Gullverðlaun í mengun Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 11. júlí 2024 21:31 Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum. Til þess að þetta sé hægt þarf að blanda því við 75 milljónir lítra af íslensku ferskvatni sem er um 2.500 lítrar á sekúndu af okkar hreina vatni sem síðan er mengað með alls kyns eiturefnum, sem fylgja CO2. Sjá má á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar Coda Terminal – Umhverfismatsskýrsla og þar í töflu 5.3 má sjá möguleg (öll þau) snefilefni og hámarksstyrk þeirra í CO2 straumi. Ég hef sagt það áður á Alþingi að það er hægt að vera heimskur og það er hægt að vera heimskari í umhverfismálum, en eru það ekki pottþétt gullverðlaun í að vera heimskastur að ætla að láta sér detta það í hug að leyfa svona mengun á fersku vatni og það í þeim eina tilgangi að menga landið, vatnið og sjóinn við Straumsvík? Við niðurdælingu á Hellisheiði var 1.000 tonnum á mánuði dælt niður af efni frá Hellisheiðarvirkjun með tilheyrandi jarðskjálftum upp á allt að 4 stigum, en við Straumsvík er gert ráð fyrir að dæla niður 250.000 tonnum á mánuði eða 250 sinnum meira og það örstutt frá byggðinni á Völlunum í Hafnarfirði. Hvernig í ósköpunum getum við látið okkur detta þetta í hug í fyrsta lagi og þá í öðru lagi að íhuga eina sekúndu að leyfa þessa vitleysu? Reykjanesið er eldvirkt svæði og í hverju gosi leysist upp gífurlegt magn mengandi efna, það er ótrúleg sóun að það á að menga 2.500 lítra af hreinu vatni á sekúndu og dæla því þarna niður með tilheyrandi mengun á landi, vatni og sjó við Straumsvík. En til hvers er verið að þessu? Jú, til þess að Evrópa geti losnað við sína mengun til okkar og þá skreytt sig með aflátsbréfum um hreinleika á okkar kostnað? Borholurnar verða boraðar niður á um 350 metra dýpi og síðan skáborað t.d. í átt að Vallarhverfinu í Hafnarfirði, eða þar undir? Þar er þegar til staðar sprungusvæði sem svipar til þess sem er í Grindavík og við vitum öll hvaða afleiðingar jarðskjálftar á sprungusvæði valda. Að leyfa þetta er eins og að hengja um hálsinn á sér gullverðlaun fyrir umhverfissóðaskap. Þeir sem að þessu koma verða að taka höfuðið út úr þessu eiturlofti sínu, anda að sér hreinu lofti, fá sér ómengaðan vatnssopa að drekka og síðan stöðva þetta. Ef ekki er vilji til þess er eitthvað skrýtið í gangi og þá snýst þetta bara um gróða og ekkert annað. Það er verið að reyna að plata almenning um að þetta sé svo umhverfisvænt, en kostnaðurinn við þetta er gífurlegur og almenningur verður látinn borga hann eins og alltaf og börnin okkar erfa síðan óafturkræfa mengun á landi og sjó við Straumsvík um aldur og ævi. Það er því miður verið að reyna að gera fólk að fíflum með þessari arfavitlausu framkvæmd og hún er nú á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og þeirra flokka sem þar stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum. Til þess að þetta sé hægt þarf að blanda því við 75 milljónir lítra af íslensku ferskvatni sem er um 2.500 lítrar á sekúndu af okkar hreina vatni sem síðan er mengað með alls kyns eiturefnum, sem fylgja CO2. Sjá má á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar Coda Terminal – Umhverfismatsskýrsla og þar í töflu 5.3 má sjá möguleg (öll þau) snefilefni og hámarksstyrk þeirra í CO2 straumi. Ég hef sagt það áður á Alþingi að það er hægt að vera heimskur og það er hægt að vera heimskari í umhverfismálum, en eru það ekki pottþétt gullverðlaun í að vera heimskastur að ætla að láta sér detta það í hug að leyfa svona mengun á fersku vatni og það í þeim eina tilgangi að menga landið, vatnið og sjóinn við Straumsvík? Við niðurdælingu á Hellisheiði var 1.000 tonnum á mánuði dælt niður af efni frá Hellisheiðarvirkjun með tilheyrandi jarðskjálftum upp á allt að 4 stigum, en við Straumsvík er gert ráð fyrir að dæla niður 250.000 tonnum á mánuði eða 250 sinnum meira og það örstutt frá byggðinni á Völlunum í Hafnarfirði. Hvernig í ósköpunum getum við látið okkur detta þetta í hug í fyrsta lagi og þá í öðru lagi að íhuga eina sekúndu að leyfa þessa vitleysu? Reykjanesið er eldvirkt svæði og í hverju gosi leysist upp gífurlegt magn mengandi efna, það er ótrúleg sóun að það á að menga 2.500 lítra af hreinu vatni á sekúndu og dæla því þarna niður með tilheyrandi mengun á landi, vatni og sjó við Straumsvík. En til hvers er verið að þessu? Jú, til þess að Evrópa geti losnað við sína mengun til okkar og þá skreytt sig með aflátsbréfum um hreinleika á okkar kostnað? Borholurnar verða boraðar niður á um 350 metra dýpi og síðan skáborað t.d. í átt að Vallarhverfinu í Hafnarfirði, eða þar undir? Þar er þegar til staðar sprungusvæði sem svipar til þess sem er í Grindavík og við vitum öll hvaða afleiðingar jarðskjálftar á sprungusvæði valda. Að leyfa þetta er eins og að hengja um hálsinn á sér gullverðlaun fyrir umhverfissóðaskap. Þeir sem að þessu koma verða að taka höfuðið út úr þessu eiturlofti sínu, anda að sér hreinu lofti, fá sér ómengaðan vatnssopa að drekka og síðan stöðva þetta. Ef ekki er vilji til þess er eitthvað skrýtið í gangi og þá snýst þetta bara um gróða og ekkert annað. Það er verið að reyna að plata almenning um að þetta sé svo umhverfisvænt, en kostnaðurinn við þetta er gífurlegur og almenningur verður látinn borga hann eins og alltaf og börnin okkar erfa síðan óafturkræfa mengun á landi og sjó við Straumsvík um aldur og ævi. Það er því miður verið að reyna að gera fólk að fíflum með þessari arfavitlausu framkvæmd og hún er nú á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og þeirra flokka sem þar stjórna.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun