Skærur við Skarfabakka: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 15:00 Drífa segir starfsmann hafa hótað sér líkamlegu ofbeldi við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipi á Skarfabakka. Vísir/Samsett Kona sem vinnur við að þjónusta ferðamenn sem koma til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum segir starfsmann á vegum Faxaflóahafna hafa hótað henni líkamlegu ofbeldi þegar fauk í hann vegna óreiðu við höfnina. Hafnarstjóri segir málið til skoðunar en vill lítið tjá sig að öðru leyti. Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir lýsti því í samtali við fréttastofu að verktaki á vegum Faxaflóahafna hafi hótað henni líkamlegu ofbeldi á Skarfabakka í síðustu viku. Hún segir stríðsástand ríkja snemma morguns á Skarfabakka við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipum og skiljanlegt að menn pirrist en að það sé aldrei í lagi að hóta fólki ofbeldi. Hún skilji það jafnframt ekki að umræddur maður haldi starfi sínu hjá Faxaflóahöfnum. Drífa segir talsverða óreiðu ríkja á Skarfabakka þegar ferðamenn streyma frá borði.Vísir/Vilhelm „Við stöndum þarna og það eru einhverjir starfsmenn frá rútufyrirtækjum að reka okkur í burtu og við færum okkur. Svo kemur starfsmaður og segir okkur að fara aftur til baka. Ég sagði við hann: „Heyrðu, nú er búið að senda okkur fram og aftur. Nú er ég búin að láta kúnnann vita hvar ég stend þannig ég þarf bara að bíða hér,““ segir Drífa. „Þá reif hann svona merkispjald af einhverjum sem var að bíða eftir rútu, sveiflar því í áttina að hausnum að mér og sagði: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig.“ Og þessi maður heldur vinnunni, einhverra hluta vegna,“ segir hún svo. Segir málið í skoðun Gunnar Tryggvason hafnarstjóri áréttar í samtali við fréttastofu að maðurinn sem um ræðir sé verktaki á vegum Faxaflóahafna en ekki fastráðinn starfsmaður en að fyrirtækið beri samt sem áður ábyrgð á hegðun hans. Hann segist lítið vilja tjá sig um málið en staðfestir að orðaskipti hafi átt sér stað. Málið sé í skoðun. „Það urðu þarna orðaskipti sem þessum verktaka þykir miður og viðurkennir einhvern hlut sinn í því. Það er í skoðun hversu alvarlegt það er. Hann segir sjálfur að þetta hafi átt að vera grín en við erum ekki viss,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið bera skyldu gagnvart öllum aðilum að átta sig betur á málinu en að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort félagið aðhafist eitthvað róttækara en að láta áminningu duga. Óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna Drífa segist skilja að menn geti orðið pirraðir á því sem hún lýsir sem stríðsástandi á morgnana en að maðurinn hafi hreinlega „snappað.“ „Það geta allir orðið pirraðir en þú hótar ekki að berja annað fólk. Mér skilst að hans frásögn sé að hann hefði verið að grínast en það voru það margir aðrir bílstjórar í kringum mig sem voru tilbúnir að fara á milli því þeir tóku þessu ekki sem gríni,“ segir hún. Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hún segist þá einnig vera óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna. Hún þurfi að vera á Skarfabakka vegna vinnu og mæta manninum sem hótaði henni þrátt fyrir að Faxaflóahafnir hafi lofað henni að til þess kæmi ekki aftur. „Ég skil ekki að þessi maður fái að vinna þarna. Ég sá alveg tíu mínutum seinna að hann sá eftir þessu en hann snappaði. Ég er rosalega ósátt við viðbrögð Faxaflóahafna,“ segir hún. Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir lýsti því í samtali við fréttastofu að verktaki á vegum Faxaflóahafna hafi hótað henni líkamlegu ofbeldi á Skarfabakka í síðustu viku. Hún segir stríðsástand ríkja snemma morguns á Skarfabakka við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipum og skiljanlegt að menn pirrist en að það sé aldrei í lagi að hóta fólki ofbeldi. Hún skilji það jafnframt ekki að umræddur maður haldi starfi sínu hjá Faxaflóahöfnum. Drífa segir talsverða óreiðu ríkja á Skarfabakka þegar ferðamenn streyma frá borði.Vísir/Vilhelm „Við stöndum þarna og það eru einhverjir starfsmenn frá rútufyrirtækjum að reka okkur í burtu og við færum okkur. Svo kemur starfsmaður og segir okkur að fara aftur til baka. Ég sagði við hann: „Heyrðu, nú er búið að senda okkur fram og aftur. Nú er ég búin að láta kúnnann vita hvar ég stend þannig ég þarf bara að bíða hér,““ segir Drífa. „Þá reif hann svona merkispjald af einhverjum sem var að bíða eftir rútu, sveiflar því í áttina að hausnum að mér og sagði: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig.“ Og þessi maður heldur vinnunni, einhverra hluta vegna,“ segir hún svo. Segir málið í skoðun Gunnar Tryggvason hafnarstjóri áréttar í samtali við fréttastofu að maðurinn sem um ræðir sé verktaki á vegum Faxaflóahafna en ekki fastráðinn starfsmaður en að fyrirtækið beri samt sem áður ábyrgð á hegðun hans. Hann segist lítið vilja tjá sig um málið en staðfestir að orðaskipti hafi átt sér stað. Málið sé í skoðun. „Það urðu þarna orðaskipti sem þessum verktaka þykir miður og viðurkennir einhvern hlut sinn í því. Það er í skoðun hversu alvarlegt það er. Hann segir sjálfur að þetta hafi átt að vera grín en við erum ekki viss,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið bera skyldu gagnvart öllum aðilum að átta sig betur á málinu en að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort félagið aðhafist eitthvað róttækara en að láta áminningu duga. Óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna Drífa segist skilja að menn geti orðið pirraðir á því sem hún lýsir sem stríðsástandi á morgnana en að maðurinn hafi hreinlega „snappað.“ „Það geta allir orðið pirraðir en þú hótar ekki að berja annað fólk. Mér skilst að hans frásögn sé að hann hefði verið að grínast en það voru það margir aðrir bílstjórar í kringum mig sem voru tilbúnir að fara á milli því þeir tóku þessu ekki sem gríni,“ segir hún. Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hún segist þá einnig vera óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna. Hún þurfi að vera á Skarfabakka vegna vinnu og mæta manninum sem hótaði henni þrátt fyrir að Faxaflóahafnir hafi lofað henni að til þess kæmi ekki aftur. „Ég skil ekki að þessi maður fái að vinna þarna. Ég sá alveg tíu mínutum seinna að hann sá eftir þessu en hann snappaði. Ég er rosalega ósátt við viðbrögð Faxaflóahafna,“ segir hún.
Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira