Hver er J.D. Vance? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. júlí 2024 11:15 Öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance hefur verið valinn varaforsetaefni Donald Trumps í komandi kosningum, en hver er J.D. Vance? Getty/Joe Raedle Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. J.D. Vance skaust upp á stjörnuhiminn árið 2016 þegar hann skrifaði æskuminningar sínar í fátækum ryðbeltisbæ í Ohio. Í bókinni fjallar hann um þau fjölmörgu mein sem hrjá heimaslóðir hans, svo sem fíkn og mikil fátækt. Bókin naut mikilla vinsælda og samnefnd bíómynd var gerð eftir henni árið 2020. Málefnin Vance hefur sagt að hann hefði ekki staðfest niðurstöður forsetakosninganna 2020. Í viðtali við ABC fyrr á árinu segir hann að hann hefði stigið inn í og krafið ríkin sem deilt var um um frekari yfirferð og neitað að staðfesta niðurstöðuna annars. Árið 2020 beitti Donald Trump þáverandi varaforseta sinn Mike Pence þrýstingi til að fá hann til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna, líkt og gert er á sérstökum fundi öldungadeildar að talningu lokinni. Pence staðfesti loks að Biden hefði borið sigur úr býtum en það var ekki fyrr en æstur lýður hafði gert áhlaup á þinghúsið. Vance hefur verið sakaður um að laga skoðanir sínar eftir hentisemi.Getty/Chip Somodevilla Þungunarrof hefur lengi verið ásteytingarsteinn í Bandaríkjunum og hefur löggjöfin varðandi þungunarrof einnig tekið miklum breytingum víðs vegar um landið á undanförnum árum. Vance hefur sagst styðja bann við þungunarrofsaðgerðum eftir fimmtándu viku meðgöngu. Þá er Vance einnig mótfallinn því að Bandaríkin taki virkan þátt í stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann skrifaði meðal annars grein í New York Times þar sem hann hélt því fram að Úkraínu tækist aldrei að halda Rússum í skefjum og að Bandaríkin byggju ekki yfir slíkum framleiðslutækjum að þau gætu gert Úkraínumönnum það kleift. Hann er hlynntur því að Úkraína gefi þau landsvæði sem Rússar girnast upp á bátinn í skiptum fyrir frið. Sagður skipta um skoðun eftir hentisemi Ummæli Vance frá árinu 2016 hafa einnig vakið mikla athygli síðan ljóst varð að hann yrði varaforsetaefni Trumps. Vance hefur nefnilega ekki alltaf verið jafndyggur stuðningsmaður forsetans fyrrverandi og hann er nú. „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talsmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. Hann hefur verið sakaður um tækifærismennsku og að laga skoðanir sínar að skoðunum Trumps eftir hentisemi. Til dæmis hafði Vance áður lýst því yfir að niðurstöður atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að rétturinn til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn sem höggi í magann en sagði í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone. Skoðun sem Trump hafði þá viðrað. J.D. og Usha eiga saman þrjú börn.Getty/Anna Moneymaker J.D. Vance útskrifaðist úr lögfræðideild Yale-háskóla árið 2013 og hefur setið í hinum ýmsu öldungadeildarnefndum. Þeirra á meðal eru bankanefnd, húsnæðisnefnd og viðskipta- vísinda og samgöngunefnd. Hann fæddist og ólst upp í bænum Middleton í Ohiofylki og sinnti herþjónustu í landgönguliðadeild Bandaríkjahers. Vance er giftur Ushu Chilukuri sem hann kynntist á námsárunum í Yale. Hún er lögmaður og hefur meðal annars starfað á skrifstofum hæstaréttardómara. Þau eiga þrjú börn saman. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
J.D. Vance skaust upp á stjörnuhiminn árið 2016 þegar hann skrifaði æskuminningar sínar í fátækum ryðbeltisbæ í Ohio. Í bókinni fjallar hann um þau fjölmörgu mein sem hrjá heimaslóðir hans, svo sem fíkn og mikil fátækt. Bókin naut mikilla vinsælda og samnefnd bíómynd var gerð eftir henni árið 2020. Málefnin Vance hefur sagt að hann hefði ekki staðfest niðurstöður forsetakosninganna 2020. Í viðtali við ABC fyrr á árinu segir hann að hann hefði stigið inn í og krafið ríkin sem deilt var um um frekari yfirferð og neitað að staðfesta niðurstöðuna annars. Árið 2020 beitti Donald Trump þáverandi varaforseta sinn Mike Pence þrýstingi til að fá hann til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna, líkt og gert er á sérstökum fundi öldungadeildar að talningu lokinni. Pence staðfesti loks að Biden hefði borið sigur úr býtum en það var ekki fyrr en æstur lýður hafði gert áhlaup á þinghúsið. Vance hefur verið sakaður um að laga skoðanir sínar eftir hentisemi.Getty/Chip Somodevilla Þungunarrof hefur lengi verið ásteytingarsteinn í Bandaríkjunum og hefur löggjöfin varðandi þungunarrof einnig tekið miklum breytingum víðs vegar um landið á undanförnum árum. Vance hefur sagst styðja bann við þungunarrofsaðgerðum eftir fimmtándu viku meðgöngu. Þá er Vance einnig mótfallinn því að Bandaríkin taki virkan þátt í stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann skrifaði meðal annars grein í New York Times þar sem hann hélt því fram að Úkraínu tækist aldrei að halda Rússum í skefjum og að Bandaríkin byggju ekki yfir slíkum framleiðslutækjum að þau gætu gert Úkraínumönnum það kleift. Hann er hlynntur því að Úkraína gefi þau landsvæði sem Rússar girnast upp á bátinn í skiptum fyrir frið. Sagður skipta um skoðun eftir hentisemi Ummæli Vance frá árinu 2016 hafa einnig vakið mikla athygli síðan ljóst varð að hann yrði varaforsetaefni Trumps. Vance hefur nefnilega ekki alltaf verið jafndyggur stuðningsmaður forsetans fyrrverandi og hann er nú. „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talsmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. Hann hefur verið sakaður um tækifærismennsku og að laga skoðanir sínar að skoðunum Trumps eftir hentisemi. Til dæmis hafði Vance áður lýst því yfir að niðurstöður atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að rétturinn til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn sem höggi í magann en sagði í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone. Skoðun sem Trump hafði þá viðrað. J.D. og Usha eiga saman þrjú börn.Getty/Anna Moneymaker J.D. Vance útskrifaðist úr lögfræðideild Yale-háskóla árið 2013 og hefur setið í hinum ýmsu öldungadeildarnefndum. Þeirra á meðal eru bankanefnd, húsnæðisnefnd og viðskipta- vísinda og samgöngunefnd. Hann fæddist og ólst upp í bænum Middleton í Ohiofylki og sinnti herþjónustu í landgönguliðadeild Bandaríkjahers. Vance er giftur Ushu Chilukuri sem hann kynntist á námsárunum í Yale. Hún er lögmaður og hefur meðal annars starfað á skrifstofum hæstaréttardómara. Þau eiga þrjú börn saman.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira