Franski ráðherrann synti í Signu tveimur vikum fyrir ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 12:31 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, stakk sér til sunds í Signu í morgun. Getty/Andrea Savoran Margir hafa áhyggjur af bakteríum og óhreinindum í ánni Signu í París en þar mun meðal annars Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. Það hefur verið bannað að synda í ánni í meira en hundrað ár en í tilefni af Ólympíuleikunum í París þá ákváðu borgaryfirvöld að hreinsa ánna sem hefur bæði tekið mikinn tíma og kostað mikla peninga. Umræðan að undanförnu hefur þó verið um það að mælingar sýni enn hættulegan fjölda sýkla og baktería í ánni. Mælingar á E. coli bakteríunni voru þannig lang yfir mörkum fyrir stuttu. Promesse tenue ! 🏊Avec @AHanquinquant, notre champion paralympique de triathlon, qui fêtait son rôle de porte-drapeau à Paris 2024 ! 🇫🇷 pic.twitter.com/SsJYaWwhSS— Amélie Oudéa-Castéra (@AOC1978) July 13, 2024 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, vildi sannfæra fólk um að áin væri hrein og hættulaus með því að stinga sér sjálf til sunds. Oudea-Castera synti því í ánni Signu í morgun, tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir verða settir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig lofað því að synda í ánni. Setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á ánni en ekki á Ólympíuleikvanginum. Þátttakendur á leikunum munu þá sigla á bátum eftir ánni og þar á meðal verða þau fimm sem keppa fyrir hönd Íslands. Það hefur kostað 1,4 milljarða evra, 225 milljarða íslenskra króna, að hreinsa ánna en í verkefninu hefur skolpkerfið í París verið endurnýjað og áin látin renna í gegnum hreinsistöðvar áður en hún rennur í gegnum miðja París. Frá sumrinu 2025 má almenningur síðan synda aftur í ánni en það hefur af heilsufarástæðum verið bannað í meira en heild öld eða síðan 1923. La baignade d'Amélie Oudéa-Castéra dans la Seine, c'est mieux avec le son 🔊 pic.twitter.com/JIWlvcvmUq— Bernard-Henri Béry (@BH_Bery) July 13, 2024 Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Það hefur verið bannað að synda í ánni í meira en hundrað ár en í tilefni af Ólympíuleikunum í París þá ákváðu borgaryfirvöld að hreinsa ánna sem hefur bæði tekið mikinn tíma og kostað mikla peninga. Umræðan að undanförnu hefur þó verið um það að mælingar sýni enn hættulegan fjölda sýkla og baktería í ánni. Mælingar á E. coli bakteríunni voru þannig lang yfir mörkum fyrir stuttu. Promesse tenue ! 🏊Avec @AHanquinquant, notre champion paralympique de triathlon, qui fêtait son rôle de porte-drapeau à Paris 2024 ! 🇫🇷 pic.twitter.com/SsJYaWwhSS— Amélie Oudéa-Castéra (@AOC1978) July 13, 2024 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, vildi sannfæra fólk um að áin væri hrein og hættulaus með því að stinga sér sjálf til sunds. Oudea-Castera synti því í ánni Signu í morgun, tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir verða settir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig lofað því að synda í ánni. Setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á ánni en ekki á Ólympíuleikvanginum. Þátttakendur á leikunum munu þá sigla á bátum eftir ánni og þar á meðal verða þau fimm sem keppa fyrir hönd Íslands. Það hefur kostað 1,4 milljarða evra, 225 milljarða íslenskra króna, að hreinsa ánna en í verkefninu hefur skolpkerfið í París verið endurnýjað og áin látin renna í gegnum hreinsistöðvar áður en hún rennur í gegnum miðja París. Frá sumrinu 2025 má almenningur síðan synda aftur í ánni en það hefur af heilsufarástæðum verið bannað í meira en heild öld eða síðan 1923. La baignade d'Amélie Oudéa-Castéra dans la Seine, c'est mieux avec le son 🔊 pic.twitter.com/JIWlvcvmUq— Bernard-Henri Béry (@BH_Bery) July 13, 2024
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira