Þrefalt hærri vextir geri samkeppnina erfiða Boði Logason skrifar 12. júlí 2024 11:54 Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Mynd/Egill Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir að háir vextir Seðlabanka Íslands fæli ferðamenn frá landinu. Að minnsta kosti 10 prósent samdráttur er hjá bílaleigunni í sumar miðað við sama tíma í fyrra. „Staðan er ekki slæm, það eru ekki blikur á lofti - það er svolítið djúpt í árina tekið, en hún er náttúrulega alls ekki eins og menn vonuðust eftir það er alveg ljóst. Það er samdráttur miðað við hvernig staðan var í fyrra allavega,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar greindi hann frá því að samdrátturinn hjá fyrirtækinu sé um 10 prósent, miðað við sumarið í fyrra. Margt spili inn í til dæmis hafi 18 prósent færri ferðamenn komið til landsins í júní miðað við sama mánuð í fyrra og þá stoppi ferðamenn styttra á landinu. Það sé alls ekki ein ástæða fyrir því að ástandið í greininni sé eins og það er. „Ég var að koma frá Noregi og talaði þar við fólk sem þekkir Ísland vel, það voru fleiri að tala um eldgos en ég hafði reiknað með. Það er líka talað um dýrt matarverð og gistinguna, sem hefur hækkað töluvert á Íslandi,“ segir hann. Þá segir hann að vextir Seðlabanka Íslands séu úti á túni. „Við erum að borga þrefalda vexti á við samkeppnislöndin okkar og það segir sig sjálft þegar þú ert í fjárfrekri starfsemi, hvort sem það er gisting eða bílaleiga, þá þarftu að verðleggja þig úr frá þeim kostnaði sem liggur fyrir.“ Íslandsstofa og fyrirtækin í ferðaþjónustu á Íslandi hafi mátt vera duglegri að kynna landið úti í hinum stóra heimi. Mikið sé um rangar upplýsingar og nefnir sem dæmi að á forsíðu New York Times í mars síðastliðinn hafi verið mynd þar sem Reykjavík virtist í ljósum logum. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bítið Bylgjan Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira
„Staðan er ekki slæm, það eru ekki blikur á lofti - það er svolítið djúpt í árina tekið, en hún er náttúrulega alls ekki eins og menn vonuðust eftir það er alveg ljóst. Það er samdráttur miðað við hvernig staðan var í fyrra allavega,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar greindi hann frá því að samdrátturinn hjá fyrirtækinu sé um 10 prósent, miðað við sumarið í fyrra. Margt spili inn í til dæmis hafi 18 prósent færri ferðamenn komið til landsins í júní miðað við sama mánuð í fyrra og þá stoppi ferðamenn styttra á landinu. Það sé alls ekki ein ástæða fyrir því að ástandið í greininni sé eins og það er. „Ég var að koma frá Noregi og talaði þar við fólk sem þekkir Ísland vel, það voru fleiri að tala um eldgos en ég hafði reiknað með. Það er líka talað um dýrt matarverð og gistinguna, sem hefur hækkað töluvert á Íslandi,“ segir hann. Þá segir hann að vextir Seðlabanka Íslands séu úti á túni. „Við erum að borga þrefalda vexti á við samkeppnislöndin okkar og það segir sig sjálft þegar þú ert í fjárfrekri starfsemi, hvort sem það er gisting eða bílaleiga, þá þarftu að verðleggja þig úr frá þeim kostnaði sem liggur fyrir.“ Íslandsstofa og fyrirtækin í ferðaþjónustu á Íslandi hafi mátt vera duglegri að kynna landið úti í hinum stóra heimi. Mikið sé um rangar upplýsingar og nefnir sem dæmi að á forsíðu New York Times í mars síðastliðinn hafi verið mynd þar sem Reykjavík virtist í ljósum logum.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bítið Bylgjan Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Sjá meira