Innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga: „Þetta er þvílíkt mannvirki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. júlí 2024 08:01 Rúnar Ingi Erlingsson mun þjálfa karlalið Njarðvíkur á næsta tímabili. Vísir/bjarni Njarðvíkingar bíða spenntir eftir því að taka nýtt íþróttahús í notkun en framkvæmdir eru á lokametrunum suður með sjó. Í Stapaskóla munu iðkendur Njarðvíkinga æfa og spila sínar íþróttir. Það er algjörlega ljóst að þetta mun gjörbreyta allri umgjörð fyrir félagið. Fjallað var um nýja húsið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Ljónagryfjan var tekin í notkun árið 1973 en þetta sögufræga íþróttahús er orðið barn síns tíma og hafa Njarðvíkingar beðið lengi eftir nýju íþróttahúsi. Stefnt er að því að keppt verði í Bónusdeild karla og kvenna á næsta tímabili í Stapaskóla. Nýja húsið í Njarðvík tekur 1.400 manns í sæti. „Þetta er glæsileg aðstaða sem við erum búin að bíða lengi eftir og erum spennt að fá að taka í notkun. Þetta mun gjörsamlega breyta öllu og allri umgjörð í kringum körfuboltann í Njarðvík,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Háskólar í Bandaríkjunum fyrirmyndin „Þetta er þvílíkt mannvirki, mikið pláss og ótrúlega gaman að fá nýtt upphaf í körfuboltann í Njarðvík.“ Rúnar segir að íþróttafólk Njarðvíkinga fái núna alvöru aðstöðu. „Meistaraflokkur karla og kvenna fær stórglæsilega búningsaðstöðu, eigin klefa og við horfðum töluvert á háskólaumhverfið í Bandaríkjunum sem fyrirmynd. Heitur og kaldur pottur inni í klefanum og það er mikil breyting frá því að vera nota leikfimiklefa. Núna getum við gert þetta alveg að okkar.“ Hann segir að núna verði félagið samkeppnishæft þegar kemur að mannvirkjum. „Bara þegar kemur að auglýsingum, þá verða LED skilti í kringum völlinn. Svo varðandi miðasölu þá breytist margt. Ljónagryfjan takmarkaði miðasölu ansi mikið en Njarðvík vill vera í fremstu röð og að geta komið hátt í tvö þúsund manns hingað inn í úrslitakeppni breytir miklu.“ Hér að neðan má sjá innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga, Stapaskóla. Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Í Stapaskóla munu iðkendur Njarðvíkinga æfa og spila sínar íþróttir. Það er algjörlega ljóst að þetta mun gjörbreyta allri umgjörð fyrir félagið. Fjallað var um nýja húsið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Ljónagryfjan var tekin í notkun árið 1973 en þetta sögufræga íþróttahús er orðið barn síns tíma og hafa Njarðvíkingar beðið lengi eftir nýju íþróttahúsi. Stefnt er að því að keppt verði í Bónusdeild karla og kvenna á næsta tímabili í Stapaskóla. Nýja húsið í Njarðvík tekur 1.400 manns í sæti. „Þetta er glæsileg aðstaða sem við erum búin að bíða lengi eftir og erum spennt að fá að taka í notkun. Þetta mun gjörsamlega breyta öllu og allri umgjörð í kringum körfuboltann í Njarðvík,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Háskólar í Bandaríkjunum fyrirmyndin „Þetta er þvílíkt mannvirki, mikið pláss og ótrúlega gaman að fá nýtt upphaf í körfuboltann í Njarðvík.“ Rúnar segir að íþróttafólk Njarðvíkinga fái núna alvöru aðstöðu. „Meistaraflokkur karla og kvenna fær stórglæsilega búningsaðstöðu, eigin klefa og við horfðum töluvert á háskólaumhverfið í Bandaríkjunum sem fyrirmynd. Heitur og kaldur pottur inni í klefanum og það er mikil breyting frá því að vera nota leikfimiklefa. Núna getum við gert þetta alveg að okkar.“ Hann segir að núna verði félagið samkeppnishæft þegar kemur að mannvirkjum. „Bara þegar kemur að auglýsingum, þá verða LED skilti í kringum völlinn. Svo varðandi miðasölu þá breytist margt. Ljónagryfjan takmarkaði miðasölu ansi mikið en Njarðvík vill vera í fremstu röð og að geta komið hátt í tvö þúsund manns hingað inn í úrslitakeppni breytir miklu.“ Hér að neðan má sjá innlit í nýtt íþróttahús Njarðvíkinga, Stapaskóla.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum