Lífið

Ætlar að hætta eftir uppistandstúrinn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ellen DeGeneres hélt úti vinsælum spjallþætti í Bandaríkjunum í nítján ár, þangað til fyrir tveimur árum síðan. Nú flytur hún uppistand sem hún segir að verði hennar síðasta sviðsframkoma.
Ellen DeGeneres hélt úti vinsælum spjallþætti í Bandaríkjunum í nítján ár, þangað til fyrir tveimur árum síðan. Nú flytur hún uppistand sem hún segir að verði hennar síðasta sviðsframkoma. Getty

Skemmtikrafturinn Ellen DeGeneres virðist tilbúinn til að kveðja sviðsljósið, en hún segir að uppistandið sem hún flytur nú víða um Bandaríkin verði hennar síðasta. Hún kveðst vera „búin“ í skemmtanabransanum og hún muni ekki koma fram á nýjan leik, þegar ferðalaginu er lokið.

Þetta kom fram í liðnum spurt og svarað þegar hún flutti uppistandið í Santa Rosa í Californiu á dögunum. Þá var hún einnig spurð hvort hún ætli sér að leika í kvikmyndum eða koma fram á Broadway, og svaraði því neitandi.

„Þetta verður í síðasta skiptið sem þið munuð sjá mig. Eftir þessa seríu er ég búin,“ sagði Ellen.

Uppistandið sem hún flytur þessi misserin heitir á ensku „Ellen's Last Stand.. Up comedy tour“ og verður aðgengilegt á Netflix.

Ellen hélt lengi úti vinsælum spjallþætti í Bandaríkjunum þangað til fyrir tveimur árum síðan. Þá var henni „sparkað út úr bransanum“ að eigin sögn, en henni var gefið að sök að hafa komið illa fram við starfsfólk sitt. Starfsumhverfið í þættinum hennar á að hafa verið óþægilegt og erfitt.

Hún fór svo af stað nú í júní með nýtt uppistand, sem tók slaufunina meðal annars til umfjöllunar.

„Mér var sparkað út úr bransanum fyrir að vera „dónaleg“. Það er bannað að vera dónaleg í bransanum, þér verður sparkað út,“ á hún að hafa sagt í einu uppistandinu.

Sjá frétt ET.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×