórnvöld þurfi að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti sem allra fyrst. Síðasta breyting var gerð á lögunum árið 2011, löngu áður en erlendu netspilavítin fóru að sækja á íslenskan markað. „Við höfum barist fyrir því í áratugi að tækla þetta, frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þegar tæknin er orðin þannig að það á að vera mjög auðvelt að bregðast við þessu. Taka niður síður og stöðva greiðslumiðlun,“ segir Lárus.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11