Fleygði lögreglumanni í jörðina eftir hlaup um miðbæ Akureyrar Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 07:19 Lögreglan var kölluð út vegna slagsmála við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Síðan hófst eftirför lögreglu um miðbæ Akureyrar. Vísir/Tryggvi Karlmaður á fertugsaldri hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að veitast að lögreglumanni í miðbæ Akureyrar í júlí í fyrra. Manninum var gefið að sök að reyna að koma sér undan lögreglunni á hlaupum. En síðan, þegar hann var staddur á bílastæði við Skipagötu, er hann sagður hafa gripið í öryggisvesti lögreglumanns sem var að elta hann uppi, fleygt honum í jörðina og haft hann undir. Þá hafi hann reynt að slá til lögreglumannsins en aðrir lögreglumenn þá gripið inn í og handtekið manninn. Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka víðsvegar um líkamann. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um slagsmál við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Þegar hana bar að garði vildi hún ræða við manninn sem var á vettvangi. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.Vísir/Vilhelm Hann hafi spurt hvort hann væri handtekinn og lögreglan svarað neitandi. „Þá er ég farinn,“ á maðurinn að hafa svarað, en lögreglan þá tilkynnt honum að hún hyggðist handtaka hann ef hann færi, en þrátt fyrir það hafi maðurinn gegnið á brott. Lögreglumaður hafi ítrekað að hún vildi tala við manninn sem hafi ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti og lögreglan farið á eftir honum. Þar á eftir hafi atvikið sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Illa fyrirkallaður Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið svefnlítill og illa fyrirkallaður þegar atvik málsins hafi átt sér stað, enda hafi hann verið að standa í skilnaði við eiginkonu sína. Hann hafi þó hvorki veitt áfengis né vímuefna þetta kvöld. Hann sagðist hafa ýtt í öxl lögreglumannsins og tekið á rás til að komast undan henni, þar sem honum hafi þótt framkoma lögreglu „vera orðið áreiti“. Honum hafi þótt augljóst að lögreglan hefði í hyggju að „taka“ hann „sama hvað“. Að sögn mannsins atvikaðist sjálf árásin sem hann var ákærður fyrir þannig að hann var að hlaupa þegar lögreglumaðurinn hafi komið „inn í hliðina“ á honum eða rifið í öxlina á honum. Þá hafi þeir báðir fallið til jarðar. Ótrúverðugur framburður vitnis sagði lögguna stökkva á manninn Annar maður, sonur vinar árásarmannsins, var að keyra niður Gilið þegar atvikið átti sér stað. Hann bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa séð lögreglumanninn stökkva á manninn aftan frá taka hann niður. Vitnið sagði engan vafa um þetta í huga sér. Upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þar á meðal þess sem varð fyrir árásinni, lágu fyrir í málinu. Í dómnum segir að í myndefninu megi sjá manninn stöðva för sína skyndilega, grípa í lögreglumanninn og fella eða draga hann niður á bílaplanið. Að mati dómsins eru upptökurnar í samræmi við framburð lögreglumannanna. Þá segir að framburður vitnisins breyti engu um mat dómsins, enda hafi hann verið í verulegu ósamræmi við atburðarásina sem sjáist í myndefninu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 1,1 milljón í sakarkostnað. Akureyri Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Manninum var gefið að sök að reyna að koma sér undan lögreglunni á hlaupum. En síðan, þegar hann var staddur á bílastæði við Skipagötu, er hann sagður hafa gripið í öryggisvesti lögreglumanns sem var að elta hann uppi, fleygt honum í jörðina og haft hann undir. Þá hafi hann reynt að slá til lögreglumannsins en aðrir lögreglumenn þá gripið inn í og handtekið manninn. Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka víðsvegar um líkamann. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um slagsmál við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Þegar hana bar að garði vildi hún ræða við manninn sem var á vettvangi. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.Vísir/Vilhelm Hann hafi spurt hvort hann væri handtekinn og lögreglan svarað neitandi. „Þá er ég farinn,“ á maðurinn að hafa svarað, en lögreglan þá tilkynnt honum að hún hyggðist handtaka hann ef hann færi, en þrátt fyrir það hafi maðurinn gegnið á brott. Lögreglumaður hafi ítrekað að hún vildi tala við manninn sem hafi ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti og lögreglan farið á eftir honum. Þar á eftir hafi atvikið sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Illa fyrirkallaður Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið svefnlítill og illa fyrirkallaður þegar atvik málsins hafi átt sér stað, enda hafi hann verið að standa í skilnaði við eiginkonu sína. Hann hafi þó hvorki veitt áfengis né vímuefna þetta kvöld. Hann sagðist hafa ýtt í öxl lögreglumannsins og tekið á rás til að komast undan henni, þar sem honum hafi þótt framkoma lögreglu „vera orðið áreiti“. Honum hafi þótt augljóst að lögreglan hefði í hyggju að „taka“ hann „sama hvað“. Að sögn mannsins atvikaðist sjálf árásin sem hann var ákærður fyrir þannig að hann var að hlaupa þegar lögreglumaðurinn hafi komið „inn í hliðina“ á honum eða rifið í öxlina á honum. Þá hafi þeir báðir fallið til jarðar. Ótrúverðugur framburður vitnis sagði lögguna stökkva á manninn Annar maður, sonur vinar árásarmannsins, var að keyra niður Gilið þegar atvikið átti sér stað. Hann bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa séð lögreglumanninn stökkva á manninn aftan frá taka hann niður. Vitnið sagði engan vafa um þetta í huga sér. Upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þar á meðal þess sem varð fyrir árásinni, lágu fyrir í málinu. Í dómnum segir að í myndefninu megi sjá manninn stöðva för sína skyndilega, grípa í lögreglumanninn og fella eða draga hann niður á bílaplanið. Að mati dómsins eru upptökurnar í samræmi við framburð lögreglumannanna. Þá segir að framburður vitnisins breyti engu um mat dómsins, enda hafi hann verið í verulegu ósamræmi við atburðarásina sem sjáist í myndefninu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 1,1 milljón í sakarkostnað.
Akureyri Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent