Elías var á láni hjá CD Mafra í Portúgal á síðasta tímabili. Hann er nú kominn aftur til Danmerkur og verður fyrsta val í markið hjá dönsku meisturunum.
Hinn 35 ára gamli Jonas Lössl varði markið á síðasta tímabili og framlengdi samning sinn við félagið í gær en skilningur var fyrir því að hann yrði ekki æðstur í goggunarröðinni, samkvæmt Bold.
Ovie Ejeheri mun veita þeim samkeppni sem þriðji markvörður Midtyjlland. Hann er enskur og kemur til félagsins frá Arsenal þar sem hann er uppalinn.
Ovie Ejeheri skifter til FC Midtjylland ⚫🔴
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) July 15, 2024
Velkommen, Ovie!