Körfubolti

Njarð­víkingar búnir að finna sér Banda­ríkja­mann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Julius Brown mun stýra sóknarleik Njarðvíkur á næsta tímabili.
Julius Brown mun stýra sóknarleik Njarðvíkur á næsta tímabili. njarðvík

Bandaríski leikstjórnandinn Julius Brown er genginn í raðir Njarðvíkur og mun leika með liðinu í Bónus deild karla á næsta tímabili.

Brown, sem verður 25 ára í nóvember, lék með West Texas háskólanum vestanhafs. 

Eftir útskrift samdi hann við Iskra Svit í Slóvakíu. Á síðasta tímabili skoraði hann sautján stig og gaf 4,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Rúnar Ingi Erlingsson tók við Njarðvík af Benedikt Guðmundssyni eftir síðasta tímabili og hann er byrjaður að safna liði fyrir átökin í Bónus deildinni.

Næsta tímabil verður sögulegt hjá Njarðvík en þá byrjar liðið að leika í nýju íþróttahúsi við Stapaskóla. Það tekur við af hinni goðsagnakenndu Ljónagryfju.

Njarðvík endaði í 4. sæti Subway deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Val, 3-2, í undanúrslitum úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×