UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2024 11:10 Úr leik gærkvöldsins, sem lauk með 2-2 jafntefli. Vísir/Anton Brink Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. Í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik gærkvöldsins sáust mikil ólæti sem brutust út í albönskum hluta stúkunnar eftir leik. Þá sást öryggisvörður á vegum Vals vera sleginn í andlitið af einum stuðningsmannana. Þar er aðeins hálf sagan sögð. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu bæði stuðningsmenn og starfsfólk Vllaznia í líflátshótunum við mann og annan. Skipti þá litlu hvort umræddi stjórnarmenn og starfsfólk Vals, dómara leiksins eða leikmenn Valsmanna. Stuðningsmaður Vals, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir stuðningsmann Vllaznia hafa hótað að skera úr honum augun. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins og átti í líflátshótunum við bæði starfsfólk Vals og stuðningsmenn. Forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins létu þá öllum illum látum. Dómari leiksins var sleginn og hrækt í andlitið á honum. Fulltrúar Vals vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti að málið væri á borði sambandsins og virkt samtal væri milli KSÍ og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. UEFA er með málið til skoðunar og er sambandið á viðvörunarstigi (e. highest alert) vegna málsins. „Þetta er háalvarlegt mál og svona á ekki að sjást,“ sagði Jörundur Áki við Vísi. „Það er til skoðunar og er á borði UEFA.“ Vegna þeirra líflátshótana sem starfsfólk og leikmenn Vals þurftu að þola gæti seinni leikur liðanna verið í hættu. Liðin eiga að mætast næsta fimmtudag ytra en Valsmenn eru ekki spenntir fyrir því að halda þar út eftir raunir gærkvöldsins. Óttast er um öryggi leikmanna og starfsfólks félagsins. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá Interpol þar sem um alþjóðlegan viðburð var að ræða sem skipulagður er af UEFA. Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi tekið nokkra stuðningsmenn tali en ekki handtekið neitt. „Okkur finnst þessi hópur hafa verið til skammar með hegðun sinni,“ segir hann. Unnar bendir á að þarna hafi verið talsverð áfengisneysla og þá geti farið svona. Hann veltir því fyrir sér hvort eitthvað þurfi að gera í þeim málum, en lögreglan ein taki ekki ákvarðanir í slíkum málum. Fréttin hefur verið uppfærð. UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik gærkvöldsins sáust mikil ólæti sem brutust út í albönskum hluta stúkunnar eftir leik. Þá sást öryggisvörður á vegum Vals vera sleginn í andlitið af einum stuðningsmannana. Þar er aðeins hálf sagan sögð. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu bæði stuðningsmenn og starfsfólk Vllaznia í líflátshótunum við mann og annan. Skipti þá litlu hvort umræddi stjórnarmenn og starfsfólk Vals, dómara leiksins eða leikmenn Valsmanna. Stuðningsmaður Vals, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir stuðningsmann Vllaznia hafa hótað að skera úr honum augun. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins og átti í líflátshótunum við bæði starfsfólk Vals og stuðningsmenn. Forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins létu þá öllum illum látum. Dómari leiksins var sleginn og hrækt í andlitið á honum. Fulltrúar Vals vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti að málið væri á borði sambandsins og virkt samtal væri milli KSÍ og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. UEFA er með málið til skoðunar og er sambandið á viðvörunarstigi (e. highest alert) vegna málsins. „Þetta er háalvarlegt mál og svona á ekki að sjást,“ sagði Jörundur Áki við Vísi. „Það er til skoðunar og er á borði UEFA.“ Vegna þeirra líflátshótana sem starfsfólk og leikmenn Vals þurftu að þola gæti seinni leikur liðanna verið í hættu. Liðin eiga að mætast næsta fimmtudag ytra en Valsmenn eru ekki spenntir fyrir því að halda þar út eftir raunir gærkvöldsins. Óttast er um öryggi leikmanna og starfsfólks félagsins. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá Interpol þar sem um alþjóðlegan viðburð var að ræða sem skipulagður er af UEFA. Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi tekið nokkra stuðningsmenn tali en ekki handtekið neitt. „Okkur finnst þessi hópur hafa verið til skammar með hegðun sinni,“ segir hann. Unnar bendir á að þarna hafi verið talsverð áfengisneysla og þá geti farið svona. Hann veltir því fyrir sér hvort eitthvað þurfi að gera í þeim málum, en lögreglan ein taki ekki ákvarðanir í slíkum málum. Fréttin hefur verið uppfærð.
UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira