„Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júlí 2024 21:24 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, á von á allt öðruvísi leik í næstu viku. vísir / pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitaskuld svekktur að hafa ekki unnið Shamrock Rovers í fyrsta leik undankeppni Meistaradeildarinnar. Niðurstaðan markalaust jafntefli en heimamenn stýrðu spilinu stærstan hluta leiksins. „Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað lágum við svolítið á þeim en Evrópufótbolti eins og hann er, þeir hefðu alveg getað skorað úr þessu eina færi sem þeir fengu. En við reyndum, reyndum hvað við gátum, erfitt að spila á móti low block.“ Víkingar voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum, herjuðu upp kantana og fengu fjölda færa eftir fyrirgjafir og hornspyrnur en gáfu gestunum líka séns. „Við gáfum þeim break inn á milli með því að missa boltann klaufalega og mögulega ógnum við ekki alveg nógu mikið með krossum inn í boxið en heilt yfir var frammistaðan mjög góð. Við fengum samt færi til að gera mark og jafnvel bæta við einu í viðbót en þeir hefðu líka getað skorað úr þessu færi.“ Vanir að nota varamenn vel Arnar gerði breytingar eftir um sjötíu mínútna leik, tók Nikolaj Hansen útaf, færði Danijel Dejan Djuric upp á topp og setti Ara Sigurpálsson út á vinstri vænginn. „Bara að reyna að hreyfa aðeins við liðinu, þeir voru búnir að testa okkur í sjötíu mínútur, svo koma breytingar, fá öðruvísi menn einn á móti einum. Öðruvísi hreyfingar í hálfsvæðin og líka bara fá ferskar lappir inn, þetta eru gríðarleg hlaup í þessum leikjum og líka andleg þreyta. Við erum vanir að nota okkar varamenn vel og mér fannst þeir standa sig vel sem komu inn á.“ Klókir og reynslumiklir Shamrock lá langt til baka allan leikinn og spilaði agaðan varnarleik. Leikplan þeirra gekk upp, Víkingar sköpuðu fá dauðafæri og gestirnir hefðu hæglega getað stolið sigrinum undir lokin. „Þeir voru líka bara klókir, þetta er augljóslega lið sem er með mikla Evrópureynslu. Töfðu leikinn vel, gáfu sér góðan tíma í allt mögulegt milli himins og jarðar. Vel gert hjá þeim að halda þetta út.“ Verður öðruvísi útileikur Arnar gerir ekki ráð fyrir því að Shamrock leggi upp með sama leikplan í næsta leik. Liðið er vant því að spila allt öðruvísi og mun væntanlega vilja sýna áhorfendum sínum alvöru frammistöðu. „Það sem þeir sýndu okkur í dag, þetta er alls ekki þeirra DNA. Þetta er lið sem er að dóminera leiki, pressa hátt og pressa stíft. Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli, sem kannski gefur okkur betur tækifæri að spila á móti liði sem opnar sig aðeins. Það verður hrikalega erfiður útivöllur, við verðum að vera jafn klókir og þeir voru hérna, vera þolinmóðir og reyna að nýta okkar tækifæri þegar þau koma.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað lágum við svolítið á þeim en Evrópufótbolti eins og hann er, þeir hefðu alveg getað skorað úr þessu eina færi sem þeir fengu. En við reyndum, reyndum hvað við gátum, erfitt að spila á móti low block.“ Víkingar voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum, herjuðu upp kantana og fengu fjölda færa eftir fyrirgjafir og hornspyrnur en gáfu gestunum líka séns. „Við gáfum þeim break inn á milli með því að missa boltann klaufalega og mögulega ógnum við ekki alveg nógu mikið með krossum inn í boxið en heilt yfir var frammistaðan mjög góð. Við fengum samt færi til að gera mark og jafnvel bæta við einu í viðbót en þeir hefðu líka getað skorað úr þessu færi.“ Vanir að nota varamenn vel Arnar gerði breytingar eftir um sjötíu mínútna leik, tók Nikolaj Hansen útaf, færði Danijel Dejan Djuric upp á topp og setti Ara Sigurpálsson út á vinstri vænginn. „Bara að reyna að hreyfa aðeins við liðinu, þeir voru búnir að testa okkur í sjötíu mínútur, svo koma breytingar, fá öðruvísi menn einn á móti einum. Öðruvísi hreyfingar í hálfsvæðin og líka bara fá ferskar lappir inn, þetta eru gríðarleg hlaup í þessum leikjum og líka andleg þreyta. Við erum vanir að nota okkar varamenn vel og mér fannst þeir standa sig vel sem komu inn á.“ Klókir og reynslumiklir Shamrock lá langt til baka allan leikinn og spilaði agaðan varnarleik. Leikplan þeirra gekk upp, Víkingar sköpuðu fá dauðafæri og gestirnir hefðu hæglega getað stolið sigrinum undir lokin. „Þeir voru líka bara klókir, þetta er augljóslega lið sem er með mikla Evrópureynslu. Töfðu leikinn vel, gáfu sér góðan tíma í allt mögulegt milli himins og jarðar. Vel gert hjá þeim að halda þetta út.“ Verður öðruvísi útileikur Arnar gerir ekki ráð fyrir því að Shamrock leggi upp með sama leikplan í næsta leik. Liðið er vant því að spila allt öðruvísi og mun væntanlega vilja sýna áhorfendum sínum alvöru frammistöðu. „Það sem þeir sýndu okkur í dag, þetta er alls ekki þeirra DNA. Þetta er lið sem er að dóminera leiki, pressa hátt og pressa stíft. Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli, sem kannski gefur okkur betur tækifæri að spila á móti liði sem opnar sig aðeins. Það verður hrikalega erfiður útivöllur, við verðum að vera jafn klókir og þeir voru hérna, vera þolinmóðir og reyna að nýta okkar tækifæri þegar þau koma.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira