Stappað á tjaldsvæðum og vörur hverfa úr hillum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júlí 2024 12:08 Egilsstaðir. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Mikið blíðviðri er á Austurlandi í dag en snemma í morgun mældist hitastig á þó nokkrum stöðum um 20 gráður. Tjaldsvæði fyrir austan hafa verið fljót að fyllast en að sögn staðarhaldara komast færri að en vilja. Svo virðist sem fólk streymi hreinlega austur frá öllum landshlutum. Tjaldsvæðin á Austurlandi hafa heldur betur fundið fyrir aukinni eftirspurn vegna blíðviðrisins í dag og síðustu daga. Heiður Vigfúsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið á Egilsstöðum, segir í samtali við fréttastofu að ýmsar vörur í matvörubúðum séu fljótar að hverfa úr hillunum. „Það er töluverð traffík hérna og maður sér það líka á vöruúrvali í matvörubúðum. Það virðist vera að flestir séu að stefna akkúrat hingað til okkar. Það sést alveg á búðunum inn á milli á meðan þeir reyna eftir bestu getu að fylla á.“ Uppbókað á svæðinu Hún segir að fólk streymi að úr öllum áttum til að fá tækifæri til að njóta blíðunnar á Austurlandi. Bókanlega svæðið á tjaldsvæðinu sé að mestu fullt út helgina og inn í næstu viku en hún bendir á að það er annað svæði þar sem reglan um fyrstur kemur fyrstur fær ræður ríkjum og að þar sé oft möguleiki að ná tjaldstæði. „Við reynum að taka á móti sem allra flestum þannig að allir Íslendingar geti fyllt vel á D-vítamín skammtinn og hlýjað sér hérna hjá okkur.“ Vildi ekki segja hvar væri pláss Jón Magnússon, eigandi Camp East sem rekur sjö tjaldsvæði á Austfjörðum, sagði í samtali við fréttastofu að það væri brjálað að gera á öllum stöðunum. Tjaldsvæði Camp East eru í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fossárdal. Uppbókað er alls staðar að undanskildu einu tjaldsvæði en hann sagðist ekki vilja gefa upp hvaða tjaldsvæði væri enn með pláss til að forðast það að fólk myndi flykkjast að og mannmergð myndi safnast saman á svæðinu. Sömu sögu er að segja af flest öllum tjaldsvæðum á Austurlandi. „Inn í Fljótsdalsgrund var eitthvað að losna og átti eitthvað að losna með morgninum. Annað var meira og minna fullt síðastliðna nótt,“ sagði Heiður spurð hvernig ástandið væri á öðrum tjaldsvæðum á Austurlandi Tjaldsvæði Múlaþing Fjarðabyggð Matvöruverslun Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Tjaldsvæðin á Austurlandi hafa heldur betur fundið fyrir aukinni eftirspurn vegna blíðviðrisins í dag og síðustu daga. Heiður Vigfúsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið á Egilsstöðum, segir í samtali við fréttastofu að ýmsar vörur í matvörubúðum séu fljótar að hverfa úr hillunum. „Það er töluverð traffík hérna og maður sér það líka á vöruúrvali í matvörubúðum. Það virðist vera að flestir séu að stefna akkúrat hingað til okkar. Það sést alveg á búðunum inn á milli á meðan þeir reyna eftir bestu getu að fylla á.“ Uppbókað á svæðinu Hún segir að fólk streymi að úr öllum áttum til að fá tækifæri til að njóta blíðunnar á Austurlandi. Bókanlega svæðið á tjaldsvæðinu sé að mestu fullt út helgina og inn í næstu viku en hún bendir á að það er annað svæði þar sem reglan um fyrstur kemur fyrstur fær ræður ríkjum og að þar sé oft möguleiki að ná tjaldstæði. „Við reynum að taka á móti sem allra flestum þannig að allir Íslendingar geti fyllt vel á D-vítamín skammtinn og hlýjað sér hérna hjá okkur.“ Vildi ekki segja hvar væri pláss Jón Magnússon, eigandi Camp East sem rekur sjö tjaldsvæði á Austfjörðum, sagði í samtali við fréttastofu að það væri brjálað að gera á öllum stöðunum. Tjaldsvæði Camp East eru í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fossárdal. Uppbókað er alls staðar að undanskildu einu tjaldsvæði en hann sagðist ekki vilja gefa upp hvaða tjaldsvæði væri enn með pláss til að forðast það að fólk myndi flykkjast að og mannmergð myndi safnast saman á svæðinu. Sömu sögu er að segja af flest öllum tjaldsvæðum á Austurlandi. „Inn í Fljótsdalsgrund var eitthvað að losna og átti eitthvað að losna með morgninum. Annað var meira og minna fullt síðastliðna nótt,“ sagði Heiður spurð hvernig ástandið væri á öðrum tjaldsvæðum á Austurlandi
Tjaldsvæði Múlaþing Fjarðabyggð Matvöruverslun Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira