Ekki gera þessi mistök í sumarfríinu! Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 11. júlí 2024 10:02 Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök. Ég var núna síðast að leita að einhverju sniðugu til að gera í næstu utanlandsferð með fjölskyldunni og fann allskonar góð meðmæli með veitingastöðum og fallega staði til að heimsækja, en inn á milli er öskrað með hástöfum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú ferð til …“ Svona lagað grípur örugglega marga, því hver vill gera mistök á ferðalagi sem á að vera vel heppnað og skemmtilegt? Best að forðast það. Þetta virkar greinilega það vel að þegar slegið er inn “ekki gera þessi mistök” á Google kemur röð af fyrirsögnum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú planar sumarfríið, á skemmtiferðaskipi, þegar þú tannburstar þig, í húðumhirðu!“ Sú hugmynd að forðast mistök er aðlaðandi, lífið hlýtur að vera betra og skemmtilegra án mistaka. En hvað gerist þegar lífið fer að snúast um að forðast mistök? Þá þarf að ofhugsa og plana í smáatriðum hvert einasta skref, skoða matseðilinn áður en maður fer á veitingastaðinn, skoða leiðina á Google maps áður en maður leggur af stað, skoða 10 myndbönd á YouTube áður en maður reynir losa stífluna í baðvaskinum. Þegar við gerum þessa hluti þá lærum við gjarnan eitthvað nýtt eða finnum leið til að leysa vandamál og því fylgir oft góð tilfinning, tilfinningin sem fylgir því að vera með hlutina á hreinu. En þessi tilfinning endist oft ekki lengi því oft koma efasemdir og óvissa því veruleikinn fylgir sjaldnast plani. Rörin undir vaskinum eru öðruvísi en hjá gæjanum í Texas sem gerði YouTube myndbandið eða það er allt of heitt til að eyða deginum í útivist á Majorca eins og planið sagði til um. Það er nefnilega engin ein rétt leið, eitt rétt svar eða gulltryggð leið til að forðast mistök hvort sem það er við tannburstun eða í að plana sumarfríið. Ofhugsun og leit að hugsanlegum vandamálum getur tekið mikinn tíma og skapar oft óþarfa kvíða og áhyggjur af hlutum sem gjarnan leysast þegar á hólminn er komið. Hegðun okkar hefur áhrif á upplifun okkar af því verkefni sem við stöndum frammi fyrir og einnig hvernig við upplifum okkar eigin getu og færni til að leysa þau. Þegar við ofhugsum, ofurplönum og leitum ráða í óhófi, erum við í raun að senda sjálfum okkur þau skilaboð að við séum ekki nægilega fær til að ráða fram úr þessum hlutum upp á eigin spýtur. Þetta getur svo smám saman grafið undan sjálfstraustinu og ýtt undir meiri kvíða. Það er því ágætt að doka við þegar hvötin til að gúggla og leita fleiri ráða frá YouTube eða Google og prófa að taka sénsinn á mistökum. Þegar við treystum Google og YouTube betur en okkar eigin hyggjuviti förum líka við á mis við verðmæt mistök og reddingarnar sem kenna manni svo margt. Svo er það líka merkilegt hvernig klúðrið og óvæntu beygjurnar á ferðalögunum er stundum það sem býr til skemmtilegustu ferðasögurnar. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ferðalög Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök. Ég var núna síðast að leita að einhverju sniðugu til að gera í næstu utanlandsferð með fjölskyldunni og fann allskonar góð meðmæli með veitingastöðum og fallega staði til að heimsækja, en inn á milli er öskrað með hástöfum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú ferð til …“ Svona lagað grípur örugglega marga, því hver vill gera mistök á ferðalagi sem á að vera vel heppnað og skemmtilegt? Best að forðast það. Þetta virkar greinilega það vel að þegar slegið er inn “ekki gera þessi mistök” á Google kemur röð af fyrirsögnum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú planar sumarfríið, á skemmtiferðaskipi, þegar þú tannburstar þig, í húðumhirðu!“ Sú hugmynd að forðast mistök er aðlaðandi, lífið hlýtur að vera betra og skemmtilegra án mistaka. En hvað gerist þegar lífið fer að snúast um að forðast mistök? Þá þarf að ofhugsa og plana í smáatriðum hvert einasta skref, skoða matseðilinn áður en maður fer á veitingastaðinn, skoða leiðina á Google maps áður en maður leggur af stað, skoða 10 myndbönd á YouTube áður en maður reynir losa stífluna í baðvaskinum. Þegar við gerum þessa hluti þá lærum við gjarnan eitthvað nýtt eða finnum leið til að leysa vandamál og því fylgir oft góð tilfinning, tilfinningin sem fylgir því að vera með hlutina á hreinu. En þessi tilfinning endist oft ekki lengi því oft koma efasemdir og óvissa því veruleikinn fylgir sjaldnast plani. Rörin undir vaskinum eru öðruvísi en hjá gæjanum í Texas sem gerði YouTube myndbandið eða það er allt of heitt til að eyða deginum í útivist á Majorca eins og planið sagði til um. Það er nefnilega engin ein rétt leið, eitt rétt svar eða gulltryggð leið til að forðast mistök hvort sem það er við tannburstun eða í að plana sumarfríið. Ofhugsun og leit að hugsanlegum vandamálum getur tekið mikinn tíma og skapar oft óþarfa kvíða og áhyggjur af hlutum sem gjarnan leysast þegar á hólminn er komið. Hegðun okkar hefur áhrif á upplifun okkar af því verkefni sem við stöndum frammi fyrir og einnig hvernig við upplifum okkar eigin getu og færni til að leysa þau. Þegar við ofhugsum, ofurplönum og leitum ráða í óhófi, erum við í raun að senda sjálfum okkur þau skilaboð að við séum ekki nægilega fær til að ráða fram úr þessum hlutum upp á eigin spýtur. Þetta getur svo smám saman grafið undan sjálfstraustinu og ýtt undir meiri kvíða. Það er því ágætt að doka við þegar hvötin til að gúggla og leita fleiri ráða frá YouTube eða Google og prófa að taka sénsinn á mistökum. Þegar við treystum Google og YouTube betur en okkar eigin hyggjuviti förum líka við á mis við verðmæt mistök og reddingarnar sem kenna manni svo margt. Svo er það líka merkilegt hvernig klúðrið og óvæntu beygjurnar á ferðalögunum er stundum það sem býr til skemmtilegustu ferðasögurnar. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar