Eftir fundinn með Íslandsbanka, þar sem farið var yfir afstöðu bankans sem veðréttarhafa í eignum Skagans 3X, ræddi Helgi við fulltrúa annars áhugasams kaupendahóps. Þriðji aðili lagði svo fram tilboð síðdegis í gær.
Ekki er unnt að nefna fjárhæðir að svo stöddu, að sögn Helga, en óvissuatriðin eru enn mörg, til að mynda eru inni í fyrirliggjandi tilboði fasteignir sem ekki eru í eigu þrotabúsins, heldur þriðja aðila, og því er í raun um þríðhliða mál að ræða; eignir þrotabúsins, fasteignirnar og svo veðréttur Íslandsbanka.
Helgi vill ekki gefa upp hverjir eru á bak við fyrirliggjandi tilboðin tvö, en segir þá fjársterka og áhugasama.