Þrefalt hærri vextir geri samkeppnina erfiða Boði Logason skrifar 12. júlí 2024 11:54 Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Mynd/Egill Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir að háir vextir Seðlabanka Íslands fæli ferðamenn frá landinu. Að minnsta kosti 10 prósent samdráttur er hjá bílaleigunni í sumar miðað við sama tíma í fyrra. „Staðan er ekki slæm, það eru ekki blikur á lofti - það er svolítið djúpt í árina tekið, en hún er náttúrulega alls ekki eins og menn vonuðust eftir það er alveg ljóst. Það er samdráttur miðað við hvernig staðan var í fyrra allavega,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar greindi hann frá því að samdrátturinn hjá fyrirtækinu sé um 10 prósent, miðað við sumarið í fyrra. Margt spili inn í til dæmis hafi 18 prósent færri ferðamenn komið til landsins í júní miðað við sama mánuð í fyrra og þá stoppi ferðamenn styttra á landinu. Það sé alls ekki ein ástæða fyrir því að ástandið í greininni sé eins og það er. „Ég var að koma frá Noregi og talaði þar við fólk sem þekkir Ísland vel, það voru fleiri að tala um eldgos en ég hafði reiknað með. Það er líka talað um dýrt matarverð og gistinguna, sem hefur hækkað töluvert á Íslandi,“ segir hann. Þá segir hann að vextir Seðlabanka Íslands séu úti á túni. „Við erum að borga þrefalda vexti á við samkeppnislöndin okkar og það segir sig sjálft þegar þú ert í fjárfrekri starfsemi, hvort sem það er gisting eða bílaleiga, þá þarftu að verðleggja þig úr frá þeim kostnaði sem liggur fyrir.“ Íslandsstofa og fyrirtækin í ferðaþjónustu á Íslandi hafi mátt vera duglegri að kynna landið úti í hinum stóra heimi. Mikið sé um rangar upplýsingar og nefnir sem dæmi að á forsíðu New York Times í mars síðastliðinn hafi verið mynd þar sem Reykjavík virtist í ljósum logum. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bítið Bylgjan Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
„Staðan er ekki slæm, það eru ekki blikur á lofti - það er svolítið djúpt í árina tekið, en hún er náttúrulega alls ekki eins og menn vonuðust eftir það er alveg ljóst. Það er samdráttur miðað við hvernig staðan var í fyrra allavega,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar greindi hann frá því að samdrátturinn hjá fyrirtækinu sé um 10 prósent, miðað við sumarið í fyrra. Margt spili inn í til dæmis hafi 18 prósent færri ferðamenn komið til landsins í júní miðað við sama mánuð í fyrra og þá stoppi ferðamenn styttra á landinu. Það sé alls ekki ein ástæða fyrir því að ástandið í greininni sé eins og það er. „Ég var að koma frá Noregi og talaði þar við fólk sem þekkir Ísland vel, það voru fleiri að tala um eldgos en ég hafði reiknað með. Það er líka talað um dýrt matarverð og gistinguna, sem hefur hækkað töluvert á Íslandi,“ segir hann. Þá segir hann að vextir Seðlabanka Íslands séu úti á túni. „Við erum að borga þrefalda vexti á við samkeppnislöndin okkar og það segir sig sjálft þegar þú ert í fjárfrekri starfsemi, hvort sem það er gisting eða bílaleiga, þá þarftu að verðleggja þig úr frá þeim kostnaði sem liggur fyrir.“ Íslandsstofa og fyrirtækin í ferðaþjónustu á Íslandi hafi mátt vera duglegri að kynna landið úti í hinum stóra heimi. Mikið sé um rangar upplýsingar og nefnir sem dæmi að á forsíðu New York Times í mars síðastliðinn hafi verið mynd þar sem Reykjavík virtist í ljósum logum.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bítið Bylgjan Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira