Erlent

Hinn látni slökkvi­liðs­maður sem fórnaði sér fyrir fjöl­skylduna

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Aðkoman í Butler garðinum eftir árásina í gær.
Aðkoman í Butler garðinum eftir árásina í gær. AP

Maðurinn sem lést í skotárás á kosningafundi Donald Trump í Pennsylvaníuríki í gær var fimmtugur að aldri og starfaði sem slökkviliðsmaður. Þegar árásarmaðurinn hóf að skjóta í átt til fjölskyldu mannsins stökk hann í veg eiginkonu sína og dóttur til að hlífa þeim við skotunum. 

Josh Shapiro ríkisstjóri Pennsylvaníu greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrr í dag. Maðurinn hét Corey Comperatore. „Eiginkona hans sagði mér frá því að hann hafi stokkið í veg fyrir fjölskyldu sína til að verja hana,“ sagði Shapiro á fundinum.

Hann hvatti Bandaríkjamenn til að flagga í hálfa fánastöng til heiðurs Comperatore, sem hann segir hafa unnið hetjudáð með því að fórna lífi sínu í þágu fjölskyldunnar. 


Tengdar fréttir

Grunaður árásarmaður hét Thomas Matthew Crooks

Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur.

Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×