Þegar lögreglu bar að garði og ætlaði að ræða við manninn klæddi hann sig úr skónum og gerði sig líklegan til að beita þeim gegn lögreglumönnunum. Hann var snarlega handtekinn og færður í fangaklefa.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir jafnframt að maðurinn muni gista fangageymslur þangað til víman rennur af honum.
Í dagbókinni er einnig greint frá bílveltu í Breiðholti. Ökumaður bílsins var með minni háttar meiðsli, en fram kemur að hann hafi verið ölvaður og án gildra ökuréttinda.
Jafnframt var umferðaróhapp í Mosfellsbæ. Þar voru líka minni háttar meiðsli á fóli en nokkuð eignatjón.