Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm síðdegis. Í miðbænum var að auki tilkynnt um óvelkomna aðila í húsi. Þá var tilkynnt um líkamsárás. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. Í hverfi 110 var óvelkomnum aðila jafnframt vísað úr heimahúsi.
Í hverfi 105 var lögreglu tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi og síðar um sofandi ökumann undir stýri.
Þá var tilkynnt um aðila sem hafði dottið um stein meðan hann var á leið sinni í Bláfjöllum og hlotið áverka á mjöðm.