Lárus skuli fyrst taka til í „eigin veðmálastarfsemi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2024 10:39 Lögmennirnir Sigurður G. Guðjónsson og Lárus Blöndal eru ekki á sama máli um starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja. vísir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður veðmálafyrirtækisins Betsson skýtur föstum skotum á Íþrótta og Ólympíusamband Íslands og Lárus Blöndal formann sambandsins, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir Lárus þurfa að taka til í eigin veðmálastarfsemi áður en hann fari að tala fyrir því að banna erendar veðmálasíður. Greinin er innlegg í umræðu síðustu vikna um aukin umsvif erlendra veðmálasíðna hér á landi, ásamt aukinni þáttöku landsmanna í þess konar fjárhættuspilum. Lárus hafði áður lýst þeirri skoðun sinni að brýnt væri að stjórnvöld bregðist við þessum auknu umsvifum erlendra veðmálasíðna. Ólíðandi sé að þær fái að „troða sér inn í íslenskt samfélag“. Einungis megi reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Háar fjárhæðir til að höfða til barna Sigurður tekur undir með Lárusi að ótækt sé að veðmálafyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum, líkt og fordæmi virðast vera fyrir. „Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni,“ segir Sigurður G. „Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum.“ Lengjan taki þannig virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beini efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna, þar á meðal börnum. Sigurður kallar auk þess eftir upplýsingum um það hversu miklum fjáhæðum sé eytt í auglýsingar Íslenskra getrauna, auk upplýsingum um laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Ekki öll fyrirtæki tekið skref Sigurður vill meina að veðmálafyrirtækið sem hann starfar fyrir, Betsson.com, hafi vandað mjög til verka. Lúti ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og sjái til þess að einstaklingar undir átján ára aldri geti ekki veðjað á þeirra síðu. Sigurður vill því beina því til fjölmiðla og fólks að gera greinarmun á þeim fyrirtækjum „sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel“. „Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.“ Fjárhættuspil Fíkn Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Greinin er innlegg í umræðu síðustu vikna um aukin umsvif erlendra veðmálasíðna hér á landi, ásamt aukinni þáttöku landsmanna í þess konar fjárhættuspilum. Lárus hafði áður lýst þeirri skoðun sinni að brýnt væri að stjórnvöld bregðist við þessum auknu umsvifum erlendra veðmálasíðna. Ólíðandi sé að þær fái að „troða sér inn í íslenskt samfélag“. Einungis megi reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Háar fjárhæðir til að höfða til barna Sigurður tekur undir með Lárusi að ótækt sé að veðmálafyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum, líkt og fordæmi virðast vera fyrir. „Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni,“ segir Sigurður G. „Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum.“ Lengjan taki þannig virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beini efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna, þar á meðal börnum. Sigurður kallar auk þess eftir upplýsingum um það hversu miklum fjáhæðum sé eytt í auglýsingar Íslenskra getrauna, auk upplýsingum um laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Ekki öll fyrirtæki tekið skref Sigurður vill meina að veðmálafyrirtækið sem hann starfar fyrir, Betsson.com, hafi vandað mjög til verka. Lúti ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og sjái til þess að einstaklingar undir átján ára aldri geti ekki veðjað á þeirra síðu. Sigurður vill því beina því til fjölmiðla og fólks að gera greinarmun á þeim fyrirtækjum „sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel“. „Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.“
Fjárhættuspil Fíkn Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira